Bætt aðstaða fyrir móttöku úrgangolíu og spilliefna

Faxaflóahafnir hafa verið að bæta aðstöðu fyrir móttöku úrgangolíu og spilliefna á Akrarnesi og á Grundartanga.

Hingað til hefur olíugeymir fyrir söfnun úrgangsolíu frá smábátum og kör fyrir spilliefni verið geymd utandyra. Nú hefur verið komið fyrir gámum sem rúma öll þessi ílát.

  • Í gámnum á Akranesi er geymir fyrir úrgangsolíu og kör fyrir raftæki, málningardósir og það þriðja fyrir olíusíur og tóma olíubrúsa.
  • Í gámnum á Grundartanga hefur verið komið fyrir kari fyrir raftæki og annað fyrir olíusíur og olíubrúsa

Brýnt er fyrir eigendum smábáta að ganga vel um aðstöðuna og flokka öll spilliefni á viðeigandi staði.

Hafnarverðir geta gefið allar nánari upplýsingar.