batur_2 

Við Gömlu höfnina er nú verið að gera upp nokkra gamla trébáta og er ánægjulegt að sjá vaxandi áhuga á þeirri iðju. Við Grandabryggjuna næst Norðurbugt er verið að gera upp tvo trébáta og á slippasvæðinu við Ægisgarð má sjá annan bát sem er verið að vinna við.

Á næstu dögum er von á gamla HAKA, sem eitt sinn þjónaði hlutverki lóðsbáts hjá Reykjavíkurhöfn og verður hann gerður klár á næstu mánuðum, en báturinn verður staðsettur á opna svæðinu norðan Mýrargötu. 

Á síðasta ári héldu Faxaflóahafnir sf. í samvinnu við fjölda aðila, málþing um endurnýjun og endursmíði gamalla báta, en gömlum trébátum hefur farið ört fækkandi.  Verkefnið er bæði þarft og brýnt og ánægjulegt að sjá að áhugasamir aðilar hafa lagt bátamenningunni lið. 

Stórt verkefni bíður úrlausnar en það er endurnýjun Aðalbjargar RE 5, sem sá bátur á sér langa og merkilega sögu. 

FaxaportsFaxaports linkedin