Heildarfjöldi farþega skemmtiferðaskipa fyrir árið 2017 !

Árið 2017 voru 135 skipakomur skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og með þeim komu 128.275 farþegar. Met var í skipakomum sem og farþegafjölda þetta árið. Nýting á farþegarými skemmtiferðaskipanna var 99%og telst það virkilega gott.  Skipakomur og farþegafjöldi skiptist á eftirfarandi hátt á milli Reykjavíkur og Akraness:

Þegar farþegafjöldinn fyrir árið 2017 er skoðaður nánar á myndinni hér að neðan, þá er hægt að sjá að flestir gestir sem koma með skemmtiferðaskipum eru frá Þýskalandi eða 32%. Þar á eftir koma Bandaríkin með 24% og Bretland með 17%. Frá byrjun þessarar aldar, þá hefur farþegafjöldi frá þessum þremur löndum ætíð verið mestur.

 

Nú þegar er ljóst að árið 2018 mun verða metár bæði hvað varðar skipakomur og farþegafjölda.  Bókaðar hafa verið núþegar 143 skipakomur og með þeim er áætlað að komi 146.000 þ. farþegar.