Hin sívinsæla, Sjóferð um Sundin, er hafin hjá 6. bekkingum á Faxaflóahafnasvæðinu

Í dag, þriðjudaginn 18. apríl 2017, hófst hin sívinsæla Sjóferð um sundin. Í ár voru það nemendur í 6. bekk Breiðholtsskóla sem voru svo heppin að fá að vera fyrst til að fara í ferðina.  Sjóferðin hefur verið í boði Faxaflóahafna sf. yfir áratug og geta skólar sótt um í þeim bæjarfélögum sem Faxaflóahafnir sf. reka hafnir.  Við skipulagningu á þessari sívinsælu sjóferð hefur fyrirtækið fengið sér til liðs tvo aðila, Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og Sérferðir (Special Tours). Verkefnið fer þannig fram að Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn sendir auglýsingar um verkefnið í grunnskóla á Faxaflóahafnasvæðinu og sér um að skrá þátttöku skólanna. Þar að auki sér Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn um að útvega leiðbeinendur í sjóferðirnar með nemendum og annast gerð námsgagna. Sérferðir (Special tours) leggur síðan fram skipakosti fyrir ferðina.

Meðfylgjandi eru nokkar myndir af nemendum 6. bekkjar í Breiðholtsskóla:

IMG_7288

IMG_7291 IMG_7294 IMG_7295IMG_7298IMG_7308IMG_7307IMG_7306IMG_7305IMG_7303IMG_7302IMG_7299 IMG_7297