Keppnistillögur um útilistaverk

Faxaflóahafnir sf. fagna í ár 100 ára afmæli Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Af því tilefni var í mars á þessu ári boðað til samkeppni um nýtt útilistaverk við Gömlu höfnina. Verkinu er ætlað að minnast hlutdeildar kvenna í starfssemi og sögu hafnarinnar, en það er auk þess hugsað sem kennileiti við Gömlu höfnina og hluti af því margbreytilega svæði sem nær frá Hörpu út að Granda.

Um samkeppnina giltu samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Samkeppnisformið var lokuð samkeppni með forvali, en rétt til að taka þátt höfðu allir myndlistarmenn. Forvalsnefnd valdi úr hópi þeirra 29 sem gáfu kost á sér fimm einstaklinga eða hópa til að taka þátt lokuðum hluta samkeppninnar.

Dómnefnd hefur nú lokið við að meta þær fimm tillögur sem bárust með hliðsjón af fyrirliggjandi samkeppnislýsingu og komist að einróma niðurstöðu. Við mat á tillögum lagði dómnefnd áherslu á almenn listræn gæði, frumleika, raunhæfi og hversu vel verkið féll að þema verkefnisins.

Hér að neðan eru hlekkir þar sem hægt er að skoða tillögurnar og dómnefndarálit.

Tillaga 101 – Guðrún Vera Hjartardóttir

Tillaga 102 – Hildur Bjarnadóttir og Ólafur Sveinn Gíslason

Tillaga 103 – Hulda Rós Guðnadóttir, Hildigunnur Sverrisdóttir og Gísli Pálsson

Tillaga 104 – Rúrí (Þuríður Rúrí Fannberg)

Tillaga 105 – Jónína Guðnadóttir og Sveinn Bjarki Þórarinsson

Dómnefndarálit