Ljósmyndasýning í boði Faxaflóahafna sf. í Ráðhúsi Reykjavíkur

Þann 16. nóvember n.k. munu Faxaflóahafnir sf. fagna þeim merka áfanga að 100 ár eru liðin frá því að framkvæmdum við Gömlu höfnina lauk. Af því tilefni heldur fyrirtækið ljósmyndasýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 1. nóvember til 8. desember 2017, þar sem sýndar verða hafnarmyndir frá fyrri hluta 20. aldar. Sýningin er unnin í samvinnu við Guðjón Friðriksson, sagnfræðing og Pixlar ehf.