Samkeppni

Faxaflóahafnir efna til samkeppni meðal myndlistarmanna um útilistaverk við Gömlu höfnina í Reykjavík. Auglýst er eftir myndlistarmönnum til að taka þátt í forvali að lokaðri hugmyndasamkeppni.

Bakgrunnur

Faxaflóahafnir fagna í ár 100 ára afmæli Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Af því tilefni hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um útilistaverk þar sem minnst verður hlutdeild kvenna í starfssemi og sögu hafnarinnar. Hér má nálgast stutt ágrip á sögu hafnarinnar, en þeim sem vilja kynna sér efnið nánar er bent á bækurnar Hér heilsast skipin eftir Guðjón Friðriksson og Gamla Reykjavík eftir Árna Óla. 

Hugmynd

Listaverkinu er ætlað að minnast atvinnuþátttöku kvenna við Gömlu höfnina í Reykjavík. Verkið mun verða kennileiti við gömlu höfnina og hluti af því margbreytilega svæði sem nær frá Hörpu út að Granda. Mikilvægt er að verkið taki tillit til umhverfisins og falli vel að svæðinu.

Verk og staðsetning

Svæðið sem um ræðir nær frá Miðbakka að Sjóminjasafni. Umsækjendum er frjálst að koma með tillögu að staðsetningu á einhverjum af þeim stöðum sem merktir hafa verið inn á kort sem má nálgast fyrir neðan. Verkið þarf að geta staðið sjálfstætt og því ekki gert ráð fyrir að það tengist öðrum byggingum eða mannvirkjum á lóðinni eins og til dæmis húsum eða húsagöflum.

Umsækjendum er bent á kynna sér frumtillögu Yrki arkitekta að skipulagi svæðisins. Ef verkinu verður valinn staður á Miðbakka eða við Ægisgarð verður tekið tillit til þess í endanlegu skipulagi svæðisins svo verkið fái að njóta sín sem best.

Hér má nálgast yfirlitsmynd af svæðinu – sjá myndband af Gömlu höfninni

heildarmynd_1200

 

Miðbakki – sjá myndband af Miðbakka

midbakki_1200

 

Ægisgarður – sjá myndband af Ægisbakka

aegisgata_1200

 

Vesturbugt – sjá myndband af Vesturbugt

vesturbugt_1200

 

Sjá einnig myndbönd af svæðinu hér:

Gamla höfnin

Miðbakki

Ægisgarður

Vesturbugt

Umsækjendum er einnig bent á Borgarvefsjá þar sem hægt er að þysja inn á ákveðin svæði og mæla valda hluta.

Samkeppnin

Samkeppnin mun fara fram samkvæmt samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Um er að ræða lokaða samkeppni með forvali. Sérstök forvalsnefnd skipuð fulltrúum frá Faxaflóahöfnum og SÍM mun velja úr innsendum umsóknum þrjá myndlistarmenn til þess að taka þátt í samkeppninni. Þeir listamenn sem valdir verða til þátttöku í lokuðum hluta keppninnar fá greiddar 400.000 kr hver fyrir að skila inn vel útfærðri tillögu. Dómnefnd skipuð fulltrúum Faxaflóahafna og SÍM munu síðan velja eina tillöguna til útfærslu. Fyrir vinningstillöguna verða greiddar 600.000 kr. í verðlaun, en Faxaflóahafnir munu auk þess standa straum af öllum kostnaði við gerð og uppfærslu verksins.

ATHUGIÐ AÐ UMSÓKNARFRESTURINN ER LIÐINN