Skipulagsmál

 

Skipulag hafnarsvæða

Það er viðkomandi sveitarfélag sem að hefur skipulagsvaldið á hverju hafnarsvæði fyrir sig en hafnarstjórn þarf að veita samþykki fyrir breytingu á skipulagi hafnarsvæða og mannvirkjagerð. Því þarf að senda umsóknir um breytingu á deiliskipulagi og uppbyggingu mannvirkja á hafnarsvæðum til skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, sem ber það undir Hafnarstjórn, áður en send er umsókn til sveitarfélagsins. Deiliskipulagsáætlanir þurfa að vera í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins en skipulag hafnarsvæðis skal einnig miðast við þarfir hafnar eins og segir í Hafnalögum nr. 61 frá árinu 2003:

II. kafli. Skipulag hafnarsvæða og hafnarmannvirki.
 5. gr. Skipulag hafnarsvæðis og leyfi til mannvirkjagerðar.
Skipulag hafnarsvæðis skal miðast við þarfir hafnar. Hafnarstjórn gerir tillögu um skipulag hafnarsvæðis til skipulagsnefndar eða sveitarstjórnar að höfðu samráði við [Vegagerðina] um gerð þess. Viðkomandi sveitarstjórn veitir framkvæmdaleyfi fyrir nýjum hafnarmannvirkjum. Engin mannvirkjagerð má fara fram á hafnarsvæði nema með samþykki viðkomandi hafnarstjórnar. Ef leyfi til mannvirkjagerðar er eigi notað innan tveggja ára frá veitingu þess fellur það úr gildi. 

Frekari upplýsingar um skipulag almennt og gildandi deiliskipulag má finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar http://www.skipulag.is/

Akranes

Upplýsingar um skipulagsmál á Akranesi má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins 

Borgarnes

Upplýsingar um skipulagsmál í Borgarbyggð má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins

Grundartangi

Upplýsingar um skipulagsmál í Hvalfjarðarsveit má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins 

Gamla höfnin

Upplýsingar um skipulagsmál í Reykjavík má nálgast á heimasíðu borgarinnar

Hægt er að skoða gildandi aðalskipulag Reykjavíkur og deiliskipulagsáætlanir í skipulagssjá Reykjavíkurborgar

Sundahöfn

Upplýsingar um skipulagsmál í Reykjavík má nálgast á heimasíðu borgarinnar

Hægt er að skoða gildandi aðalskipulag Reykjavíkur og deiliskipulagsáætlanir í skipulagssjá Reykjavíkurborgar

FaxaportsFaxaports linkedin