Faxaflóahafnir / Reykjavík harbour https://www.faxafloahafnir.is Vefsvæði Faxaflóahafna Tue, 22 Jan 2019 10:02:23 +0000 is hourly 1 https://wordpress.org/?v=4.9.5 https://www.faxafloahafnir.is/wp-content/uploads/2018/09/512x.png Faxaflóahafnir / Reykjavík harbour https://www.faxafloahafnir.is 32 32 Fyrsta farþegaskip ársins kemur í mars https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/fyrsta-farthegaskip-arsins-kemur-i-mars/ https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/fyrsta-farthegaskip-arsins-kemur-i-mars/#respond Mon, 21 Jan 2019 13:00:41 +0000 https://www.faxafloahafnir.is/?p=12420 Fyrsta farþegaskip ársins kemur til landsins föstudaginn 15. mars. Um er að ræða farþegaskipið Astoria sem siglir til Reykjavíkur og hefur viðdvöl í höfuðborginni yfir nótt. Með skipinu er áætlað að komi í kringum 550 farþegar og áætluð áhöfn eru 280 manns. Astoria er 160.1 m. langt, 21 m. breitt og 16.144 brúttótonn. Undanfarin ár hefur Magellan yfirleitt verið fyrsta farþegaskip ársins í mars en nú er það Astoria og mun skipið hafa 5 viðkomur í Reykjavík þetta árið.  Vert ber að nefna að bæði þessi farþegaskip eru gerð út af Cruise and Maritime Voyages (CMV). Aðalástæðan fyrir því að farþegaskip eru að koma á þessum tíma er aukin áhugi á norðurljósasiglingu.  Með norðurljósasiglingum opnast ný tækifæri fyrir innviði landsins og mikilvægt er að nýta á skynsaman hátt.

Árið í ár verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar skipakomur farþegaskipa og farþegafjölda hingað til lands. Alls eru áætlaðar 184 skipakomur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 189.908 farþega. Áætluð fjölgun á skipakomum er því um rúmlega  17 % milli ára og fjölgun farþega um rúmlega 24 %. Það má því segja að vægi Íslands sem viðkomustaðs fyrir farþegaskip er því að aukast og landið ásamt innviðum virðist standast væntingar.

Hér að neðan má sjá lista yfir nokkur farþegaskipa sem koma oftar en einu sinni til til landsins í sumar:

 • Ocean Dimond – 16 skipakomur
 • Star Breeze – 9 skipakomur
 • Spitsbergen – 6 skipakomur
 • N.G. Explorer – 5 skipakomur
 • Astoria – 5 skipakomur

Þau farþegaskip sem eru með flestar skipakomur á árinu eru leiðangursskip og taka þau í kringum 250 farþega. Farþegar koma yfirleitt fyrr til landsins með flugi og gista á hótelum, áður en farið er í siglingu um landið.  Leiðangusrsskip eru þau sem farþegaskip sem best er að dreifa um landið, því þau eru hentug í stærð og farþegafjöldi hentar mjög innviðum á landsbyggðinni.

Sögulegir viðburðir á árinu
Þann 19. júlí, þá verður gaman fyrir Íslendinga að fylgjast með þegar Queen Mary 2 (345 m.) kemur til Reykjavíkur en það farþegaskip er það lengsta sem komið hefur til Íslands.

Á hverju ári vakna upp ýmsar spurningar varðandi farþegaskip og munum við svara algengustu spurningunum hér að neðan:

Hverjir hafa tekjur af farþegaskipum?

 • Ríkið: Fær skatttekjur í formi vitagjalda og tollafgreiðslugjalda
 • Hafnir: Tekjur af hafna- og þjónustugjöldum
 • Þjónustuaðilar: Eru þeir aðilar sem þjónusta skipin beint
 • Skipaumboðsmenn: Sjá um að þjónusta skipið, annast samskipti við hafnir, opinbera aðila og innlenda birgja
 • Ferðaþjónustuaðilar: Skipuleggja ferðir fyrir skipafélögin
 • Rútufyrirtæki og leiðsögumenn:  Koma ferðamönnum á leiðarenda undir leiðsögn
 • Birgjar: Sjá um aðföng um borð í skipin
 • Aðrir þjónustuaðilar: Viðgerðir á ýmiskonar búnaði,skemmtikraftar, sorphirða o.þ.h.

 Á árinu 2017 skiluðu heimsóknir farþegaskipa á milli 7 og 8 milljarða eftir sig hér á landi. Um 300 heilsárs urðu þá til vegna skipanna. Mörg þessara starfa verða til á landsbyggðinni.  Nýjar tölur verða birtar fyrir árið 2018 fljótlega, en beðið er eftir niðurstöðu úr GP Wild könnun.

Hvað eyða farþegar miklu í landi?

Árið 2014 var gerð könnun á vegum GP Wild og kom þá í ljós að:

 • Meðaleyðsla farþega vegna 8 klst. stopps var 79 evrur
 • 85% farþegana var að koma í fyrsta sinn til Íslands
 • 60-70 % farþegana fara í skipulagðar ferðir
 • Áhafnarmeðlimir eyða að meðaltali 11 evrum í hverju stoppi

 Ný GP Wild könnun var framkvæmd sumarið 2018 og munu niðurstöður liggja fyrir með vorinu. Fréttatilkynning verður send út af Cruise Iceland, þegar niðurstöður liggja fyrir. Gaman er að segja frá þvi að Cruise Iceland er tilnefnt til Wave Awards 2019 fyrir góða markaðsetningu á Íslandi.

Eldsneyti 

Sú meginregla sem í gildi er kemur fram í reglugerð nr. 124 frá 2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti. Reglugerðin gildir um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti, skipadísilolíu, skipagasolíu, svartolíu og gasolíu hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands. Það ákvæði sem kveður á um heimild til notkunar er í 4. 5. og 6. grein reglugerðarinnar og helstu ákvæðin þessi og gildir um öll skip:

Í mengunarlögsögu Íslands gildir almennt sú regla að skip mega brenna svartolíu með brennisteinsinnihaldi að hámarki 3,5%.

 • Brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti, þ.m.t. svartolíu sem er notuð eða er ætluð til nota í skipum eða bátum, sem notað er hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands skal vera að hámarki 3,5% (m/m), að undanskildu eldsneyti til skipa sem nota viðurkenndar aðferðir til að draga úr losun í lokuðu kerfi.
 • Brennisteinsinnihald skipadísilolíu skal vera að hámarki 1,5% (m/m).
 • Brennisteinsinnihald skipagasolíu skal vera að hámarki 0,1% (m/m).
 • Um farþegaskip, sem taka 12 farþega eða fleiri, gilda þó aðrar reglur. þar má hámarks brennisteinsinnihald ekki fara yfir 1,5% til 1. janúar 2020, en síðan gilda lægri viðmið.
 • Þegar farþegaskip leggjast að bryggju í íslenskri höfn er slökkt á aðalvélum skipsins. Ljósavélarnar eru hins vegar áfram í gangi enda orkuþörfin mikil.
 • Öllum skipum við bryggju er skylt að nýta sér rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis ef það er mögulegt.
 • Það gildir auðvitað líka um stór skip eins og farþegaskip en dreifikerfi raforku eru því miður vanbúin til að veita slíka þjónustu enda kalla slík skip á háspennutengingar
 • Íslenskar hafnir eiga að óbreyttu enga möguleika á að fjármagna landtengingar stórra skipa án verulegrar aðstoðar ríkisins, enda um milljarða fjárfestingar að ræða.
 • Frá og með 1. janúar 2020 má brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti sem notað er hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands ekki vera meira 0,5% (m/m). Þetta mun einnig gilda um öll heimshöfin fyrir utan þau svæði sem í dag eru skilgreind mx. 0,1 % (ECA svæði).Framangreint ber með sér að frá árinu 2020 verður tæplega mögulegt að nota svartolíu nema skip séu útbúin hreinsibúnaði og sá búnaður nægi til að brennisteinsinnihald fari ekki yfir 0,5%.
 • Ísland hefur nú fullgilt viðauka VI við MARPOL samninginn og tók fullgildingin gildi 22. febrúar 2018.

Lofthreinsikerfi og úrgangur

 • Mörg farþegaskip eru með sérstakar síur til varnar því að sót berst út í andrúmsloftið.
 • Ný lofthreinsikerfi farþegaskipa hafa þá eiginleika að minnka losun brennisteinstvíoxíðs (So2) um 98 %.
 • Brennisteinstvíoxið (SO2) er algengt mengunarefni sem losnar út í umhverfið við brennslu á jarðefnaeldsneyti. Losun SO2 er langmest frá flugvélum, þar næst frá bílum en lang minnst frá skipum.
 • Sífellt fleiri farþegaskip eru útbúin sólarrafhlöðum til þess að draga úr þörfinni fyrir mengandi orkuframleiðslu.
 • Útgerðir farþegaskipa leggja metnað sinn í að skipin losi hvergi í heiminum ómeðhöndlað skólp.
 • Farþegaskip flokka allan sinn úrgang sem komið er til móttökuaðila í höfn.

Nýsköpun

 • Útgerðir farþegaskipa leggja áherslu á að endurnýja flota sinn samkvæmt bestu fáanlegri tækni.
 • Þannig verða á næstu átta árum smíðuð yfir 90 ný skip. Af þeim verða 18 knúin með náttúrugasi (LNG) og 22 þessara skipa verða sérsmíðuð fyrir heimskautasvæðin.
 • Útgerðirnar verja á annað hundrað milljörðum króna til að gera skipin umhverfisvænni, því það er orðin krafa hjá flestu löndum.
 • Spennandi möguleikar eru á að þróa nýja þjónustu og vörur fyrir farþegaskipin og gesti þeirra, auka fjölbreytni í framboði afþreyingar, skoðunarferða, hugbúnaðar og marvíslegra þjónustuþátta.
 • Þannig getur íslensk hugmyndaauðgi og nýsköpun stuðlað að enn frekari verðmæta sköpun og virðisauka þessarar ört vaxandi þjónustugreinar.

Leiðbeiningar fyrir ferðamenn

 • Þann 29. október 2018 varð Ísland hluti af starfsvæði AECO.
 • Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO) eru alþjóðleg samtök rekstraraðila leiðangursfarþegaskipa og samstarfsaðila þeirra á norðurslóðum, sem helga sig umhverfisvænum, öruggum og tillitssömum rekstri skemmtiskipa. AECO hefur um 70 alþjóðlega meðlimi – þar á meðal eru 40 skiprekendur, eigendur og stjórnendur, og 50 leiðangursdarþegaskip – og er því í forsvari fyrir meirihluta þeirra sem stunda slíkan rekstur á norðurslóðum. Meðlimir AECO sigldu með alls 26.000 farþega til Svalbarða, Grænlands, Íslands, Kanada og Frans Jósefslands árið 2018. Cruise Iceland og North Atlantic Agency á Íslandi eru meðlimir í AECO.
 • Starfssvæði samtakanna nær yfir Svalbarða, Jan Mayen, Grænland, norðurhluta Kanada og norðurskautsþjóðgarðinn í Rússlandi, sem og Ísland frá árinu 2019.
 • Samtökin hafa sett saman fjölda reglna sem meðlimum þeirra er skylt að fylgja. Þar á meðal eru reglur er varða starfsemi, dýralíf, gesti, ákveðna staði og annað.
 • Í sumar mun að öllum líkindum líta dagsins ljós fyrstu leiðbeiningarnar frá AECO fyrir Seyðisfjörð.  Þær leiðbeiningar hafa verið unnar í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu.
 • Umhverfisstofnun er þar að auki búin að gefa út leiðbeiningar fyrir Friðlandið á Hornströndum.  Hér má sjá tilmæli til ferðaþjónustuaðila.

 Hvað eru Faxaflóahafnir sf. að gera í umhverfismálum?

 • Faxaflóahafnir eru með vottað ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi síðan haustið 2017.
 • Faxaflóahafnir hafa undirritað 10 ára samstarfssamningur við Skógræktina.  Ræktaður verður skógur í nafni Faxaflóahafna í landi Klafastaða í Hvalfjarðarsveit, sem er í eigu Faxaflóahfna sf. Áætlað er að planta í kringum 1-3 hektara ár hvert til að kolefnisjafna útblástur frá eigin starfsemi.
 • Langflest farþegaskip með viðurkennt umhverfisstjórnunarkerfi njóta afsláttar af úrgangsgjaldi Faxaflóahafna sf.
 • Í samþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025.
 • Landtengingar draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og annari mengun frá skipum í höfn. Árið 2016 var öllum þeim skipum sem geta tengst við höfn gert skylt að gera svo hjá Faxaflóahöfnum.
 • Ekki er hægt að landtengja farþegaskip eins og staðan er í dag.  Landtengingar farþegaskipa kalla á sér lausn vegna orkuþarfa (háspenna).
 • Faxaflóahafnir og Hafnasamband Íslands hafa skrifað undir áskorun The Arctic commitment um bann við notkun á svartolíu í Norðurhöfum.
 • Faxaflóahafnir sf. og Hafnasamband Íslands hafa skorað á íslensk stjórnavöld að fullgilda Viðauka VI í Marpol samningnum að taka um ECA svæði (Emission control area) innan efnahagslögsögu Íslands. Ísland hefur nú fullgilt viðauka VI við MARPOL samninginn og tókfullgildingin gildi 22. febrúar 2018.
 • Faxaflóahafnir sf. eru eitt 130 fyrirtækja á Íslandi sem hafa skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (Parísarsamkomulagið, COP21)
 • Faxaflóahafnir sf. hafa haldið grænt bókhald frá árinu 2006. Í grænu bókhaldi eru eftirfarandi þættir vaktaðir:
  – Raforka (eigin notkun og sala),
  – Heitt og kalt vatn (eigin notkun og sala),
  – Eldsneytisnotkun eigin tækja og losun gróðurhúsalofttegunda,
  – Pappírsnotkun á hvern starfsmann,
  – Úrgangur og spilliefni, bæði frá starfsemi Faxaflóahafna sf. og annarrar starfsemi á hafnarsvæðinu ásamt úrgangi frá skipum,
  – Mengunaróhöpp sem eru tilkynningarskyld,
  – Dýpkun hafna og ráðstöfun dýpkunarefna,
  – Landfyllingar á hafnarsvæðum.
 • Faxaflóahafnir sf. hafa haldið útstreymisbókhald frá árinu 2017. Bókhaldið byggir á þeirri forsendu að útblástur skipa er reiknaður frá því að það kemur inn fyrir hafnarmörkin þangað til það fer út fyrir hafnarmörk aftur. Útblásturinn er því reiknaður bæði við siglingu skipa innan hafnar og við bryggju.

]]>
https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/fyrsta-farthegaskip-arsins-kemur-i-mars/feed/ 0
Til leigu verslunarrými í verðbúðunum Geirsgötu https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/til-leigu-verslunarrymi-i-verdbudum-geirsgotu/ https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/til-leigu-verslunarrymi-i-verdbudum-geirsgotu/#respond Fri, 18 Jan 2019 08:21:56 +0000 https://www.faxafloahafnir.is/?p=12411

]]>
https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/til-leigu-verslunarrymi-i-verdbudum-geirsgotu/feed/ 0
Tvö þjónustuhús og stálgrindarhús með segldúk https://www.faxafloahafnir.is/is/utbodsverk/utbodsauglysingar/tvo-thjonustuhus-og-stalgrindarhus-med-seglduk/ https://www.faxafloahafnir.is/is/utbodsverk/utbodsauglysingar/tvo-thjonustuhus-og-stalgrindarhus-med-seglduk/#respond Mon, 14 Jan 2019 11:11:32 +0000 https://www.faxafloahafnir.is/?p=12396

]]>
https://www.faxafloahafnir.is/is/utbodsverk/utbodsauglysingar/tvo-thjonustuhus-og-stalgrindarhus-med-seglduk/feed/ 0
Nýr dráttarbátur verður frá Damen Shipy­ards í Hollandi https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/nyr-drattarbatur-verdur-fra-damen-shipy%c2%adards-i-hollandi/ https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/nyr-drattarbatur-verdur-fra-damen-shipy%c2%adards-i-hollandi/#respond Sat, 12 Jan 2019 09:02:43 +0000 https://www.faxafloahafnir.is/?p=12390 Í nóvember gerðu átta skipa­smíðastöðvar til­boð í smíði á nýj­um drátt­ar­báti fyr­ir Faxa­flóa­hafn­ir sf. Beðið var um tilboð í dráttarbát sem væri 32-35 m langur og með 80 tonna togkraft áfram og afturábak. Dráttarbátur á að afhendast eigi síðar en 15. ágúst 2020.

Í gær samþykti stjórn Faxa­flóa­hafna á stjórnarfundi að heim­ila hafnarstjóra, Gísla Gísla­syni, að ganga frá smíðasamn­ingi á nýj­um drátt­ar­báti sam­kvæmt til­boði Damen Shipy­ards í Hollandi.

Tilboð voru metin á eftifarandi hátt:
–  50 % mið af tæknilegum atriðum (umhverfisleg fótspor, rekstarkostnaður)
–  50 % af fyrri reynslu af smíði sambætilegra báta.

Ákvörðun var gerð á grund­velli niður­stöðumats ráðgjafa og óháðs aðila á fyr­ir­liggj­andi til­boðum.

]]>
https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/nyr-drattarbatur-verdur-fra-damen-shipy%c2%adards-i-hollandi/feed/ 0
Fundur nr. 176 https://www.faxafloahafnir.is/is/fundargerdir/fundir-2019/fundur-nr-176/ https://www.faxafloahafnir.is/is/fundargerdir/fundir-2019/fundur-nr-176/#respond Fri, 11 Jan 2019 13:28:21 +0000 https://www.faxafloahafnir.is/?p=12351 Ár 2019, föstudaginn 11. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Örn Þórðarson
Valgerður Sigurðardóttir
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
María Júlía Jónsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Júlíus Víðir Guðnason

Auk þess sátu fundinn:
Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Kynning á starfsemi endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar.
Mættir á fundinn frá Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar: Lárus Finnbogason og Sigrún Guðmundsdóttir. Þau fóru yfir verksvið nefndarinnar og þá þætti sem lúta að eftirliti og samskiptum við Ytri endurskoðendur og stjórn fyrirtækisins.

2. Tilboð í dráttarbát. Niðurstaða mats á tilboðum. Minnisblað yfirhafnsögumanns dags. 8.1.2019.
Á grundvelli niðurstöðu mats ráðgjafa og óháðs aðila á fyrirliggjandi tilboðum er hafnarstjóra heimilað að ganga frá smíðasamningi á nýjum dráttarbáti samkvæmt tilboði Damen Shipyards.

3. Endurskoðaðar starfsreglur stjórnar.
Hafnarstjórn staðfestir reglurnar og staðfestir þær með undirritun sinni.

4. Dómur í máli Hagtaks gegn Faxaflóahöfnum sf.
Farið var yfir meginforsendur niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Hafnarstjórn fellst á það mat lögmanns að Faxaflóahafnir sf. hafi ekki frumkvæði að áfrýjun málsins.

5. Beiðni Hollvinasamtaka Magna ódags. um styrk til kaupa á vél í bátinn.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 2.000.000 með því skilyrði að önnur fjármögnun gangi eftir.

6. Uppfærsla á skipuriti Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjórn staðfestir skipuritið.

7. Bréf Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. dags. 2.1.2019 þar sem boðað er til hluthafafundar félagsins og Spalar ehf. um samruna eignarhaldsfélagsins og Spalar ehf.
Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum.

8. Fornleifaskrá og húsakönnun Borgarminjasafns dags. 2018, vegna Héðinsgötu, Köllunarklettsvegar, Sundagarða og Sæbrautar.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir megin niðurstöðum könnunarinnar.

9. Gjaldskrármál.
Hafnarstjóri fór yfir atriði varðandi gjaldskrármál og feril álagningar vörugjalda.

10. Önnur mál.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45

]]>
https://www.faxafloahafnir.is/is/fundargerdir/fundir-2019/fundur-nr-176/feed/ 0
Skipakomur og stærð skipa árið 2018 https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/aukning-milli-ara-i-skipakomum-og-staerd-skipa-2018/ https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/aukning-milli-ara-i-skipakomum-og-staerd-skipa-2018/#respond Thu, 10 Jan 2019 13:59:04 +0000 https://www.faxafloahafnir.is/?p=12341 Nú er árið 2019 gengið í garð og því gott að fara yfir liðið ár. Faxaflóahafnir sf. hafa gert það að vana sínum að halda utan um yfirlit um skipakomur, tegundir skipa og stærð þeirra. Á árinu 2018 komu samtals 1.475 skip. Ef við berum tölur ársins 2018 saman við tölur 2017, þá var fækkun um 41 skipakomu milli ára eða rúmlega 3 %. Mest var aukningin á árinu 2018 í komu farþegaskipa eða um rúmlega 12%. Um 4% aukning varð síðan á skipakomum tankskipa og 3 % aukning í rannsóknar- og varðskipa. Hins vegar fækkaði mest í skipakomum annarra skipa ( (þ.e. skútur, snekkjur og skip sem flokkast ekki undir neðangreindar tegundir) eða um rúmlega 22%. Skipakomum fiskiskipa fækkaði um 8 % og flutningaskip um 2 %.

Ef við skoðum hins vegar nánar samtals brúttótonnatölu skipa sem koma til Faxaflóahafna, þá er sjáanlegur munur milli ára. Á árinu 2017 komu skip að stærð 11.218.860 brúttótonn til hafna Faxaflóahafna. Hins vegar varð aukning á árinu 2018, en þá var heildarstærðin kominn upp í 12.143.107 brúttótonn.

Hér að neðan má sjá þróunina á skipakomum frá árinu 2010 til 2018:

a) Fjöldi skipa

b) Samanlögð stærð

c) Skipakomur fyrir árið 2018, sundurliðaðar eftir mánuðum.

]]>
https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/aukning-milli-ara-i-skipakomum-og-staerd-skipa-2018/feed/ 0
175. fundur https://www.faxafloahafnir.is/is/fundargerdir/fundir-2018/175-fundur/ https://www.faxafloahafnir.is/is/fundargerdir/fundir-2018/175-fundur/#respond Fri, 14 Dec 2018 13:43:37 +0000 https://www.faxafloahafnir.is/?p=12288 Ár 2018, föstudaginn 14. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Örn Þórðarson
Valgerður Sigurðardóttir
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen

Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Júlíus Víðir Guðnason

Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Austurbakki – Miðbakki – rýmisþarfir og skipulag. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 7.12.2018.
Gerð var grein fyrir stöðu mála og vinnu framundan varðandi skipulag á Austurbakka og Miðbakka. Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir tilnefningu fulltrúa Reykjavíkurborgar til að vinna að gerð tillagana með fulltrúa Faxaflóahafna sf.

2. Tilboð í smíði dráttarbáts.
Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumaður tók sæti á fundinum undir þessum lið. Gerð var grein fyrir stöðu málsins og vinnu við mat á fyrirliggjandi tilboðum. Málið verður tekið að nýju fyrir á næsta fundi stjórnar.

3. Beiðni Hollvinasamtaka Magna ódags. um styrk til kaupa á vél í bátinn.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara um málið.

4. Minnisblað forstöðumanns tæknideildar dags. 10.12.2018 og skipulagsfulltrúa dags. 7.12.2018 um útboð söluhýsa við Ægisgarð og framkvæmdir við flotbryggjur í Suðurbugt og Vesturbugt.
Farið var yfir tillögu að tilhögun útboðs og framkvæmda. Samþykkt að gert verði ráð fyrir almenningssalerni á svæðinu.

5. Endurskoðun starfsreglna stjórnar.
Vísað til næsta fundar.

6. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Sinus fasteignir kt. 641116-0170 um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Grandagarði 1A, Reykjavík. Fastanúmer 200-0179. Kaupandi Reykjavíkurborg- eignasjóður kt. 530269-7609.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið er frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemin sé í samræmi við deiliskipulag.

7. Drög að dagsetningum funda stjórnar árið 2019.
Lagt fram.

8. Starfsmannamál.
Hafnarstjóri fór yfir starfsmannamál.

Fleira ekki gert
fundi slitið kl. 10:40

]]>
https://www.faxafloahafnir.is/is/fundargerdir/fundir-2018/175-fundur/feed/ 0
Farþegatölur 2018 https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/farthegatolur-2018/ https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/farthegatolur-2018/#respond Tue, 11 Dec 2018 09:14:36 +0000 https://www.faxafloahafnir.is/?p=12264 Nú er árið 2018 senn á enda og því gott að gera upp árið í komum farþegaskipa. Alls voru 152 skipakomur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 144.658 farþega. Fjölgun á skipakomum var því um rúmlega 12 % milli ára og fjölgun farþega um rúmlega 13 %. Færslur innan hafnarsvæðis, frá Reykjavík til Akraness, eru ekki taldar sérstaklega og eru ekki inni í skipakomutölum.

Rauntölur liggja nú fyrir og eru sem hér segir:

Á hverju ári vakna upp ýmsar spurningar varðandi farþegaskip og munum við svara algengustu spurningunum hér að neðan:

Hverjir hafa tekjur af farþegaskipum?

 • Ríkið: Fær skatttekjur í formi vitagjalda og tollafgreiðslugjalda
 • Hafnir: Tekjur af hafna- og þjónustugjöldum
 • Þjónustuaðilar: Eru þeir aðilar sem þjónusta skipin beint
 • Skipaumboðsmenn: Sjá um að þjónusta skipið, annast samskipti við hafnir, opinbera aðila og innlenda birgja
 • Ferðaþjónustuaðilar: Skipuleggja ferðir fyrir skipafélögin
 • Rútufyrirtæki og leiðsögumenn:  Koma ferðamönnum á leiðarenda undir leiðsögn
 • Birgjar: Sjá um aðföng um borð í skipin
 • Aðrir þjónustuaðilar: Viðgerðir á ýmiskonar búnaði,skemmtikraftar, sorphirða o.þ.h.

 Reikna má að árið í fyrra skilji heimsóknir farþegaskipa á milli 7 og 8 milljarða eftir sig hér á landi. Um 300 heilsárs störf verða til vegna skipanna. Mörg þessara starfa verða til á landsbyggðinni.

Hvað eyða farþegar miklu í landi?

Árið 2014 var gerð könnun á vegum GP Wild og kom þá í ljós að:

 • Meðaleyðsla farþega vegna 8 klst. stopps var 79 evrur
 • 85% farþegana var að koma í fyrsta sinn til Íslands
 • 60-70 % farþegana fara í skipulagðar ferðir
 • Áhafnarmeðlimir eyða að meðaltali 11 evrum í hverju stoppi

 Ný GP Wild könnun var framkvæmd sumarið 2018 og munu niðurstöður liggja fyrir á nýju ári. Fréttatilkynning verður send út af Cruise Iceland, þegar niðurstöður liggja fyrir. Gaman er að segja frá þvi að Cruise Iceland er tilnefnt til Wave Awards 2019 fyrir góða markaðsetningu á Íslandi.

Eldsneyti 

Sú meginregla sem í gildi er kemur fram í reglugerð nr. 124 frá 2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti. Reglugerðin gildir um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti, skipadísilolíu, skipagasolíu, svartolíu og gasolíu hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands. Það ákvæði sem kveður á um heimild til notkunar er í 4. 5. og 6. grein reglugerðarinnar og helstu ákvæðin þessi og gildir um öll skip:

Í mengunarlögsögu Íslands gildir almennt sú regla að skip mega brenna svartolíu með brennisteinsinnihaldi að hámarki 3,5%.

 • Brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti, þ.m.t. svartolíu sem er notuð eða er ætluð til nota í skipum eða bátum, sem notað er hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands skal vera að hámarki 3,5% (m/m), að undanskildu eldsneyti til skipa sem nota viðurkenndar aðferðir til að draga úr losun í lokuðu kerfi.
 • Brennisteinsinnihald skipadísilolíu skal vera að hámarki 1,5% (m/m).
 • Brennisteinsinnihald skipagasolíu skal vera að hámarki 0,1% (m/m).
 • Um farþegaskip, sem taka 12 farþega eða fleiri, gilda þó aðrar reglur. þar má hámarks brennisteinsinnihald ekki fara yfir 1,5% til 1. janúar 2020, en síðan gilda lægri viðmið.
 • Þegar farþegaskip leggjast að bryggju í íslenskri höfn er slökkt á aðalvélum skipsins. Ljósavélarnar eru hins vegar áfram í gangi enda orkuþörfin mikil.
 • Öllum skipum við bryggju er skylt að nýta sér rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis ef það er mögulegt.
 • Það gildir auðvitað líka um stór skip eins og farþegaskip en dreifikerfi raforku eru því miður vanbúin til að veita slíka þjónustu enda kalla slík skip á háspennutengingar
 • Íslenskar hafnir eiga að óbreyttu enga möguleika á að fjármagna landtengingar stórra skipa án verulegrar aðstoðar ríkisins, enda um milljarða fjárfestingar að ræða.
 • Frá og með 1. janúar 2020 má brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti sem notað er hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands ekki vera meira 0,5% (m/m). Þetta mun einnig gilda um öll heimshöfin fyrir utan þau svæði sem í dag eru skilgreind mx. 0,1 % (ECA svæði).Framangreint ber með sér að frá árinu 2020 verður tæplega mögulegt að nota svartolíu nema skip séu útbúin hreinsibúnaði og sá búnaður nægi til að brennisteinsinnihald fari ekki yfir 0,5%.
 • Ísland hefur nú fullgilt viðauka VI við MARPOL samninginn og tók fullgildingin gildi 22. febrúar 2018.

Lofthreinsikerfi og úrgangur

 • Mörg farþegaskip eru með sérstakar síur til varnar því að sót berst út í andrúmsloftið.
 • Ný lofthreinsikerfi farþegaskipa hafa þá eiginleika að minnka losun brennisteinstvíoxíðs (So2) um 98 %.
 • Brennisteinstvíoxið (SO2) er algengt mengunarefni sem losnar út í umhverfið við brennslu á jarðefnaeldsneyti. Losun SO2 er langmest frá flugvélum, þar næst frá bílum en lang minnst frá skipum.
 • Sífellt fleiri farþegaskip eru útbúin sólarrafhlöðum til þess að draga úr þörfinni fyrir mengandi orkuframleiðslu.
 • Útgerðir farþegaskipa leggja metnað sinn í að skipin losi hvergi í heiminum ómeðhöndlað skólp.
 • Farþegaskip flokka allan sinn úrgang sem komið er til móttökuaðila í höfn.

Nýsköpun

 • Útgerðir farþegaskipa leggja áherslu á að endurnýja flota sinn samkvæmt bestu fáanlegri tækni.
 • Þannig verða á næstu átta árum smíðuð yfir 90 ný skip. Af þeim verða 18 knúin með náttúrugasi (LNG) og 22 þessara skipa verða sérsmíðuð fyrir heimskautasvæðin.
 • Útgerðirnar verja á annað hundrað milljörðum króna til að gera skipin umhverfisvænni, því það er orðin krafa hjá flestu löndum.
 • Spennandi möguleikar eru á að þróa nýja þjónustu og vörur fyrir farþegaskipin og gesti þeirra, auka fjölbreytni í framboði afþreyingar, skoðunarferða, hugbúnaðar og marvíslegra þjónustuþátta.
 • Þannig getur íslensk hugmyndaauðgi og nýsköpun stuðlað að enn frekari verðmæta sköpun og virðisauka þessarar ört vaxandi þjónustugreinar.

Leiðbeiningar fyrir ferðamenn

 • Þann 29. október 2018 varð Ísland hluti af starfsvæði AECO.
 • Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO) eru alþjóðleg samtök rekstraraðila leiðangursfarþegaskipa og samstarfsaðila þeirra á norðurslóðum, sem helga sig umhverfisvænum, öruggum og tillitssömum rekstri skemmtiskipa. AECO hefur um 70 alþjóðlega meðlimi – þar á meðal eru 40 skiprekendur, eigendur og stjórnendur, og 50 leiðangursdarþegaskip – og er því í forsvari fyrir meirihluta þeirra sem stunda slíkan rekstur á norðurslóðum. Meðlimir AECO sigldu með alls 26.000 farþega til Svalbarða, Grænlands, Íslands, Kanada og Frans Jósefslands árið 2018. Cruise Iceland og North Atlantic Agency á Íslandi eru meðlimir í AECO.
 • Starfssvæði samtakanna nær yfir Svalbarða, Jan Mayen, Grænland, norðurhluta Kanada og norðurskautsþjóðgarðinn í Rússlandi, sem og Ísland frá árinu 2019.
 • Samtökin hafa sett saman fjölda reglna sem meðlimum þeirra er skylt að fylgja. Þar á meðal eru reglur er varða starfsemi, dýralíf, gesti, ákveðna staði og annað

 Hvað eru Faxaflóahafnir sf. að gera í umhverfismálum?

 • Faxaflóahafnir eru með vottað ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi síðan haustið 2017.
 • Faxaflóahafnir hafa undirritað 10 ára samstarfssamningur við Skógræktina.  Ræktaður verður skógur í nafni Faxaflóahafna í landi Klafastaða í Hvalfjarðarsveit, sem er í eigu Faxaflóahfna sf. Áætlað er að planta í kringum 1-3 hektara ár hvert til að kolefnisjafna útblástur frá eigin starfsemi.
 • Langflest farþegaskip með viðurkennt umhverfisstjórnunarkerfi njóta afsláttar af úrgangsgjaldi Faxaflóahafna sf.
 • Í samþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025.
 • Landtengingar draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og annari mengun frá skipum í höfn. Árið 2016 var öllum þeim skipum sem geta tengst við höfn gert skylt að gera svo hjá Faxaflóahöfnum.
 • Ekki er hægt að landtengja farþegaskip eins og staðan er í dag.  Landtengingar farþegaskipa kalla á sér lausn vegna orkuþarfa (háspenna).
 • Faxaflóahafnir og Hafnasamband Íslands hafa skrifað undir áskorun The Arctic commitment um bann við notkun á svartolíu í Norðurhöfum.
 • Faxaflóahafnir sf. og Hafnasamband Íslands hafa skorað á íslensk stjórnavöld að fullgilda Viðauka VI í Marpol samningnum að taka um ECA svæði (Emission control area) innan efnahagslögsögu Íslands. Ísland hefur nú fullgilt viðauka VI við MARPOL samninginn og tókfullgildingin gildi 22. febrúar 2018.
 • Faxaflóahafnir sf. eru eitt 130 fyrirtækja á Íslandi sem hafa skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (Parísarsamkomulagið, COP21)
 • Faxaflóahafnir sf. hafa haldið grænt bókhald frá árinu 2006. Í grænu bókhaldi eru eftirfarandi þættir vaktaðir:
  – Raforka (eigin notkun og sala),
  – Heitt og kalt vatn (eigin notkun og sala),
  – Eldsneytisnotkun eigin tækja og losun gróðurhúsalofttegunda,
  – Pappírsnotkun á hvern starfsmann,
  – Úrgangur og spilliefni, bæði frá starfsemi Faxaflóahafna sf. og annarrar starfsemi á hafnarsvæðinu ásamt úrgangi frá skipum,
  – Mengunaróhöpp sem eru tilkynningarskyld,
  – Dýpkun hafna og ráðstöfun dýpkunarefna,
  – Landfyllingar á hafnarsvæðum.
 • Faxaflóahafnir sf. hafa haldið útstreymisbókhald frá árinu 2017. Bókhaldið byggir á þeirri forsendu að útblástur skipa er reiknaður frá því að það kemur inn fyrir hafnarmörkin þangað til það fer út fyrir hafnarmörk aftur. Útblásturinn er því reiknaður bæði við siglingu skipa innan hafnar og við bryggju.
]]>
https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/farthegatolur-2018/feed/ 0
Tilboð opnuð í smíði á nýjum dráttarbát https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/tilbod-opnud-i-smidi-a-nyjum-drattarbat/ https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/tilbod-opnud-i-smidi-a-nyjum-drattarbat/#respond Thu, 22 Nov 2018 11:28:05 +0000 https://www.faxafloahafnir.is/?p=12252

]]>
https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/tilbod-opnud-i-smidi-a-nyjum-drattarbat/feed/ 0
174. fundur https://www.faxafloahafnir.is/is/fundargerdir/fundir-2018/174-fundur/ https://www.faxafloahafnir.is/is/fundargerdir/fundir-2018/174-fundur/#respond Mon, 12 Nov 2018 12:55:56 +0000 https://www.faxafloahafnir.is/?p=12232 Ár 2018, föstudaginn 9. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í stjórnsýsluhúsinu á Akranesi að Stillholti 16-18 og hófst fundurinn kl. 08:30 í Reykjavík, en var fram haldið á Akranesi.

 

Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir
Örn Þórðarson
Daníel Ottesen
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson

Áheyrnarfulltrúar:

Júlíus Víðir Guðnason
Ólafur Adolfsson

Auk þess sátu fundinn:  Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Jón Þorvaldsson aðstoðarhafnarstjóri, Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstradeildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

 1. Boð um aðalfund Þróunarfélags Grundartanga ehf. sem verður haldinn 16. nóvember kl. 15:00 í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar.

Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum.  Hafnarstjórn tilnefnir Örn Þórðarson í stjórn félagsins og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur til vara.

 1. Bréf Borgarbyggðar dags. 15.8.2018 varðandi kjör í stjórn Faxaflóahafna.

Hafnarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar eigenda Faxaflóahafna sf.

 1. Bréf Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. dags. 24.10.2018 varðandi afhendingu Hvalfjarðarganga og útgreiðslu hlutafjár og arðs til hluthafa.

Lagt fram.

 1. Rekstraruppgjör janúar til og með september 2018.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu rekstrar og framkvæmda.

 1. Bréf frá Mörkin – lögmannsstofa f.h. Sindraportsins hf. dags. 17.10.2018 áform um framkvæmdir á lóðinni nr. 7 við Klettagarða, Reykjavík.

Lagt fram.  Hafnarstjórn samþykkir að byggingarnefndarteikningum sem falla að gildandi deiliskipulagi fyrir byggingu að Klettagörðum 7 verði skilað fyrir árslok og að þeim fylgi tímasett framkvæmdaáætlun.

 1. Bréf Umhverfisstofnunar dags. 25.10.2018 þar sem kynnt eru áform um friðun Akureyjar og frestur gefinn til að skila athugasemdum.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við friðun Akureyjar, en samþykkir að minnisblað aðstoðarhafnarstjóra verði sent Umhverfisstofnun.

 1. Forkaupsréttarmál:
  1. Erindi IP Einarhald hf. kt. 590399-2649 um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 29, Reykjavík. Fastanúmer 230-5463.  Kaupandi Löður ehf kt.  580912-0280.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið verði frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um ákvæði um lóðarleigusamning og deiliskipulag.

 1. Beiðni Hollvinasamtaka Magna ódags. um styrk til kaupa á vél í bátinn.

Afgreiðslu frestað.

 1. Fundargerð málþings Faxaflóahafna sf. þriðjudaginn 30.10.2018.

Á málþinginu komu m.a. fram ábendingar frá útgerðum smábáta í Reykjavík um aðstöðumál og fleira. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að láta vinna könnun á þörfum og aðstöðu smábátútgerða í Reykjavík og á Akranesi sem verða megi til að styrkja þennan útgerðarmáta.  Í Reykjavík verði m.a. spurt um hvort viðlega smábátaútgerða í Vesturbugt sé æskilegur staður fyrir smábátaútgerð.

 1. Starfsdagur stjórnar:

Hafnarstjórn fór í vettvangsskoðun í Gömlu höfnina, Sundahöfn, Grundartanga og á Akranes.  Á Akranesi var auk dagskrárliða stjórnarfundar farið yfir ýmis atriði varðandi neðangreind mál.

 1. Gjaldskrármál.
 2. Eigendastefna Faxaflóahafna sf. – starfsreglur stjórnar.
 3. Innri endurskoðun.
 4. Skipulag Sundahafnar, hafnabakki utan Klepps – Klettagarðar – Hafnarhúsið.
 5. Sævarhöfði – Björgun.

Fleira ekki gert,

Fundi slitið kl. 16:00

]]>
https://www.faxafloahafnir.is/is/fundargerdir/fundir-2018/174-fundur/feed/ 0