Nú líður að lokum framkvæmda við söluhús á Ægisgarði og nú í morgun var Special Tours afhent hús til afnota.  Í september verður framkvæmdum lokið og þá verður unnt að afhenda öðrum afnotahöfum sín hús.  Á myndinni má sjá Hilmar Steafánsson taka við húsinu úr hendi Guðmundar Eiríkssonar, verkfræðings, en með honum eru þeir hafnarstjórarar Magnús Þór Ásmundsson og Gísli Gíslason.