Nú liggja fyrir tölur um landaðan afla hjá Faxaflóahöfnum sf. fyrir árið 2017. Heildarafli fyrir árið 2017 var 118.915 tonn en árið 2016 var aflinn 112.361 tonn og er því um aukningu að ræða milli ára sem nemur 6.500 tonnum eða tæp 6%. Landaður afli í Reykjavík er um 6.900 tonnum minni á milli ára og vegur þar þyngst minni löndun á uppsjávarfiski og botnfiski. Hins vegar eykst aflamagn á Akranesi verulega á milli ára og vegur þar þyngst aukning á uppsjávarfiski.

FaxaportsFaxaports linkedin