Sem kunnugt er var Magna siglt til Rotterdam þar sem ýmis atriði þarf að lagfæra í bátnum.  Ráðgert var að endurbótum yrði lokið í lok ágústmánaðar, en þar sem ákvörðun hefur verið að tekin um að setja nýtt framspil í bátinn þá er áætlað að lúka lagfæringum í lok október þannig að báturinn verður ekki kominn til landsins aftur fyrr en í nóvembermánuði.  Á meðan leggur Damen til annan dráttarbát, Phoenix, sem er með 61 tonna dráttargetu og verður sá bátur væntanlega kominn til landsins um mánaðarmótin.  Ýmis atriði þarf að lagfæra í Magna en framspil og afrétting véla veigamest.  Önnur verkefni ættu að vera lokið á fyrri hluta september. Klössunarfyrirtækið Lloyds verðu fegnið til að fylgjst með lagfæringum á Magna, en að auki hafa yfirhafnsögumaður og yfirvélstjóri verið í Rotterdam og annast eftirlit með verkinu.  Allur kostnaður er á hendi Damen.