Ár 2016, föstudaginn 11. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 8:30.
Mættir:
Dagur B. Eggertsson
Líf Magneudóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Hildur Sverrisdóttir
Ólafur Adolfsson
Björgvin Helgason
Magnús Smári Snorrason
Varafulltrúi:
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Áheyrnarfulltrúar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Sigríður Bergmann
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Uppgjör rekstrar og framkvæmda fyrstu níu mánaði ársins 2016.
Lagt fram.
2. Samningar Faxaflóahafna sf. við Björgun ehf. dags. 11.10.2016.
Lagðir fram.
3. Lóðamál við Sævarhöfða. Afsal lóðahluta til Reykjavíkurborgar og lóðagjaldasamningur við ÞG verktaka vegna tveggja lóða við Tangabryggju.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir tilurð samninganna. Hafnarstjórn samþykkir tillöguna og heimilar hafnarstjóra að ganga frá málinu.
4. Aðgerðir vegna vinnu við bílakjallara og færslu Geirsgötu. Minnisblað og afstöðumynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum.
5. Erindi frá Hollvinasamtökum Borgarness og Björgunarsveitinni Brák dags. 25.10.2016 um styrk til þróunar loftskrúfubáts til notkunar á vatnasvæðinu við innanverðan Borgarfjörð og víðar.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
6. Tölvupóstur Péturs Ó Einarssonar dags. 6.11.2016 f.h. Snarfara þar sem spurst er fyrir um hvort Faxaflóahafnir sf. séu reiðubúnar að fjármagna og kaupa bátalyftu og leigja Snarfara.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
7. Minnisblað skipulagsfulltrúa um samkeppni um listaverk sem minnir á atvinnuþátttöku kvenna við höfnina í Reykjavík.
Hafnarstjórn samþykkir að óskað verði formlega eftir þátttöku SÍM í samkeppni um listaverk sem minni á hlut kvenna við Gömlu höfnina í Reykjavík.
8. Málþing Faxaflóahafna sf. miðvikudaginn 23. nóvember 2016. Drög að dagskrá.
Lagt fram.
9. Skipulagsmál:
a. Drög að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Klettagarðar 7. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 7.11.2016.
Hafnarstjórn leggst gegn því að landnotkun í deiliskipulagi verði breytt. Deiliskipulag við Klettagarða miðar við að þar sé verslun og þjónusta, en tillaga að breyttri landnotkun opnar fyrir starfsemi á lóðinni sem samrýmist ekki núgildandi deiliskipulagsskilmálum og nálægri starfsemi.
b. Hugmyndir eiganda Grandagarðs 14 um byggingu palls út í Vesturhöfn.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að ræða við umsækjanda um frekari útfærslu og frágang málsins.
c. Tillaga Línbergs ehf. um deiliskipulag á reit við Fiskislóð.
Umfjöllun um málið frestað.
10. Önnur mál.
a. Kveikt á Hamborgarjólatréinu laugardaginn 26. nóvember kl. 17:00
b. Hugmyndir að viðburðum í tengslum við 100 ára afmælis Gömlu hafnarinnar.
Lagt fram.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 09:45

FaxaportsFaxaports linkedin