Ár 2015, föstudaginn 13. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

S. Björn Blöndal

Líf Magneudóttir

Jónína Erna Arnardóttir

Varafulltrúar:

Sævar Óli Helgason

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Sigurður Ólafsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Ásreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2014, skýrsla endurskoðenda, ásamt greinargerð hafnarstjóra.
Til fundar mættu þeir Árni Claessen lögg. endurskoðandi og Ólafur Björnsson að auki mætti undir þessum lið Auður M. Sigurðardóttir, fjármálastjóri. Hafnarstjóri og endurskoðendur gerðu grein fyrir niðurstöðu rekstrar og framkvæmda árið 2014 og skýrslu endurskoðenda.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir ársreikninginn.
2. Bréf Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. dags., 26.2.2015, þar sem boðað er til aðalfunda félaganna þann 20. mars n.k. Ársreikningur félaganna og skýrsla stjórnar fyrir árið 2014.
Lagt fram. Samþykkt að hafnarstjóri fari með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum.
3. Drög að kaupsamningi Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar um land í Geldinganesi.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
4. Drög að samþykktum fyrir Grundartangi Þróunarfélag ehf.
Lagt fram. Stjórn Faxaflóahafna sf. leggur til við Akraneskaupstað, Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit að sveitarfélögin tilnefni fulltrúa í starfshóp sem vinni tillögur að samþykktum félagsins.
5. Tillaga að staðsetningu innsiglingarvita við Sæbraut. Minnisblað hafnarstjóra, dags. 11.3.2015. Myndir
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að leita eftir formlegu samstarfi við Reykjavíkurborg um verkefnið.
6. Tillaga um úttekt á ferlimálum á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjóra er falið að láta vinna úttekt á almennum ferlimálum á hafnasvæðum Faxaflóahafna sf.
7. Drög að samkomulagi Faxaflóahafna sf. og Hvalfjarðarsveitar varðandi lóðamál o.fl.
Hafnarstjóri fór yfir efni fyrirliggjandi draga og er honum falið að vinna áfram að málinu.
8. Lóðamál.

a. Erindi GMR endurvinnslunnar ehf., dags. 19.2.2015, varðandi yfirtöku á lóðinni Tangavegur 3, Grundartanga í eigu Járn og Blikk ehf.

b. Umsókn Guðjóns Sverris Rafnssonar, dags. 19.2.2015, um lóðina Fiskislóð 41.

Erindi GMR endurvinnslunnar ehf. er frestað til næsta fundar. Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindi Guðjóns Sverris Rafnssonar um úthlutun lóðarinnar nr. 41 við Fiskislóð. JVI situr hjá. 
9. Önnur mál.

a. Mikill fjöldi leggur leið sína um hafnarsvæðið við aðstæður sem mörgum eru ókunnar. Og mun fleiri koma nú í skammdeginu en komið hafa hingað til á þeim árstíma og eykur það á hættu á slysum.

Óskað er eftir greinargerð um það hvort öryggi vegfarenda á hafnarsvæðinu sé sem best tryggt einkum í þeirri erfiðu færð sem verið hefur í vetur. 
Fleira ekki gert.
fundi slitið kl. 11:00

FaxaportsFaxaports linkedin