Ár 2016, föstudaginn 26. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í veitingahúsinu HÖFNINNI við Suðurbugt og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Líf Magneudóttir

Björn Blöndal

Ólafur Adolfsson

Jónína Erna Arnardóttir

Varafulltrúar:

Hildur Sverrisdóttir

Elsa Yoeman

Gunnar Alexander Ólafsson

Einar Brandsson

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Ragnar Eggertsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri, Hallur Árnason, umhverfis- og öryggisfulltrúi, Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður, Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri, Auður M. Sigurðardóttir, fjármálastjóri, Helgi Laxdal, rekstrarstjóri  og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

  1. Ásreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2015, skýrsla endurskoðenda, ásamt greinargerð hafnarstjóra. Bréf endurskoðunarnefndar dags. 25.2. 2016.

Endurskoðendur þeir Árni Claessen og Ólafur Björnsson mættu á fundinn og fóru yfir ársreikninginn og endurskoðunarskýrslu. Einnig mættu Ólafur Kristinsson og Inga Björg Hjaltadóttir í Endurskoðunarnefnd.
Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn.

  1. Starfsdagur stjórnar Faxaflóahafna sf.

Farið yfir ýmis málefni Faxaflóahafna sf. samkvæmt dagskrá sem lá fyrir. Lögð fram ýmis gögn varðandi aðalskipulag hafnarsvæða Faxaflóahafna sf.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 14:00.

FaxaportsFaxaports linkedin