Ár 2017, miðvikudaginn 16. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 10:00.
Mættir:
Dagur B. Eggertsson
Líf Magneudóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Einar Brandsson
Björgvin Helgason
Marta Guðjónsdóttir
Varafulltrúi:
Árni Hjörleifsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Áheyrnarfulltrúar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Þorsteinn F. Friðbjörnsson
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Kosning varaformanns
Gerð var tillaga um Björn Blöndal og var hann samhljóða kjörinn varaformaður.
2. Skýrsla Swedish Environmental Research Institute varðandi útstreymisbókhaldi skipa sem komu til Faxaflóahafna sf. árið 2016.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir niðustöðum skýrslunnar. 
3. Erindi Eimskipa dags. 24. maí 2017, með upplýsingum um ný skip Eimskipafélagsins sem búist er við að komi árið 2019 og þar sem hvatt er til að huga að nýjum dráttarbát sem henti til að þjónusta skipin.
Hafnarstjórn þakkar fyrir upplýsingarnar og þá ábendingu sem fylgir.
4. Ný stjórn starfsmannafélags Faxaflóahafna sf. 2017-2018.
Lagt fram. 
5. Erindi dags. 30. maí 2017, varðar útboð á ytri endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg og dótturfélög innan samstæðu Reykjavíkurborgar.
Hafnarstjóra falið að tilkynna um þátttöku Faxaflóahafna sf. í útboðinu.
6. Skipulagsmál:
a. Skýrsla Mannvits (drög) um umferðarmál í Ánanaustum, Mýrargötu og Örfirisey.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir efni skýrslunnar. 
b. Fiskislóð 33-37. Kynning á hugmyndum TARK arkitekta á uppbyggingu á lóðunum.
Hafnarstjórn samþykkir að taka erindið fyrir á næsta fundi enda liggi þá fyrir formleg tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
c. Línbergsreitur, kynning á drögum ASK arkitekta á skipulagshugmyndum á reitnum.
Skipulagsfulltrúi kynnti fyrirliggjandi hugmyndir. Stjórn Faxaflóahafna sf. tekur jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir að því viðbættu að sjávarútvegi t.d. með fisk- og matarmarkaði verði gert hátt undir höfði á lóðinni. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
d. Sölu- og þjónustuhús við Vesturbugt, Ægisgarð og Miðbakka. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu á Vesturbugt auk lýsingar vegna nýs deiliskipulags Miðbakka. Lagt fram til samþykktar stjórnar.
Skipulagsfulltrúi kynnti fyrirliggjandi drög að forsögn og er honum falið að óska eftir formlegri umfjöllun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á lýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á Miðbakka.
Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi í Vesturbugt og Suðurbugt.  Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir formlegri meðferð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
MG situr hjá við afgreiðslu málsins.
7. Bréf þróunarfélagsins á Grundartanga varðandi stuðning við verkefni félagsins.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi um framlag til félagsins vegna fyrirliggjandi verkefna og verja til þess að allt að 15,0 mkr. á næstu þremur árum.
8. Lóðamál:
a. Umsókn Fraktlausna ehf. dags. 26. maí 2017, um lóð á athafnasvæði Sundahafnar undir vöruflutninga og vöruhúsastarfsemi fyrir flutningamiðlanir.
Unnið er að gerð deiliskipulags á svæðinu og því er ekki unnt að verða við erindinu.
9. Erindi Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar dags. 8. Júní 2017, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 28. Júní nk.
Hafnarstjóra falið að fara með umboð fyrirtækisins á fundinum.
10. Erindi Festi, dags. 8. Janúar 2017, varðandi beiðni um leyfi til að setja upp sjálfsafgreiðslustöð á Fiskislóð 21-25.
Ljóst er að uppsetning sjálfsafgreiðslustöðvar á eldsneyti er háð breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.  Umhverfis- og skipulagsráð hefur að svo komnu máli ekki fallist á umrædda breytingu og því hefur stjórn Faxaflóahafna sf. ekki heimild til að veita umbeðið leyfi. Erindinu vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
11. Farþegagjald vegna farþega skemmtiferðaskipa og hvalaskoðunarbáta.
Kynnt voru vinnugögn varðandi fjárfestingar í aðstöðu fyrir farþega á næstu árum.  Hafnarstjóra er falið að láta vinna nánari útfærslu og rýmisþarfir ferðaþjónustufyrirtækja ásamt kostnaðarmati og áfangaskiptingu.  Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga er ákveðið að farþegagjald fyrir árið 2018 verði kr. 185 og að innheimta þess hefjist 1. apríl 2018.
12. Önnur mál:
a. Næsti fundur stjórnar 18. ágúst kl. 09:00.
b. Hafnarstjóri gerði grein fyrir málefnum varðandi Silicor.
c. Starfsmannamál.
Fleira ekki
fundi slitið kl. 12:00

FaxaportsFaxaports linkedin