Ár 2018, föstudaginn 14. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Örn Þórðarson
Valgerður Sigurðardóttir
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen

Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Júlíus Víðir Guðnason

Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Austurbakki – Miðbakki – rýmisþarfir og skipulag. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 7.12.2018.
Gerð var grein fyrir stöðu mála og vinnu framundan varðandi skipulag á Austurbakka og Miðbakka. Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir tilnefningu fulltrúa Reykjavíkurborgar til að vinna að gerð tillagana með fulltrúa Faxaflóahafna sf.

2. Tilboð í smíði dráttarbáts.
Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumaður tók sæti á fundinum undir þessum lið. Gerð var grein fyrir stöðu málsins og vinnu við mat á fyrirliggjandi tilboðum. Málið verður tekið að nýju fyrir á næsta fundi stjórnar.

3. Beiðni Hollvinasamtaka Magna ódags. um styrk til kaupa á vél í bátinn.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara um málið.

4. Minnisblað forstöðumanns tæknideildar dags. 10.12.2018 og skipulagsfulltrúa dags. 7.12.2018 um útboð söluhýsa við Ægisgarð og framkvæmdir við flotbryggjur í Suðurbugt og Vesturbugt.
Farið var yfir tillögu að tilhögun útboðs og framkvæmda. Samþykkt að gert verði ráð fyrir almenningssalerni á svæðinu.

5. Endurskoðun starfsreglna stjórnar.
Vísað til næsta fundar.

6. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Sinus fasteignir kt. 641116-0170 um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Grandagarði 1A, Reykjavík. Fastanúmer 200-0179. Kaupandi Reykjavíkurborg- eignasjóður kt. 530269-7609.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið er frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemin sé í samræmi við deiliskipulag.

7. Drög að dagsetningum funda stjórnar árið 2019.
Lagt fram.

8. Starfsmannamál.
Hafnarstjóri fór yfir starfsmannamál.

Fleira ekki gert
fundi slitið kl. 10:40

FaxaportsFaxaports linkedin