Ár 2018, föstudaginn 14. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Örn Þórðarson
Valgerður Sigurðardóttir
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Marí Júlía Jónsdóttir
Daníel Ottesen

Varafulltrúi: Pawel Bartoszek

Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Júlíus Víðir Guðnason

Auk þess sátu fundinn: Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Drög að fjárhagsáætlun ársins 2019 , breytingu á gjaldskrá og greinargerð hafnarstjóra.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum. Samþykkt að taka áætlunina til afgreiðslu á næsta fundi stjórnar þann 21. september.

2. Söluhýsi við Ægisgarð.
a. Uppdrættir, verkáætlun og kostnaðarmat ásamt kynningu skipulagsfulltrúa dags. 12.9.2018.
b. Tillaga að reglum vegna úthlutunar söluhýsa.
Hafnarstjóri og skipulagsstjóri fóru yfir fyrirliggjandi gögn. Hafnarstjórn samþykkir að bjóða út framkvæmdir við verkefnið í samræmi við fyrirliggjandi teikningar og gögn. Gert verði ráð fyrir þeim sem nú eru með söluhús vegna hafsækinnar ferðaþjónustu á þeim stöðum sem verið hefur undanfarin ár. Afgreiðslu tillögu að reglum vegna framtíðar úthlutunar söluhýsa frestað.

3. Skipulagsmál:
a. Drög að breytingu á deiliskipulagi við Fiskislóð 16 – 32 ásamt geymslusvæði. Kynningargögn og minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 4.9. 2018.
ÓA vék sæti á meðan málið var til umfjöllunar.
Farið var yfir fyrirliggjandi gögn. Hafnarstjórn fellst á meginefni fyrirliggjandi tillögu að deiliskiplagi með fyrirvara um nánari útfærslu áfangaskiptingar framkvæmda og útlit bílastæðahúss verði deiliskipulagið samþykkt. Þá verði leitast við að draga úr bílaumferð og efla virka ferðamáta. Hafnarstjóra falið að óska eftir formlegri meðferð skipulag- og samgönguráðs um tillöguna.

b. Fyrirspurn Dalsness ehf. dags. 10.9.2018 um mögulega stækkun og breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 13 við Korngarða.
Hafnarstjóra falið að leita eftir áliti aðliggjandi lóðarhafa.

c. Drög að skýrslu KPMG um Sundahöfn.
Samþykkt að fá fulltrúa KPMG á næsta fund til að fara yfir efni skýrslunnar.

d. Skipulagsmál í Sundahöfn og við Klepp – minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 31.08.2018 um Sundabraut.
Umfjöllun frestað til næsta fundar.

e. Erindi Geirsgötu 11 ehf. ásamt fylgigögnum dags. 11.9.2018 þar sem óskað er eftir samstarfi við Faxaflóahafnir sf. um uppbyggingu á lóð fyrirtækisins m.t.t. til framtíðar þróun á Miðbakka.
Lagt fram. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að gera minnisblað um erindið.

4. Upplýsingabeiðni Samkeppniseftirlitsins til Faxaflóahafna sf. dags. 27.8.2018.
Hafnarstjóra falið að taka saman umbeðin gögn og svör.

5. Starfsmannamál:
a. Tillaga að jafnlaunastefnu.
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna.

b. Tillaga að stefnu um endurmenntun starfsmanna.
Hafnarstjórn Samþykkir tillöguna.

c. Viðauki við ráðningarsamning hafnarstjóra.
GG, JÞ, HH, JVG og GE viku af fundi þegar dagskrárliðurinn var tekinn fyrir.
Formanni falið að undirrita viðaukann.

6. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Nordic Investment Bank um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eignarhlut í Korngörðum 2, fastanúmer 201-5890, Sundabakka 6, fastanúmer 222-0132 og Sægörðum 7, fastanúmer 222-0173. Kaupandi Eimskip Ísland ehf. Kt. 421104-3520.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemin verði í samræmi við deiliskipulag og lóðalleigusamninga.

7. Útboðsgögn vegna smíði dráttarbáts ásamt minnisblaði yfirhafnsögumanns dags. 6.3. 2018.
Samþykkt að taka málið til afgreiðslu samhliða fjárhagsáætlun ársins 2019.

8. Skýrsla um atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni unnin af Árna Stein Viggóssyni í júní til ágúst 2018.
Lögð fram. Samþykkt að senda skýrsluna fyrirtækjum hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar og viðeigandi sviðum Reykjavíkurborgar.

9. Skýrsla um atvinnustarfsemi í Sundahöfn unnin af Árna Stein Viggóssyni í júní til ágúst 2018.
Lögð fram. Samþykkt að senda skýrsluna fyrirtækjum á Sundahafnarsvæðinu og viðeigandi sviðum Reykjavíkurborgar. Skýrsluhöfundi er þakkað fyrir vel unnið verk. Samþykkt að taka skýrslurnar um Gömlu höfnina og Sundahöfn til umræðu á starfsdegi stjórnar.

10. Lokun innsiglingar í Sævarhöfða. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 9.9. 2018 og bréf til skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar og Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.
Lagt fram.

11. Bréf Hafnasambands Íslands dags. 5.9. 2018 þar sem boðað er til Hafnasambandsþings og fundar um hafnir og fullveldi þjóðar á Grand hótel dagana 24. – 26. október n.k.
Lagt fram.

12. Greinargerð Reykjavíkurborgar vegna 6 mánaða uppgjörs Faxaflóahafna sf.
Lögð fram.

13. Málefni Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. Bréf stjórna félaganna til hluthafa dags. 7.9.2018.
Lagt fram. Hafnarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi lok gjaldheimtu í Hvalfjarðargögn, uppgjör við viðskiptamenn og slit félaganna.

14. Beiðni um þátttöku Faxaflóahafna sf. í gerð sjónvarpsþátta um loftslagsmál.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að afla frekari upplýsinga.

15. Önnur mál.
a. Samþykkt að hafa starfsfund stjórnar 2. nóvember n.k.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:15

FaxaportsFaxaports linkedin