Ár 2016, föstudaginn 19. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 10:00.
Mættir:

Dagur B. Eggertsson

Líf Magneudóttir

S. Björn Blöndal

Þórlaug Ágústsdóttir

Hildur Sverrisdóttir

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

Magnús Smári Snorrason

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.      Sex mánaða uppgjör Faxaflóahafna sf. (janúar til og með júní) ásamt samantekt hafnarstjóra dags. 9. ágúst 2016 og greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir meginniðurstöðum rekstrar miðað við 6 mánuði.  Hafnarstjórn samþykkir uppgjörið.

2.      Rammi að fjárhagsáætlun ársins 2017, spá um útkomu ársins, ásamt minnisblaði hafnarstjóra.

Hafnarstjóri fór yfir helstu atriði í fjárhagsramma ársins 2017.

3.      Bréf Starfsmannafélags Faxaflóahafna sf. dags. 15.8.2016 um kosningu fulltrúa starfsmanna í hafnarstjórn.

Lagt fram.

4.      Tillögur stýrihóps um stefnu og aðgerðir í málefnum miðborgar Reykjavíkur. Tillaga að umsögn.

Lagt fram.  Hafnarstjórn staðfestir umsögnina.

5.      Umsókn Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., dags. 18.7.2016, um lóð á athafnasvæði Sundahafnar undir birgðatanka fyrirtækisins.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að gera ráð fyrir lóð undir birgðatanka malbikunarstöðvarinnar í tillögum að nýtingu lands utan Klepps.

6.      Útleiga rýmis í Bakkaskemmu til Sjávarklasans. Samantekt Sjávarklasans um nýtingu og minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar dags. 16.8.2016.

Gerð var grein fyrir erindi Sjávarklasans og hugmyndum um nýtingu rýmis á neðri hæð Bakkaskemmu og áætlun um kostnað við endurbætur á húsnæðinu.

Hafnarstjóra falið að leggja drög að samningum um verkefnið.

7.      Erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar um sameiningu lóðanna Hólmaslóð 1 og Fiskislóð 37C.

Hafnarstjórn getur fallist á þá tillögu sem lögð er fram, en bent er á að lóðinni Hólmaslóð 1 hefur ekki verið formlega úthlutað til Reykjavíkurborgar. Samþykktin er gerð á þeim grundvelli að gengið verði frá formlegri úthlutun og greiðslu lóðagjalda í byrjun árs 2017.

8.      Erindi Innness ehf. um úthlutun lóðarinnar nr. 13 við Korngarða og breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. 3 við Korngarða. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags.16.8.2016.

Skipulagsfulltrúi fór yfir meginatriði erindis Innness sem ráðgerir að byggja nýja kynslóð vöruhúss á lóðinni Korngarðar 3, þar sem sjálfvirkni verður meiri en áður. Erindi Innnes varðandi lóðina felur í sér hækkun húss og breytingu á deiliskipulagi þar að lútandi.  Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti erindið og heimilar að það verði sent umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur sem ósk um deiliskipulagsbreytingu. Gangi breyting á deiliskipulagi eftir er áskilið að til komi viðbótar lóðagjald í samræmi við gjaldskrá Faxaflóahafna sf.

Hafnarstjórn samþykkir að úthluta Innnesi ehf. lóðina nr. 13 við Korngarða fyrir þá starfsemi sem gerð er grein fyrir í fyrirliggjandi gögnum.

9.      Erindi Stólpa ehf. um stækkun byggingarreits á lóð við Sægarða dags.12.8. 2016 ásamt afstöðumynd.

Í erindi Stólpa ehf. felst að breyta þurfi núverandi deiliskipulagi lóðarinnar.  Fyrir liggur að vinna þarf heildartillögu að deiliskipulagi á svæðinu utan Klepps og er erindinu vísað til þeirrar vinnu.

10.   Forkaupsréttarmál.

a. Erindi Sögu skipamiðlunar ehf., dags. 7. júlí s.l. varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 49-51 fastanr. 200-0066. Kaupendur Brynjólfur Gunnar Halldórsson, kt. 250137-2659, Hermann Gíslason, kt. 170964-5199, Hjörtur Gíslason, kt. 290458-3749 og Margrét Jónína Gísladóttir, kt. 020659-5139. Seljandi Ögurvík hf., kt. 430171-0469.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti enda verði nýting lóðar í samræmi við deiliskipulag og lóðarleigusamning.

11.   Önnur mál.

SBB gerði grein fyrir fundi eigendanefndar um málefni Faxaflóahafna sf. sem tengist eigendastefnu. Ráðgert er að halda fundinn miðvikudaginn 31. ágúst n.k.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00.

FaxaportsFaxaports linkedin