Ár 2017, föstudaginn 10. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Dagur B. Eggertsson
Líf Magneudóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Ólafur Adolfsson
Björgvin Helgason
S.Björn Blöndal
Varafulltrúi:
Árni Hjörleifsson
Áheyrnarfulltrúar:
Sigríður Bergmann
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
1. Innri endurskoðun. Viðræður við formann Endurskoðunarnefndar Reykjavíkur, Ólaf Kristinsson og fulltrúa í endurskoðunarnefnd, Ingu Björgu Hjaltadóttur.
Fulltrúar endurskoðunarnefndar fóru yfir ýmis atriði varðandi hlutverk endurskoðunarnefnda og innri endurskoðunar.  Þá var farið yfir umsögn endurskoðunarnefndar um verðkönnun  innri endurskoðun.
Hafnarstjórn samþykkir að semja við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar um innri endurskoðun.
2. Uppgjör vegna ársins 2016.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir áætlaðri niðurstöðu ársins 2016, en ársreikningur verður lagður fram til samþykktar á næsta fundi stjórnar.
3. Tillaga að endurskoðaðri umhverfisstefnu fyrir Faxaflóahafnir sf.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
4.Tillögur Yrkis að rými, gönguleiðum, þjónustureitum o.fl. frá Austurbakka að Vesturbugt.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að láta vinna drög að deiliskipulagi sem byggja á fyrirliggjandi hugmyndum Yrkis.  Samhliða því verði lögð drög að hönnun húsa, annars vegar við Ægisgarð vegna þjónustu við hafsækna ferðaþjónustu og hins vegar fjölnota þjónustuhús á Miðbakka.
Tillögurnar verði lagðar fyrir hafnarstjórn ásamt tillögu að farþegagjaldi, sem samþykkt hefur verið að verði tekið upp þann 1. janúar 2018.
5. Skipulagsmál:
a. Bréf Guðna Pálssonar arkitekts dags. 13.9.2016 vegna lóðarstærðar og byggingarmagns á Fiskislóð 45. Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 4.1.2017. Tölvupóstur frá Bjarna Kjartanssyni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins dags. 7.2.2017.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að nýtingarhlutfall lóðarinnar Fiskislóð 45 verði hækkað úr 0,55 í 0,65 þannig að unnt sé að ljúka álitaefnum gagnvart byggingafulltrúa. Lóðarhafi skal útbúa nauðsynleg gögn og leggja fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur, en minnt er á athugasemd frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um að búseta eða sala skammtímagistingar í húsinu er óheimil.   ÓA vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

b. Drög að deiliskipulagi lóðarinnar Klettagarðar 27.
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
c. Fyrirspurn eigenda Grandagarðs 1-13 um skipulag lóða og nágrennis, dags. 30.1.2017.
 Lagt fram.

d. Tillaga að breytingu aðalskipulags á Akranesi.
Lagt fram.
 e. Viti við Sæbraut – nýjar tillögur að útliti og umhverfi.
Kynntar tillögur Yrkis að umhverfi vita við Sæbraut.  Hafnarstjórn óskar eftir því að umhverfis – og skipulagsráð ljúki gerð deiliskipulags vegna insiglingarvita við Sæbraut sem fyrst.
6. Hafnarhúsið – skipulag og hugmynd að aðgerðum.
Kynntar fyrstu hugmyndir VA arkitekta að breytingum á efri hæðum Hafnarhússins. 
 7. 100 ára afmæli – drög að áætlun viðburða.
Lagt fram.
8. Minnisblað hafnarstjóra og skipulagsfulltrúa dags. 2.2.2017 varðandi fyrirkomulag samkeppni um þátt kvenna í starfsemi Gömlu hafnarinnar.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að undirbúa samkeppni um listaverk sem minni á þátt kvenna í starfsemi Gömlu hafnarinnar.  Miðað verði við að samkeppnin verði lokuð samkeppni með forvali samkvæmt reglum SÍM.
9. Drög að breytingu á samkomulagi Faxaflóahafna sf. og Landsnets frá 14.5.2012 vegna breytingar á deiliskipulagi lóðar Landsnets.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að undirrita samkomulagið.
10. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Híbýli fasteignasölu dags. 19. janúar 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta í Klettagörðum 6 fastanr. 227-2444. Kaupandi Módelhús ehf., kt. 490200-2580. Seljandi Efnissala G.E. Jóhannessonar hf. kt. 590984-0869.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti, enda verði starfsemi í samræmi við skipulag og lóðarleigusamning.
b. Fyrirspur Línbergs ehf. dags. 31. Janúar 2017, varðandi félagaform, breytinga til einföldunar og sameiningu félaga.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu á eignarhaldi fasteigna og lóða við Fiskislóð 19-32 og framsal samkomulags um lóðamál með því skilyrði að eigendur séu hinir sömu og að Faxaflóahöfnum sf.  Formlegt erindi verði sent ákveðið hefur verið að breytingin muni eiga sér.  ÓA vék af fundi.
11. Önnur mál.
a. Leiga rýma í verbúð við Geirsgötu.
Samþykkt að fela hafnarstjóra að auglýsa rýmið til leigu.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45

FaxaportsFaxaports linkedin