Ár 2015, föstudaginn 13. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Líf Magneudóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

Jónína Erna Arnardóttir

Varafulltrúi:

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Ragnar Eggertsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar  og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.      Uppgjör rekstrar og framkvæmda fyrir tímabilið janúar til og með september.

Hafnarstjóri greindi frá helstu fjárhagsstærðum í uppgjörinu.

2.      Bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 5.10.2015, um tillögu fulltrúa Skorradalshrepps um áheyrnarfulltrúa.

Lagt fram.

3.      Erindi borgarstjórans í Reykjavík, dags. 5.11.2015, um tillögu að eigendastefnu fyrir Faxaflóahafnir sf.

Lagt fram.

4.      Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 5.11.2015, varðandi olíutanka í Örfirisey.

Hafnarstjóra falið að senda fyrirliggjandi tillögu að umsögn.

JVI lagði fram eftirfarandi bókun: „Þakkað er fyrir gott yfirlit yfir forsögu málsins og góðar ábendingar. Verði tillaga um að fundin verði ný staðsetning fyrir olíubirgðastöðina samþykkt er mikilvægt að leggja þær inn í þá vinnu. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 – 20130 stendur að við heildarendurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins verði hugað að framtíðarstaðsetningu olíuhafnar. Aðalskipulagið gerir sem sagt ráð fyrir samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í þessu skyni. Heildarendurskoðun svæðisskipulags er lokið en ekki hefur verið farið í þá vinnu að finna tönkum nýjan stað en það yrði fyrsta skrefið í að endurhugsa skipulag og framtíð Örfiriseyjar.“

5.      Fundargerð 42. stjórnafundar Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf., dags. 12.10.2015.

Forstöðumaður tæknideildar greindi frá stöðu mála.

6.      Samkomulag við Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, dags. 26.10.2015, um að nefndin gegni hlutverki endurskoðunarnefndar Faxaflóahafna sf.

Hafnarstjórn staðfestir samkomulagið. Fyrir lágu drög að bréfi þar sem óskað er eftir tilboðum í innri endurskoðun Faxaflóahafna sf. Hafnarstjóra falið að senda bréfið á löggiltar endurskoðunarstofur og óska tilboða í þá vinnu.

7.      Samantekt hafnarstjóra, dags. 21.9.2015, um stöðu lóðamála Hringrásar hf. á Klettagörðum 7 og Klettagörðum 9. Bréf hafnarstjóra til Sindraportsins hf., dags. 20.10.2015. Svarbréf Sindraportsins hf., dags. 5.11.2015.

Hafnarstjórn gefur Sindraporti hf. frest til 10. janúar 2016 til að leggja fram teikningar fyrirhugaðrar byggingar ásamt verkáætlun.

8.      Skipulags- og umhverfismál.

a.  Gamla höfnin:

i.        Auglýst breyting á deiliskipulagi Hörpureits ásamt skýrslu Eflu hf. um hljóðvist í Gömlu höfninni. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra, dags. 4.11.2015.

Aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir málinu og var samþykkt að senda skiplagsráði Reykjavíkurborgar minnisblaðið ásamt framlögðum gögnum.

                       ii.        Lokaútgáfa skýrslu Eflu hf., dags. í október, um flóðvarnir fyrir Kvosina. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra, dags. 8.11.2015.

Lagt fram.

b.  Sundahöfn:

i.        Skýrsla Eflu hf., dags. í október 2015, um hljóðvist í Sundahöfn og nágrenni. Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar, dags. 5.11.2015.

Aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir skýrslunni.

                       ii.        Tillaga að bréfi til skipulagsráðs Reykjavíkur um að unnin verði forsögn vegna svonefnds Kassagerðar- og Tollvörugeymslureits.

Samþykkt að hafnarstjóri sendi skipulagsráði Reykjavíkur erindið.

c.   Grundartangi:

i.        Skýrsla Verkís hf., dags í október 2015 um lýsingu á Grundartanga. Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar, dags. 5.11.2015.

Aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir skýrslunni. Samþykkt að senda skýrsluna til kynningar umhverfis- og skipulagsnefnd Hvalfjarðarsveitar og þeim fyrirtækjum á Grundartanga sem málið varðar. Hafnarstjórn samþykkir að unnin verði tillaga um aðgerðir sem dragi sem mest úr því að lýsing beinist frá Grundartangasvæðinu.

 ii.        Umsagnir til Hvalfjarðarsveitar og Umhverfisstofnunar, dags. 20.10.2015, vegna breytingar á deiliskipulagi lóðar Norðuráls Grundartanga ehf. og auglýsingar Umhverfisstofnunar á starfsleyfi Norðuráls Grundartanga ehf.

Lagðar fram.

d.  Akranes:

i.        Gögn varðandi endurskoðun á skipulagi svonefnds Sements­verksmiðjureits á Akranesi.

Lagt fram.

9.      Lóðamál.

a.  Grundartangi:

I.        Tölvupóstur Matthíasar Matthíassonar, dags. 21.10.2015, vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð Kratusar ehf. á Grundartanga.

II.        Bréf Sigurðar Ágústssonar, f.h. GMR endurvinnslunnar ehf., dags. 9. september og 22. október 2015, vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð fyrirtækisins á Grundartanga.

Lagt fram.

b.  Gamla höfnin:

I.        Erindi Mid Atlantic Sim Center ehf., dags. 27.10.2015, varðandi lóðina Fiskislóð 37A.

Málið rætt. Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.

II.        Umsókn Skeljungs hf., dags. 5.11.2015, um lóðina Fiskislóð 41 í Vesturhöfn.

III.        Umsókn Reir ehf., dags. 26.10.2015, um lóðina Fiskislóð 37A og til vara Fiskislóð 41.

Hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um þær umsóknir sem liggja fyrir.

c.   Sundahöfn:

I.        Umsókn Vörubíla- & Vinnuvélaverkstæðisins ehf., dags. 27.10.2015, um lóð á athafnasvæði Faxaflóahafna sf. á Sundahafnarsvæðinu.

II.        Umsókn Brims hf., dags. 31.10.2015, um lóð undir sjávarútvegsstarfsemi félagsins.

Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti á fundi sínum þann 14. september s.l. að vinna heildartillögu að framtíðarskipulagi hafnarsvæða fyrirtækisins, tillögurnar verði unnar með það að markmiði að mynda grunn fyrir aðalskipulag svæðanna. Þar meðtalið er svæðið utan Klepps. Á meðan unnið verður að þessum tillögum verður því ekki unnt að úthluta lóðum á svæðinu.

LM vék af fundi.

10.   Forkaupsréttarmál.

a.  Erindi Eignamiðlunar ehf., dags. 27. október 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Klettagörðum 12 fastanr. 224-7494. Kaupandi  Vesturvör 34 ehf. kt. 570211-0560. Seljandi Sindri ehf., kt. 570269-4029.

b.  Erindi Fasteignasölunnar Mikluborgar ehf., dags.10. nóvember 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Hólmaslóð 2 fastanr. 226-1526. Seljandi Þorlákur Hilmar Morthens, kt. 031053-5799. Kaupandi Guðmundur Hafsteinsson, kt. 290875-3319 og Edda Hafsteinsdóttir, kt. 211174-4639.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra eigna með venjulegum fyrirvara um að starfsemi á lóðunum falli innan ramma gildandi deiliskipulags og lóðaleigusamninga.

11.   Önnur mál.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir atviki sem varð í Gömlu höfninni þann 2. nóvember s.l. þegar Perla sökk við Ægisgarð. Einnig gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem unnið er að við að ná skipinu upp.

Greint var frá því að málþing Faxaflóahafna sf. verði haldið miðvikudaginn 25. nóvember kl. 16:00.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30.

FaxaportsFaxaports linkedin