Ár 2018, föstudaginn 9. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í stjórnsýsluhúsinu á Akranesi að Stillholti 16-18 og hófst fundurinn kl. 08:30 í Reykjavík, en var fram haldið á Akranesi.

 

Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir
Örn Þórðarson
Daníel Ottesen
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson

Áheyrnarfulltrúar:

Júlíus Víðir Guðnason
Ólafur Adolfsson

Auk þess sátu fundinn:  Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Jón Þorvaldsson aðstoðarhafnarstjóri, Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstradeildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

  1. Boð um aðalfund Þróunarfélags Grundartanga ehf. sem verður haldinn 16. nóvember kl. 15:00 í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar.

Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum.  Hafnarstjórn tilnefnir Örn Þórðarson í stjórn félagsins og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur til vara.

  1. Bréf Borgarbyggðar dags. 15.8.2018 varðandi kjör í stjórn Faxaflóahafna.

Hafnarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar eigenda Faxaflóahafna sf.

  1. Bréf Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. dags. 24.10.2018 varðandi afhendingu Hvalfjarðarganga og útgreiðslu hlutafjár og arðs til hluthafa.

Lagt fram.

  1. Rekstraruppgjör janúar til og með september 2018.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu rekstrar og framkvæmda.

  1. Bréf frá Mörkin – lögmannsstofa f.h. Sindraportsins hf. dags. 17.10.2018 áform um framkvæmdir á lóðinni nr. 7 við Klettagarða, Reykjavík.

Lagt fram.  Hafnarstjórn samþykkir að byggingarnefndarteikningum sem falla að gildandi deiliskipulagi fyrir byggingu að Klettagörðum 7 verði skilað fyrir árslok og að þeim fylgi tímasett framkvæmdaáætlun.

  1. Bréf Umhverfisstofnunar dags. 25.10.2018 þar sem kynnt eru áform um friðun Akureyjar og frestur gefinn til að skila athugasemdum.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við friðun Akureyjar, en samþykkir að minnisblað aðstoðarhafnarstjóra verði sent Umhverfisstofnun.

  1. Forkaupsréttarmál:
    1. Erindi IP Einarhald hf. kt. 590399-2649 um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 29, Reykjavík. Fastanúmer 230-5463.  Kaupandi Löður ehf kt.  580912-0280.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið verði frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um ákvæði um lóðarleigusamning og deiliskipulag.

  1. Beiðni Hollvinasamtaka Magna ódags. um styrk til kaupa á vél í bátinn.

Afgreiðslu frestað.

  1. Fundargerð málþings Faxaflóahafna sf. þriðjudaginn 30.10.2018.

Á málþinginu komu m.a. fram ábendingar frá útgerðum smábáta í Reykjavík um aðstöðumál og fleira. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að láta vinna könnun á þörfum og aðstöðu smábátútgerða í Reykjavík og á Akranesi sem verða megi til að styrkja þennan útgerðarmáta.  Í Reykjavík verði m.a. spurt um hvort viðlega smábátaútgerða í Vesturbugt sé æskilegur staður fyrir smábátaútgerð.

  1. Starfsdagur stjórnar:

Hafnarstjórn fór í vettvangsskoðun í Gömlu höfnina, Sundahöfn, Grundartanga og á Akranes.  Á Akranesi var auk dagskrárliða stjórnarfundar farið yfir ýmis atriði varðandi neðangreind mál.

  1. Gjaldskrármál.
  2. Eigendastefna Faxaflóahafna sf. – starfsreglur stjórnar.
  3. Innri endurskoðun.
  4. Skipulag Sundahafnar, hafnabakki utan Klepps – Klettagarðar – Hafnarhúsið.
  5. Sævarhöfði – Björgun.

Fleira ekki gert,

Fundi slitið kl. 16:00

FaxaportsFaxaports linkedin