Ár 2015, föstudaginn 11. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Björn Blöndal

Þórlaug Ágústsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

Jónína Erna Arnardóttir

Varafulltrúi:

Elín Oddný Sigurðardóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Ragnar Eggertsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar  og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.      Innri endurskoðun. Bréf hafnarstjóra til endurskoðunarfyrirtækja og svör endurskoðunarstofa.
Tilboð bárust frá eftirfarandi aðilum:
Deloitte ehf., 
Ernst & Young ehf.,
Grant Thornton endurskoðun ehf.,
PricewaterhouseCoopers ehf., 
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.
Hafnarstjórn óskar eftir umsögn og áliti Endurskoðunarnefndar á tilboðunum.
2.      Samkomulag Faxaflóahafna sf. við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Eflingu stéttarfélag, Samiðn, Verkstjórasamband Íslands, Félag skipstjórnar­manna, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Verkalýðsfélag Akraness um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila, sem gildi til 31. mars 2019.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir meginefni fyrirliggjandi samninga og samþykkti stjórnin þá.
3.    Samantekt hafnarstjóra um málþing Faxaflóahafna sf. ásamt myndglærum, sem haldið var miðvikudaginn 25. nóvember sl.
Lagt fram.
4.      Lóðamál.

a.  Umsókn Brimrúnar hf., dags. 11.11.2015, um lóðina Fiskislóð 37B fyrir starfsemi félagsins.

Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.

b.  Umsókn Ögurvíkur hf., dags. 22.11.2015, um lóð í Sundahöfn fyrir starfsaðstöðu fyrirtækisins.

Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti á fundi sínum þann 14. september s.l. að vinna heildartillögu að framtíðarskipulagi hafnarsvæða fyrirtækisins, tillögurnar verði unnar með það að markmiði að mynda grunn fyrir aðalskipulag svæðanna. Þar með talið er svæðið utan Klepps. Á meðan unnið verður að þessum tillögum verður því ekki unnt að úthluta lóðum á svæðinu.

c.   Staða mála varðandi Silicor.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

d.  Staða mála varðandi Björgun ehf.

Hafnarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
5.      Forkaupsréttarmál.

a.  Erindi Remax Senter, dags. 26. nóvember 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 7 fastanr. 229-0633. Kaupandi Eyjarslóð ehf. kt. 641115-0960 Seljendur Árni Benediktsson, kt. 240464-4119 og Eiríkur Óskarsson, kt. 190445-4109.

b.  Erindi Fasteignamarkaðarins ehf., dags. 9. nóvember 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 228-4619. Kaupandi Ólafur Birgir Davíðsson, kt. 150990-2549. Seljandi Kolbrún Björgólfsdóttir, kt. 180352-4499.

c.   Erindi Fasteignamarkaðarins ehf., dags. 9. nóvember 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 228-4613. Kaupandi Bjarni Eyvinds Þrastarson, kt. 020979-3489. Seljandi Kolbrún Björgólfsdóttir, kt. 180352-4499.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra eigna með venjulegum fyrirvara um að starfsemi á lóðunum falli innan ramma gildandi deiliskipulags og lóðaleigusamninga. ÓA situr hjá.
6.      Önnur mál.

a.  Erlent samstarf.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir breytingu á aðild að erlendum samtökum hafna.

b.  Óveður þriðjudaginn 8. desember.

Hafnarstjóri sagði frá áhrifum óveðursins á mannvirki og báta.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:00

FaxaportsFaxaports linkedin