Ár 2016, miðvikudaginn 29. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

           Dagur B. Eggertsson

           Líf Magneudóttir

           Þórlaug Ágústsdóttir

           Hildur Sverrisdóttir

           Ólafur Adolfsson

           Björgvin Helgason

           Magnús Smári Snorrason

Varafulltrúi:

           Elsa Hrafnhildur Yeoman

Áheyrnarfulltrúar:

           Sigríður Bergmann

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.      Kosning varaformanns.
Tillaga var gerð um S. Björn Blöndal sem varaformann og var sú tillaga samþykkt.
2.      Aðalfundarboð Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf., þann 30. júní nk. ásamt fundargerð 45. stjórnarfundar félagsins.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fara með umboð hafnarinnar á fundinum.
3.      Fundarboð stofnfundar Grundartangi Þróunarfélag ehf., þann 30. júní nk.
Hafnarstjóra falið að fara með umboð hafnarinnar á fundinum. Líf Magneudóttir verður tilnefnd sem aðalmaður í stjórn og Hildur Sverrisdóttir varamaður.
4.      Drög að samningi Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum vegna sölu lands á Gelgjutanga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir ákvæðum samningsins og var hann samþykktur.
5.      Minnisblað skipulagsfulltrúa vegna deiliskipulagsskilmála og nýtingarhlutfall nokkurra lóða á Fiskislóð.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir þeim erindum sem lúta að breytingu á nýtingarhlutfalli lóða og er niðurstaða stjórnarinnar þessi:

a)    Fyrirspurn Lýsis hf. um skiptingu lóðarinnar Fiskilslóð 11-13 í tvær lóðir. Hafnarstjórn getur fallist á erindið fyrir sitt leyti og heimilar lóðarhafa að sækja um breytinguna til umhverfis- og skipulagssviðs.

b)    Fyrirspurn OLÍS hf. um nýtingarhlutfall lóðarinnar nr. 1 við Fiskislóð. Fyrirtækið á ónýttan byggingarrétt á lóðinni og því standa ekki efni til frekari breytinga að svo stöddu.

c)    Fyrirspurn lóðarhafa Fiskislóðar 71-73 um stækkun byggingar­reits í samræmi við deiliskipulag. Hafnarstjórn getur fallist á erindið fyrir sitt leyti og heimilar lóðarhafa að sækja um breytinguna til umhverfis- og skipulagssviðs.

d)    Fyrirspurn lóðarhafa Fiskislóðar 43 um stækkun byggingarreits í samræmi við deiliskipulag. Hafnarstjórn getur fallist á erindið fyrir sitt leyti og heimilar lóðarhafa að sækja um breytinguna til umhverfis- og skipulagssviðs.

e)    Fyrirspurn HB Granda hf. vegna stækkunar fiskmóttöku með kæli fyrir ferskan fisk. Hafnarstjórn felst á efni erindisins.

f)     Lóðin nr. 31 við Fiskislóð. Ósk um breytingu á nýtingarhlutfalli. Hafnarstjórn getur fallist á erindið fyrir sitt leyti og heimilar lóðarhafa að sækja um breytinguna til umhverfis- og skipulags­sviðs. ÞÁ víkur sæti við afgreiðslu málsins.

6.      Erindi S.K.Ó. ehf., dags. 8.6.2016, varðandi hækkun nýtingarhlutfalls á lóðinni Fiskislóð 27.
Hafnarstjórn getur fallist á erindið fyrir sitt leyti og heimilar lóðarhafa að sækja um breytinguna til umhverfis- og skipulagssviðs. Verði breytingin samþykkt skal aukinn byggingarréttur gjaldtekinn í samræmi við reglur Faxaflóahafna sf.
7.      Erindi Dalsness ehf. vegna Inness ehf., dags. 3.3.2016, um aukið athafnarými við Korngarða ásamt fylgigögnum.
Gerð var grein fyrir óskum Dalsness ehf. Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
8.      Fundargerð upphafsfundar um Orkumál í höfnum frá 15. júní sl.
Lögð fram.
9.      Kynning á frumhugmyndum að deiliskipulagi Landbergs á Fiskislóð.
Fyrir lágu frumdrög að forsendum deiliskipulags. Hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa Landbergs.
10.   Minnisblað um tillögu varðandi listaverk til minningar um þátt kvenna í starfsemi hafnarinnar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjóra falið að fá framkvæmda­stjóra SÍM, fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs og forstöðumann Listasafns Reykjavíkur til liðs við verkefnið.
11.   Arðgreiðsla Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. vegna rekstrarársins 1. janúar. – 31. desember 2015.
Lagt fram.
12.   Bréf FESTU miðstöðvar um samfélagsábyrgð, dags. 24.6.2016, þar sem óskað er eftir stöðu mála vegna loftslagsyfirlýsingar. Samantekt hafnarstjóra, dags. 28.6.2016.
Lagt fram. Hafnarstjórn óskar eftir að settir verði mælikvarðar og markmið á tiltekna umhverfisþætti.
13.   Önnur mál.

a.    Gönguferð um Gömlu höfnina – viðkoma í Sjóminjasafninu þar sem Guðbrandur Benediktsson mun fara yfir stöðu mála hjá safninu.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30.

FaxaportsFaxaports linkedin