Ár 2014, föstudaginn 14. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Líf Magneudóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

S. Björn Blöndal

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

Jónína Erna Arnardóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Baldvin Breiðfjörð

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Erindi LEX lögmannsstofu ehf. f.h. Björgunar ehf., dags. 17. október og 7. nóvember 2014, ásamt yfirlitsmyndum, um málefni Björgunar ehf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og fór yfir óskir Björgunar ehf. um aðstöðu í Sundahöfn. Hafnarstjóra falið að senda Björgun ehf. vinna tillögu að svari við bréfunum í samræmi við umræður á fundinum. 
2. Málefni Silicor.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna við Silicor, stöðu aðal- og deiliskipulagstillagna til Hvalfjarðarsveitar og helstu aðgerðir Faxaflóahafna sf. þegar samningar um verkefnið hafa verið fullkláraðir. 
3. Skipulagsmál:

a. Deiliskipulag Örfiriseyjar.

Skipulagsfulltrúi fór yfir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi í Örfirisey. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að senda tillöguna til hefðbundinnar meðferðar skipulagsráðs Reykjavíkur.
JVI bókar eftirfarandi: „Tillagan er að mestu staðfesting á gildandi deiliskipulagsáætlunum en horfir ekki til framtíðar og þeirra fjölmörgu spennandi tækifæra til byggðaþróunar, sem liggja í svæðinu Enda þótt fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telji tillöguna endurspegla litla hugmyndaauðgi samþykkir hann að auglýsa hana en setur fyrirvara við endanlega afstöðu eftir að athugasemdir og ábendingar hafa borist frá hagsmunaaðilum og öðrum sem áhuga hafa á byggðaþróun og betri borg.“

b. Kjalarvogur 5.

Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á skipulagi lóðarinnar Kjalarvogur 5 og felur hafnarstjóra að senda erindið skipulagsráði Reykjavíkur til meðferðar. 

c. Bréf Hamla ehf., dags. 3.11.2014, varðandi deiliskipulag s.n. Tollvörugeymslu- og Kassagerðarreits.

Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að fela formanni og hafnarstjóra að ræða við fulltrúa skipulagsráðs Reykjavíkur og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um hvernig standa skuli að deiliskipulagningu svonefnds Tollvörugeymslu- og Kassagerðarreits.

d. Samantekt athugasemda notenda í skýrslu um Sundahöfn.

Samantekt athugasemda notenda sem fram koma í skýrslu um Sundahöfn lagðar fram.
4. Minnisblað hafnarstjóra um málþing Faxaflóahafna sf. sem haldið var miðvikudaginn 29. október sl.
Lagt fram.
5. Erindi Viðveru, hóps sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarfólks, ódags, þar sem óskað er eftir styrk til gerðar heimildarmyndar um íslenskan sjávarútveg frá árinu 1900 til dagsins í dag.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
6. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit Faxaflóahafna sf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2014.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum yfirlitsins.
7. Landfyllingar á Akranesi. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra, dags. 5.11.2014, ásamt minnisblaði Vegagerðarinnar, dags. 14.10.2014.
Minnisblöðin lögð fram. Hafnarstjóra falið að kynna efnið fyrir fulltrúum Akraneskaupstaðar og HB Granda hf.
8. Þátttaka í erlendum samtökum. Samantekt hafnarstjóra dags. 4.11.2014.
Samantektin lögð fram. Samþykkt að Faxaflóahafnir sf. segi sig úr samtökunum IAVP og ESPO.
9. Forkaupsréttarmál.

a. Erindi Fasteignalands ehf., dags. 17.10.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 81A fastanr. 200-0049. Seljandi Hrísholt ehf., kt. 531006-1120. Kaupandi Garðar Guðmundsson, kt. 310353-2139.

b. Erindi Fasteignasölunnar Mikluborgar ehf., dags. 24.9.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 5 fastanr. 200-0096. Seljandi Fjárvari ehf., kt. 440795-2189. Kaupandi Eyjarslóð 5 ehf., kt. 470714-0930.

c. Erindi Borgar fasteignasölu ehf., dags.12.11.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 1 fastanr. 221-8147 og 227-1358. Seljandi Potter ehf., kt. 621210-0250. Kaupandi GT 2 ehf., kt. 541008-1440.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með fyrirvara um að starfsemi á lóðunum verði í samræmi við lóðarleigusamninga og skipulag.
10. Önnur mál.
JVI leggur fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að unnar verði siðareglur fyrir stjórn sem stjórnarmenn samþykki síðan með undirskrift sinni. Hafnarstjóra er falið að undirbúa málið.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00

FaxaportsFaxaports linkedin