Ár 2009, 21. október kom öryggisnefnd Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:30.

Mættir: Hallur Árnason, Jón Guðmundsson, Ragnar Arnbjörnsson, Gísli Jóhann Hallsson, Júlíus Víðir Guðnason og Gróa H. Ágústsdóttir frá Vinnueftirlitinu.

Atriði sem farið var yfir á fundinum:

  1. Farið var yfir áhættumat starfa fyrir Faxaflóahafnir sf..  Gróa var mjög ánægð með hvað Faxaflóahafnir sf. væri langt komin í vinnuöryggi starfsmanna.  Bauð hún Faxaflóahöfnum að taka þátt í verkefni á þeirra vegum sem felur í sér úttekt og yfirferð á allri starfssemi  á öllum starfsstöðvum.  Einkunn yrði svo gefin í lokin.  Ákveðið var að taka tilboðinu og stefnt að að hefja úttektina í lok desember eða byrjun janúar.  Vék Gróa af fundi kl. 10:30
  2. Haldið var áfram yfirferð á áhættumati starfa og það uppfært.

Fleira ekki gert,

Fundi slitið 11:10

FaxaportsFaxaports linkedin