Ár 2011, 12. Apríl kom öryggisnefnd Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl.10:45.

 
 
Mættir:
            Hallur Árnason
            Jón Guðmundsson
            Ragnar Arnbjörnsson
            Gísli Jóhann Hallsson
            Júlíus Víðir Guðnason           
            Þórdís Sigurgestsdóttir         
           
           
 
 
Atriði sem farið var yfir á fundinum:
 
 
  1. Rætt var um læknisskoðanir sem fram fóru nýlega hjá starfsmönnum hafnarþjónustu. Öryggisnefndin lýsir ánægju sinni með framtakið og fór Ragnar öryggistrúnaðarmaður í bækistöð fram á að starfsmenn bækistöðvar fengju einnig tækifæri á að fara í slíka læknisskoðun. Hallur tekur að sér að kanna málið.
  2. Farið yfir slys og næstum slys sem orðið hafa að undanförnu.  Öryggisnefndin ítrekar mikilvægi þess að starfsmenn séu meðvitaðir um hættur í starfi og stefnir á að settar verði verklagsreglur fyrir hin ýmsu störf.
  3. Tryggingamál. Fram kemur í máli Halls að nýlega hefði fengist staðfesting á að farþegar, sem fara með dráttarbátum hafnarinnar séu ávalt tryggðir svo lengi sem fjöldi farþega fer ekki yfir leyfilegan fjölda um borð í báti.
  4. Jón veltir upp þeirri spurningu hvort ekki sé kominn tími á að halda námskeið í meðferð slökkvitækja og í fyrstu hjálp fyrir starfsmenn. Nefndin tekur jákvætt í það en telur meiri þörf á að starfsmenn bækistöðvar og skrifstofu fari á slíkt námskeið þar sem starfsmenn hafnarþjónustu fari reglulega á slík námskeið. Hallur tekur að sér að skoða málið.
  5. Tillaga lögð fram um að Gísli verði gerður að öryggisverði og að Jósef Ægir Stefánsson verði gerður að öryggistrúnaðarmanni. Öryggisnefnd samþykkir einróma og er ákveðið að bera upp á næsta aðalfundi starfsmannafélags Faxaflóahafna sf.
 
 
 
Fleira ekki gert,
Fundi slitið 11:50