Ár 2008, 27. ágúst kom öryggisnefnd Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 10:30.

 
 
Mættir:
            Hallur Árnason
            Jón Guðmundsson
            Ragnar Arnbjörnsson
            Gísli Jóhann Hallsson
            Júlíus Víðir Guðnason                      
            Þórdís Sigurgestsdóttir
 
 
Hallur setti fundinn og bauð þau Þórdísi og Júlíus velkomin en þetta var þeirra fyrsti fundur.   Því næst úthlutaði Hallur þeim eintaki af Vinnuumhverfishandbók Faxaflóahafna sf .
 
 
 
Atriði sem farið var yfir á fundinum:
 
 
1.      Farið yfir síðasta fund og þau atriði sem þar voru rædd.
2.      Listi yfir dagsetningar á öryggistrúnaðarmanna námskeiði lagður fram og nefndarmönnum gefinn kostur á að skrá sig á námskeið.
3.      Farið yfir skráningu á tjónum og óhöppum í Notes kerfinu. Nefndin er sammála um að það þurfi að fara betur yfir atriði er varða tilkynningar til Vinnueftirlits og Sjóslysanefndar.
4.      Rætt um námskeiðahald. Nefndin er sammála um að það þurfi að fara yfir atriði með starfsmönnum er lúta að öryggismálum og vinnuvernd. Er þá átt við nám-skeið í skyndihjálp, vinnubeitingu, einelti ofl. Ákveðið að nefndarmenn fari fyrst á öryggistrúnaðarmanna námskeið hjá vinnueftirlitinu áður en ákvörðun um námskeiðahald er tekin.
5.      Farið yfir áhættumat starfa lið fyrir lið. Enþá eru margir liðir sem þarf að lagfæra og verður farið í það á næstu vikum.
6.      Ákveðið að athuga betur með tryggingar á starfsmönnum Bækistöðvarinnar þegar þeir eru að störfum um borð í bátum Hafnarþjónustu.
7.      Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn 24/9 2008 kl. 10:30.
 
 
 
Fleira ekki gert,
Fundi slitið 11:45