Strax í byrjun nýs árs munu nokkrar starfsmannabreytingar eiga sér stað hjá fyrirtækinu og eru þær tilgreindar hér að neðan:
Nýir starfsmenn

  • Starf ritara: Guðbjörg Erna Erlingsdóttir hefur verið ráðin í starf ritara.
  • Starf öryggisfulltrúa: Bergsteinn Ísleifsson hefur verið ráðinn í starf öryggisfulltrúa.  Hallur Árnason mun koma Bergsteini inn í starfið fram eftir ári.
  • Skipulagsfulltrúi: Halldóra Hrólfsdóttir mun gegna starfi skipulagsfulltrúa meðan Hildur Gunnlaugsdóttir er í fæðingarorlofi.

Faxaflóahafnir sf. óska nýjum starfsmönnum velfarnaðar í starfi.
Starfsmenn sem munu láta af störfum 2018

  • Hafnarþjónustan: Halldór Valdemarsson eftir 38 1/2 árs starf hjá höfninni (1. apríl 1979)
  • Skipulagsfulltrúi: Vignir Albertsson eftir 39 ára starf hjá höfninni (20. júlí 1978)
  • Öryggisfulltrúi: Hallur Árnason eftir 45 ára starf hjá höfninni (1. maí 1973)

Faxaflóahafnir sf. óska þeim sem eru að hætta á næsta ári farsældar í öllu því sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Takk fyrir ykkur framlag að gera höfnina eins og hún er í dag. Við metum það mikils.