fbpx

Kæru samstarfsfélagar,

Í næstu viku, 4. – 6. júní 2018, verður framkvæmd umhverfisúttekt á vegum BSI á Íslandi á starfsemi Faxaflóahafna sf. BSI er leiðandi aðili í faggildri vottun á stjórnkerfum samkvæmt ISO stöðlum og öðrum alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Viðskiptavinir þeirra í dag telja um 80.000 víðsvegar um heiminn.

 

Það sem BSI mun gera í næstu viku er að skoða Umhverfisstjórnunarkerfið okkar og kanna hvort við séum að gera það sem við segjumst vera að gera. BSI mun framkvæma svipaðar úttektir og þær sem við höfum verið að gera í okkar innri úttektum. Þeir aðilar sem sitja munu fyrir svörum hjá BSI eru stjórnendur og þeir aðilar sem við höfum verið að taka út.

Við viljum hvetja alla áfram til að halda umhverfinu í kringum sig hreinu og snyrtilegu, þannig að við sýnum fram á hversu mögnuð við erum þegar við stöndum saman.

Ps. Þessar upplýsingar eru nú aðgengilegar inni á innri vef Faxaflóahafna sf.

Kær kveðja,
Erna[:]

FaxaportsFaxaports linkedin