Ár 2012, föstudaginn 24. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 08:30.

 
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll H. Hjaltason
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Sigurður Sverrir Jónsson
Sveinn Kristinsson
 
Varafulltrúar:
Geirlaug Jóhannsdóttir
 
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Ingi Halldór Árnason
 
 
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
 
1. Árshlutauppgjör Faxaflóahafna sf. fyrir tímabilið janúar til og með júní. Samantekt hafnarstjóra dags. 14. ágúst 2012.
Hafnarstjóri fór yfir niðurstöður sex mánaða uppgjörs.
 
2. Drög að fjárhagsáætlun ársins 2013. Minnisblað hafnarstjóra dags. 22.8.2012.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir drögum sem liggja fyrir varðandi fjárhags­áætlun ársins 2013.
 
3. Afrit af bréfi Eimskipafélags Íslands hf. til Innanríkisráðuneytisins, dags. 16. júlí 2012 um ítrekuð brot á siglingavernd og innbrot á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn.
Lagt fram. Hafnarstjórn tekur undir með Eimskipafélagi Íslands hf. að viðeigandi yfirvöld grípi til nauðsynlegra ráðstafana vegna írekaðra tilrauna til innbrota á athafnasvæði félagsins.
 
4. Forkaupsréttarmál:
a.   Erindi Fasteignasölunnar Mikluborgar ehf., dags. 20.07.2012 um að fallið
verði frá forkaupsrétti á Héðinsgötu 10, fastanr. 201-5811 og 201-5819.   Seljandi Altak trading ehf., kt. 691106-0710. Kaupandi Sjöstjarnan ehf., kt. 501298-5069.
b. Erindi Klettaskjóls ehf. og Stólpa Gáma ehf., dags. 20.8.2012 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Klettagörðum 5, fastanr. 225-4637. Seljandi Klettaskjól ehf., kt. 520406-0180. Kaupandi Stólpi Gámar ehf., kt. 710798-2229.
Hafnarstjórn fellur frá forkaupsrétti eignanna með venjulegum fyrirvara um að afnot samræmist lóðarleigusamningi og deiliskipulagi.
 
5. Bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 13. júlí 2012 varðandi tillögu borgarráðs um biðstöðuverkefni á hafnarsvæðinu.
Lagt fram.
 
6. Umsókn HB Granda hf. um lóð á Norðurgarði ásamt viðbótargreinargerð fyrirtækisins dags. 5. júlí 2012 vegna fyrirhugaðrar frystigeymslubyggingar.
Afgreiðslu frestað. Formanni og varaformanni ásamt hafnarstjóra falið að
ræða við fulltrúa HB Granda hf. í samræmi við umræður á fundinum.
 
7. Bréf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 8. ágúst 2012 varðandi skýrslu um áhættumat á gúmmídekkjavinnslu Hringrásar í Klettagörðum.
Lagt fram. Vísað er til niðurstöðu skýrslu bréfritara og beinir hafnarstjórn
þeim tilmælum til heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að ekki verði heimilað að
hafa dekkjalager á lóð Hringrásar. Stjórnin telur í samræmi við efni
skýrsl­­­­unnar rétt að öll geymsla og meðhöndlun dekkja á lóðinni verði
bönnuð.
 
8. Bréf Hafnasambands Íslands, dags. 14. ágúst 2012 um boðun 38. Hafnasambandsþings í Vestmannaeyjum ásamt dagskrá þingsins.
Lagt fram.
 
9. Bréf Snóks vörushúss ehf., dags. 17. júlí 2012 þar sem óskað er úthlutunar á lóðinni Klafastaðavegur 8 og 10 Grundartanga.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við bréfritara en óskar eftir nánari
gögnum um eðli, umfang og fjármögnun framkvæmda og afnota á lóðinni
áður en endanleg afstaða er tekin til erindisins.
 
10.Bréf Lögmanna Höfðabakka ehf. f.h. Hafnarhótelsins ehf., dags. 27. júlí 2012 um úthlutun lóðar undir hótelbyggingu við Gömlu höfnina. Minnisblað vegna fundar um erindi Hafnarhótelsins ehf., dags. 13. mars 2012.
Lagt fram. Formanni og hafnarstjóra falið að funda með bréfritara þegar rammaskipulag fyrir slippareit hefur verið lagt fram.
 
11.Bréf Stólpa Gáma ehf. og Klettaskjóls ehf., dags. 20. ágúst 2012 um leyfi til uppsetningar bráðabirgða tjaldskemmu við hliðina á Klettagörðum 5.
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
 
12.Önnur mál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar um lóðamál á Mýrargötu- og slippasvæði.
Sveinn Kristinsson ræddi um geymslusvæði fyrir smábátasjómenn á Akranesi og óskaði hann eftir því að haldinn verði fundur með þessum aðilum.
 
 
 Fleira ekki gert,
fundi slitið kl.  10:10
 
 
 

Fundur nr. 100
Ár 2012, föstudaginn 24. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 08:30.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Páll H. Hjaltason

Björk Vilhelmsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Sigurður Sverrir Jónsson

Sveinn Kristinsson

Varafulltrúar:

Geirlaug Jóhannsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Gunnar Sigurðsson

Ingi Halldór Árnason

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Árshlutauppgjör Faxaflóahafna sf. fyrir tímabilið janúar til og með júní. Samantekt hafnarstjóra dags. 14. ágúst 2012.
Hafnarstjóri fór yfir niðurstöður sex mánaða uppgjörs. 
2. Drög að fjárhagsáætlun ársins 2013. Minnisblað hafnarstjóra dags. 22.8.2012.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir drögum sem liggja fyrir varðandi fjárhags¬áætlun ársins 2013. 
3. Afrit af bréfi Eimskipafélags Íslands hf. til Innanríkisráðuneytisins, dags. 16. júlí 2012 um ítrekuð brot á siglingavernd og innbrot á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn.
Lagt fram. Hafnarstjórn tekur undir með Eimskipafélagi Íslands hf. að viðeigandi yfirvöld grípi til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á athafnasvæði félagsins. 
4. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi Fasteignasölunnar Mikluborgar ehf., dags. 20.07.2012 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Héðinsgötu 10, fastanr. 201-5811 og 201-5819. Seljandi Altak trading ehf., kt. 691106-0710. Kaupandi Sjöstjarnan ehf., kt. 501298-5069.

b. Erindi Klettaskjóls ehf. og Stólpa Gáma ehf., dags. 20.8.2012 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Klettagörðum 5, fastanr. 225-4637. Seljandi Klettaskjól ehf., kt. 520406-0180. Kaupandi Stólpi Gámar ehf., kt. 710798-2229.

Hafnarstjórn fellur frá forkaupsrétti eignanna með venjulegum fyrirvara um að afnot samræmist lóðarleigusamningi og deiliskipulagi. 
5. Bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 13. júlí 2012 varðandi tillögu borgarráðs um biðstöðuverkefni á hafnarsvæðinu.
Lagt fram. 
6. Umsókn HB Granda hf. um lóð á Norðurgarði ásamt viðbótargreinargerð fyrirtækisins dags. 5. júlí 2012 vegna fyrirhugaðrar frystigeymslubyggingar.
Afgreiðslu frestað. Formanni og varaformanni ásamt hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa HB Granda hf. í samræmi við umræður á fundinum. 
7. Bréf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 8. ágúst 2012 varðandi skýrslu um áhættumat á gúmmídekkjavinnslu Hringrásar í Klettagörðum.
Lagt fram. Vísað er til niðurstöðu skýrslu bréfritara og beinir hafnarstjórn þeim tilmælum til heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að ekki verði heimilað að hafa dekkjalager á lóð Hringrásar. Stjórnin telur í samræmi við efni skýrslunnar rétt að öll geymsla og meðhöndlun dekkja á lóðinni verði bönnuð. 
8. Bréf Hafnasambands Íslands, dags. 14. ágúst 2012 um boðun 38. Hafnasambandsþings í Vestmannaeyjum ásamt dagskrá þingsins.
Lagt fram. 
9. Bréf Snóks vöruhúss ehf., dags. 17. júlí 2012 þar sem óskað er úthlutunar á lóðinni Klafastaðavegur 8 og 10 Grundartanga.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við bréfritara en óskar eftir nánari gögnum um eðli, umfang og fjármögnun framkvæmda og afnota á lóðinni áður en endanleg afstaða er tekin til erindisins. 
10. Bréf Lögmanna Höfðabakka ehf. f.h. Hafnarhótelsins ehf., dags. 27. júlí 2012 um úthlutun lóðar undir hótelbyggingu við Gömlu höfnina. Minnisblað vegna fundar um erindi Hafnarhótelsins ehf., dags. 13. mars 2012.
Lagt fram. Formanni og hafnarstjóra falið að funda með bréfritara þegar rammaskipulag fyrir slippareit hefur verið lagt fram. 
11. Bréf Stólpa Gáma ehf. og Klettaskjóls ehf., dags. 20. ágúst 2012 um leyfi til uppsetningar bráðabirgða tjaldskemmu við hliðina á Klettagörðum 5.
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti. 
12. Önnur mál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar um lóðamál á Mýrargötu- og slippasvæði.
Sveinn Kristinsson ræddi um geymslusvæði fyrir smábátasjómenn á Akranesi og óskaði hann eftir því að haldinn verði fundur með þessum aðilum. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:10

FaxaportsFaxaports linkedin