Ár 2012, föstudaginn 9. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Fundur nr. 103
Ár 2012, föstudaginn 9. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll H. Hjaltason
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Sveinn Kristinsson
Sigurður Sverrir Jónsson
Páll Brynjarsson
Varafulltrúi:
Kjartan Magnússon
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Kristjana Óladóttir
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Bréf skipulagsráðs, dags. 19. og 26. október 2012 um drög að greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, ásamt fylgiskjölum undir heitinu: “Miðborgarstefna og borgarbúskapur,” “Borgarvernd,“ Veitur, grunnkerfi,” “Kaupmaðurinn á horninu” og “Hæðir húsa”.
Lagt fram.
2. Rekstraruppgjör Faxaflóahafna sf. fyrir tímabilið 1.1. – 30.9. 2012 ásamt minnistariðum hafnarstjóra dags. 7.1.2012.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir uppgjörinu. Lagt fram.
3. Tillaga að verklýsingu varðandi umhverfisúttekt á Grundartanga, dags. 1.11.2012 ásamt kostnaðarmati og ferilskrá þriggja aðila sem tilnefndir eru til að vinna verkið.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjórn samþykkir að vinna að umhverfisúttekt á grundvelli fyrirliggjandi verklýsingar og verja til þess 9,0 mkr. Hafnarstjóra falið að hrinda málinu í framkvæmd.
4. Ályktun Smábátafélags Reykjavíkur og Landssambands smábátaeigenda varðandi aðstöðu smábáta í Gömlu höfninni í Reykjavík, dags. 1.11.2012 ásamt svarbréfi hafnarstjóra frá 6.11.2012.
Lagt fram.
5. Umsókn Miðborgarinnar okkar og Jólahóps Reykjavíkurborgar, dags. 20.10.2012 um stuðning við jólahald og jólaskreytingar í miðborginni. Minnisblað forstöðu-manns rekstrardeildar, ódags.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu en felur hafnarstjóra að ræða við Reykjavíkurborg um samræmdar jólaskreytingar.
6. Bréf Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf., dags. 2.11.2012 varðandi samning Vatnsveitufélagsins og Elkem Ísland ehf. um heimild til tímabundinnar nýtingar vatns úr lindum félagsins að Tungu.
Forstöðumaður tæknideildar gerði grein fyrir vinnu á vegum Vatnsveitu¬félags Hvalfjarðarsveitar sf., efni samningsins og viðræðum við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Hafnarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
7. Upplýsingaglærur frá Málþingi með notendum Faxaflóahafna sf. þann 29.10.2012 og fundi með notendum Akraneshafnar þann 2.11.2012.
Lagt fram.
8. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra, dags. 7.11.2012 varðandi fyrirhugaðar fram-kvæmdir í Vesturbugt.
Lagt fram.
9. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Íslandsbanka hf., dags. 5.11.2012 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Klettagörðum 25 fastanr. 229-4534. Seljandi Íslandsbanki hf., kt. 491008-0160. Kaupandi ERGO fjármögnunar¬þjónusta Íslandsbanka, kt. 490503-3230.
b. Bréf Húsasmiðjunnar ehf. dags. 7.11.2012 um aðilabreytingu á lóðarleigu¬- samningi vegna Kjalarvogs 14.
Hafnarstjórn samþykkir erindi Húsasmiðjunnar ehf. Samþykkt að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að nýting lóðar sé í samræmi við lóðaskilmála og deiliskipulag.
10. Önnur mál.
Formaður gerði grein fyrir aðalfundi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, sem hann og hafnarstjóri sóttu.
Júlíus Vífill lagði fram eftirfarandi bókun: “Greinargerð um öryggi skemmti-ferðaskipa sem Júlíus Vífill Ingvarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir óskuðu eftir í stjórn Faxaflóahafna sf. dregur fram hversu mikil og almenn hætta getur stafað af slysi vegna komu skemmtiferðaskipa inn í Reykjavíkur-hafnir. Á þessu sumri komu 88.500 farþegar til hafna í Reykjavík með 82 skemmtiferðaskipum á þremur mánuðum. Tvö stór farþegaskip lentu í vandræðum vegna hliðarvinds. Mjög góð viðbragðsáætlun hefur verið gerð vegan ferjuslyss á Seyðisfirði. Einnig hefur verið unnin aðgerðaráætlun – hópslys á Húsavík – hvalaskoðunarbátar og önnur farþegaskip. Ekki hefur verið gerð sambærileg áætlun vegna komu skemmtiferðaskipa inn á svæði Faxalfóahafna sf.
Mikilvægt er að unnin verði viðbragðs- og aðgerðaráætlun vegna komu skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur. Leggja ber áherslu á að sú vinna klárist fyrir næsta vor.”
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00