Ár 2013, föstudaginn 8. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

 
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll H. Hjaltason
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Sveinn Kristinsson
Sigurður Sverrir Jónsson
Páll Brynjarsson
 
Varafulltrúi:
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
 
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Kristjana Óladóttir
 
 
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
1.    Ársreikningur Faxaflóahafna sf. 2012 ásamt greinargerð hafnarstjóra dags. 4. mars 2013. Viðræður við endurskoðendur félagsins Theodór S. Sigurbergsson og Halldór Úlrichsson. Ársreikningur Menntunar­sjóðs Þórarins Kristjánssonar fyrir árið 2012 dags. 7. mars 2013. Ársreikningur og greinargerð hafnarstjóra.
Endurskoðendur og hafnarstjóri fóru yfir framlagða reikninga og greindu
frá helstu atriðum sem þá varða. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi
ársreikninga.
 
2.    Bréf Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. dags. 27.2.2013 þar sem boðað er til aðalfunda félaganna þann 12. mars n.k. Ársreikningur félaganna og skýrsla stjórnar fyrir árið 2012.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxafóahafna sf. á
aðalfundi félaganna.
 
3.    Minnisblað markaðsfulltrúa Faxaflóahafna sf. dags. 1.2.2013 um sýningu á Miðbakka á komandi sumri.
Lagt fram.
 
4.    Málefni Björgunar. Staða viðræðna.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu málsins.
 
Þorbjörg Helga vék af fundi. 
 
5.    Minnisblað hafnarstjóra og markaðsfulltrúa dags. í febrúar 2013 varðandi ferðaþjónustu í Akraneshöfn.
Formaður hafnarstjórnar gerði grein fyrir fundi sem haldinn var með
fulltrúum Akraneskaupstaðar. Lagt fram.
 
6.    Bréf borgarráðs dags. 13.2.2013 um styrkumsókn EFLU verkfræðistofu hf. vegna fyrirhugaðs rannsóknarverkefnis um sjóflóðavarnir í Kvosinni.  Bréf borgarráðs.
Málið kynnt. Lagt fram.
 
Páll Brynjarsson vék af fundi.
 
7.    Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Stakfells fasteignasölu, dags. 19.2.2013 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Klettagörðum 13 fastanr. 230-3273. Seljandi N1 hf., kt. 540206-2010. Kaupandi FAST-2 ehf., kt. 700800-2450.
Hafnarstjórn fellur frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að
starfsemin sé í samræmi við lóðarleigusamning og deiliskipulag.
 
Júlíus Vífill vék af fundi.
 
8.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Miðsvæði og sérhæfð atvinnusvæði.
Lagt fram.
 
 Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45