Ár 2014, föstudaginn 11. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í stjórnsýsluhúsinu við Stillholt Akranesi kl. 09:30.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Oddný Sturludóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Sveinn Kristinsson

Sigurður Sverrir Jónsson

Páll Brynjarsson

Áheyrnarfulltrúar:

Gunnar Sigurðsson

Þorsteinn Freyr Friðbjörnsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Langtímaáætlun Faxaflóahafna sf. ásamt greinargerð hafnarstjóra.
Áætlunin samþykkt. 
2. Skipulag lóða við Fiskislóð. Minnisblað skipulagsfulltrúa, dags., 7.4.2014.
Umsókn Agnars Agnarssonar f.h. Halldórs Gunnarssonar, dags. 3.2.2014, um lóðina nr. 41 við Fiskislóð til að byggja á verbúðir/sjómannaheimili. Greinargerð Sverris Rafnssonar um nýtingu lóðanna nr. 27 og 43 við Fiskislóð dags. 9. apríl 2014.
Hafnarstjórn samþykkir að deiliskipulag í Örfirisey verði tekið til endurskoðunar á grundvelli aðalskipulags Reykjavíkurborgar. Umsókn um lóðina Fiskislóð 41 er frestað þar til niðurstaða endurskoðunarinnar liggur fyrir, en þá verði einnig tekin afstaða til hugmynda um nýtingu lóðanna 27 og 43 við Fiskislóð. 
3. Breyting á deiliskipulagi Klettagarða 15.
Hafnarstjórn samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti. 
4. Lóðamál á Grundartanga.

a. Bréf Hvalfjarðarsveitar dags., 7.4.2014, um breytingu aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga.

b. Matsskyldufyrirspurn VSÓ ráðgjafar f.h. Silicor um framleiðslu á kísilmálmi á Grundartanga ásamt umsögn Faxaflóahafna sf. dags., 1. apríl 2014.

c. Skipulagslýsing vegna tillögu um breytingu á aðalskipulagi á Grundartanga.

Bréf Hvalfjarðarsveitar, matsskyldufyrirspurning og aðalskipulagslýsingin lögð fram. Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Hafnarstjóra falið að svara erindi Hvalfjarðarsveitar. 
5. Skýrsla Björns S. Lárussonar, dags. í febrúar sl., um könnun á atvinnustarfsemi á Grundartanga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni skýrslunnar. Lögð fram. 
6. Beiðni Kaffivagnsins ehf., þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp pall austan vagnsins.
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði endanlegt útlit staðfest af Faxaflóahöfnum sf. 
7. Erindi Akraneskaupstaðar, dags. 3.4.2014, vegna auglýsingar um sölu á Faxabraut 10 sem var áður í eigu Sementsverksmiðjunnar.
Lagt fram. 
8. Reglur um torgsöluleyfi Reykjavíkurborgar ásamt tillögu staðsetningu torg- og söluvagna við Gömlu höfnina.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um staðsetningu torg- og söluvagna á bílastæði við Geirsgötu og til bráðabirgða í Vesturbugt og felur hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi við Reykjavíkurborg um framkvæmd úthlutunar svæðanna. 
9. Erindi Höskuldar Ásgeirssonar og Péturs Björnssonar f.h. óstofnaðs hlutafélags, dags., 7.4.2014 um leyfi fyrir staðsetningu sjávarréttarvagns við Reykja-víkurhöfn.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið en vísar til reglna Reykjavíkurborgar um úthlutun leyfa vegna torg- og söluvagna. 
10. Fundargerðir Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar frá 6. og 28. mars sl.
Lagðar fram. 
11. Forkaupsréttarmál.

a. Erindi fasteignasölunnar Þingholts., dags. 6.4.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Klettagörðum 6 fastanr. 227-9081. Seljandi Lýsing hf., kt. 621101-2420. Kaupandi Sölufélag garðyrkju-manna ehf., kt. 440598-2189.

b. Erindi Reita fasteignafélags hf., dags. 8.4.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Kjalarvogi 5 fastanr. 223-7606. Seljandi Reitir l ehf., kt. 510907-0940. Kaupandi Sölufélag garðyrkjumanna ehf., kt. 440598-2189.

Hafnarastjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemin uppfylli skilyrði deiliskipulags og ákvæði lóðarleigusamninga. 
12. Málefni Björgunar ehf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. 
13. Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 2014.
Hafnarstjórn samþykkir að aðalfundur fyrirtækisins verði haldinn föstudaginn 27. júní kl. 16:00. 
14. Önnur mál.

a. Staða kjarasamninga.

b. Heimsókn í Skagann hf. og Þorgeir og Ellert hf.

c. Heimsókn í HB Granda á Akranesi.

d. Sundabraut.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna við þrjú stéttarfélög starfsmanna um gerð kjarasamninga.
JVI ræddi málefni varðandi Sundabraut og óskar eftir að málið verði tekið á dagskrá næsta fundar þar sem hafnarstjóri leggi fram samantekt um stöðu málsins.
Hafnarstjórn skoðaði starfsemi Skagans, Þorgeirs og Ellerts og HB Granda á Akranesi í fylgd forráðamanna fyrirtækjanna. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00