fbpx

Ár 2014, föstudaginn 27. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:30.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Páll Hjaltason

Oddný Sturludóttir

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Sveinn Kristinsson

Sigurður Sverrir Jónsson

Varafulltrúar:

Áslaug Friðriksdóttir

Geirlaug Jóhannsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Gunnar Sigurðsson

Sigurður Ólafsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Ársskýrsla Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2013.
Lögð fram. 
2. Kauptilboð Searanger ehf., dags. 5.6.2014, í skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði að Faxabraut 1, Akranesi.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga til viðræðna um sölu hússins á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
SV vék af fundi og þakkaði um leið fyrir samstarf og samveru síðustu ára. 
3. Deiliskipulag við Fiskislóð ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa, dags. 5.6.2014, og yfirlitsmynd.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir eftirfarandi tillögu: “ Hafnarstjóra er falið að láta vinna tillögu að deiliskipulagi Vesturhafnar í samvinnu við umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar enda er mikilvægt að farið sé yfir deiliskipulag Vesturhafnar í heild. Stjórn Faxaflóahafna sf. telur því ekki tímabært að taka ákvörðun um hvort breyta eigi deiliskipulagi sem heimili gisti- eða hótelstarfsemi á svæðinu.“ 
4. Rekstraryfirlit fyrir janúar – til og með maí 2014.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum yfirlitsins og samanburð við fjárhagsáætlun ársins. 
5. Erindi Mid Atlantic Sim Center ehf., dags.18.6.2014, þar sem óskað er eftir vilyrði til lóðarinnar Fiskislóð 37A.
Stjórn Faxaflóahafna sf. felur hafnarstjóra að afla frekari upplýsinga um fyrirhugaðan verktíma og fleira. 
6. Fjörusteinninn – tillaga að viðurkenningu.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að Fjörusteinninn árið 2014 verði veittur HB Granda hf. 
7. Önnur mál.
Formaður færði fráfarandi stjórn og starfsfólki Faxaflóahafna sf. bestu þakkir fyrir frábært samstarf síðustu fjögur ár. Aðrir stjórnarmenn tóku undir þakkir formanns. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 14:30

FaxaportsFaxaports linkedin