Ár 2006, þriðjudaginn 12. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.

Mættir: Björn Ingi Hrafnsson
Kjartan Magnússon,
Ólafur R. Jónsson,
Sæmundur Víglundsson,
Páll Brynjarsson
Dagur B. Eggertsson.
Varafulltrúi: Margrét Sverrisdóttir

.
Áheyrnarfulltrúar: Sigurður Jónasson.
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar og Auður M. Sigurðardóttir fjármálastjóri.
1. Bréf Borgarstjóra Reykjavíkur dags. 28. júlí 2006 varðandi skipan verkefnistjórnar v. olíubirgðarstöðvar í Örfirisey.

Lagt fram.

2. Skipalyfta í Lambhúsasundi á Akranesi.
a. Bréf Gunnars S. Richter dags. 30. ágúst 2006 varðandi kaup á skipalyftu í Lambhúsasundi.
b. Bréf Þorgeirs og Ellerts hf., dags 10 ágúst 2006 varðandi framtíðarskipan upptökumannvirkja.

Hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa beggja fyrirtækjanna og leggja fyrir hafnarstjórn upplýsingar um fyrirhugaða nýtingu þeirra á lyftunni og önnur þau atriði sem varða málið.

3. Forkaupsréttarmál.
a. Bréf Gunnars Guðmundssonar dags. 28. ágúst 2006 þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Fiskislóð 45. Seljandi: Fiskislóð 45 ehf., Kaupandi: Stór ehf.
b. Bréf Fyrirtækjasölu Íslands dags. 30. ágúst 2006 þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Fiskislóð 65. Seljandi: Toppfiskur ehf. Kaupandi: MS fasteignir ehf.
c. Bréf Fasteignamarkaðarins ehf. dags. 4.9.2006 þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Skútuvogs 11a, Reykjavík. Seljandi: Á.Ó eignarhaldsfélag. Kaupandi: SG ehf.
d. Bréf Miðborgar fasteignasölu þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Fiskislóð 26. Seljandi: Eignamiðjan ehf. Kaupandi: Lindberg ehf.

Hafnarstjóri hefur afgreitt b, c og d lið samkvæmt heimild þar að lútandi og staðfestir hafnarstjórn þær afgreiðslur. Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna erindis Gunnar Guðmundssonar með venjulegum fyrirvara um nýtingu lóðar.

4. Umsóknir um lóðir:
a. Bréf Olíufélagsins ehf., dags 14. ágúst varðandi ósk um lóð undir a.m.k. 10.000m2 vöruhús og dreifingarmiðstöð fyrir Olíufélagið ehf.
b. Bréf Þyrpingar hf., dags 25. ágúst varðandi umsókn um lóð fyrir 25.000 – 35.000m2 vöruhús.

Hafnarstjórn samþykkir að taka upp viðræður við ofangreinda aðila.

5. Lóðamál við Skarfabakka og Klettagarða 7.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála á svæðinu.

6. Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Borgarnesi.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Borgarnesi, en felur hafnarstjóra að koma á framfæri athugasemdum um nokkur atriði sem nauðsynlegt er að skoða sérstaklega.

7. Fasteignir Faxaflóahafna sf. – Grandagarður 8 og Grandagarður 14.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sameigenda að Grandagarði 8 varðandi skiptingu eignarhluta og fyrirkomulag innanhúss. Einnig gerði hafnarstjóri grein fyrir fyrirspurn varðandi Grandagarð 14.

8. Samkomulag Faxaflóahafna sf. og ODR um kvaðningu matsmanna vegna innlausnar lóðar á Gelgjutanga.

Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið og felur hafnarstjóra að ganga frá undirritun þess og tilnefningu á fulltrúa hafnarinnar.

9. Málefni Fiskkaupa hf.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu og er honum falið að ræða áfram við fulltrúa Fiskkaupa um húsnæðismál fyrirtækisins.

10. Bréf GP Arkitekta dags 5. september 2006 varðandi Köllunarklettsveg 3 og 5, og Héðinsgötu 1,2 og 3, tillaga að uppbyggingu.

Skipulagsfulltrúi fór yfir þau gögn sem borist hafa um hugmyndir GP Arkitekta að byggingar á Köllunarklettsvegi og Héðinsgötu.

11. Fundargerð frá fundi með fulltrúum Íslenska Járnblendifélagsins hf. dags. 14.8.2006.

Lögð fram.
 
 

12. Tillaga um umhverfisviðurkenningu Faxaflóahafna sf. – „Fjörusteininn“.

Hafnarstjórn samþykkir að taka upp að nýju veitingu umhverfisverðlauna hafnarinnar „Fjörusteininn“, sem veitt verði næsta vor því fyrirtæki á starfssvæði hafnarinnar sem verðskuldar viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang lóðar og umhverfis. Viðurkenningin verði árlegur viðburður í starfsemi hafnarinnar. Hafnarstjóra er falið að leggja fyrir hafnarstjórn tillögu að framkvæmd málsins.

13. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 ásamt rekstraryfirliti m.v. júlí 2006.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og þeim tillögum sem gerðar eru um breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2006. Hafnarstjórn samþykkir tillögurnar.

14. Fjárhagsáætlun vegnar ársins 2007.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrstu tillögum að útgjöldum vegna rekstrar árið 2007.

15. Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 16. 8. 2006 um þátttöku Faxaflóahafna sf. í framkvæmd vaxtasamnings fyrir Vesturland.

Hafnarstjórn samþykkir að verða við erindinu og að leggja fram eina milljón á ári næstu þrjú ár.

16. Erindi um stuðning við kaup á sneiðmyndatæki fyrir Sjúkrahús og heilsugæslustöð Akraness.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir erindinu. Samþykkt að styrkja verkefnið um eina milljón króna.

17. Tillaga um ráðgjafavinnu vegna þróunar lands við Mýrargötu.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ráða aðila tímabundið sem verktaka fyrir höfnina við áframhaldandi þróun Mýrargötusvæðisins. Í verkefninu verði m.a. gert ráð fyrir að unnar tillögur fyrir hafnarstjórn um nánari afmörkun svæðisins, sölu á byggingarrétti o. fl.

18. Upplýsinga- og kynningarmál.
a. Endurnýjun heimasíðu Faxaflóahafna sf.
b. Viðburðir vegna 150 ára afmælis skipan hafnarnefndar í Reykjavík árið 2006 og 90 ára afmælis Reykjavíkurhafnar árið 2007.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðu verkefni við endurnýjun á heimasíðu hafnarinnar og undirbúningi viðburða.

19. Umsóknir um lóðir í Vesturhöfn.
a. Bréf Nordic Partners ehf., dags. 20.júní 2006.
b. Bréf Tölvulistans & IOD dags. 20. júní 2006.
c. Bréf Pharma ehf., dags. 28. júní 2006.
d. Bréf Vogue dags. 03. júlí 2006.
e. Bréf Viðskiptahússins dags. 0
5. júlí 2006.
f. Bréf Exton ehf., dags. 06. júlí 2006.
g. Bréf Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 07. júlí 2006.
h. Bréf Kvikk ehf., dags. 17. maí 2006. (tekið fyrir 30. maí 2006)
i. Bréf Eignamiðjunnar ehf., dags 17. maí 2006.
j. Bréf Löðurs dags.
k. Bréf Fasteignalausna ehf. dags.

Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi úthlutun á lóðum við Fiskislóð:

Fiskislóð nr. 27: Hörður Smári Sigurðsson, Bílanes hf. og Pharma ehf.

Fiskislóð nr. 29: Löður ehf.

Fiskislóð nr. 33: DiMar ehf.

Fiskislóð nr. 43: Tölvulistinn og IOD.

Fiskislóð nr. 35: EXTON ehf.

Fiskislóð nr. 37: Úthlutun frestað til næsta fundar.

Fiskislóð nr. 39: Úthlutun frestað til næsta fundar.

Fiskislóð nr. 41: Nordic Partners ehf.

Hafnarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á umsóknum Kvikk sf., Viðskiptahússins, Eignamiðjunnar og Fasteignalausna ehf.
Gert er ráð fyrir að lóðirnar við Fiskislóð nr. 27, 29, 33 og 43 verði tilbúnar vorið 2007, en lóðirnar við Fiskislóð nr. 35, 37, 39 og 41 verði tilbúnar haustið 2007.
Hafnarstjóra er falið að ganga frá lóðargjaldasamningum um ofangreindar lóðir sem ákvörðun hefur verið tekin um að úthluta. Hafi skilyrði lóðagjaldasamnings ekki verið uppfyllt eða greiðsla samkvæmt samningi ekki innt af hendi fyrir 1. nóvember 2006 fellur úthlutun niður. Að öðru leyti gilda almennir skilmálar hafnarinnar um úthlutun.

20. Erindi Klettaskjóls ehf. dags. 16. ágúst 2006 þar sem óskað er heimildar til breytinga á efri hæð Klettagarða 3 í gistiaðstöðu fyrir langferðabílstjóra ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa dags. 12. 9. 2006.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að komið sé fyrir gistiaðstöðu fyrir ökumenn Flytjanda ehf. að Klettagörðum 3, sbr. meðfylgjandi teikningar og áréttar að samþykktin er bundin við þá starfsemi. Ekki verði þarna um að ræða almenna gistiaðstöðu eða íbúðir. Leita skal staðfestingar skipulagsyfirvalda um að umrædd aðstaða fari ekki í bága við skipulagsskilmála.

21. Önnur mál.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirhugaðri starfsmannaferð í Borgarnes þann 22. september n.k. og heimsókn eldri borgara af Akranesi þann 19. september n.k.
Margrét lagði fram erindi Kjartans Halldórssonar varðandi húsnæðismál Sægreifans við Geirsgötu. Hafnarstjóra falið að afgreiða málið.
 

Fleira ekki gert,