Ár 2006, þriðjudaginn 10. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.
Mættir:

Björn Ingi Hrafnsson
Kjartan Magnússon,
Árni Þór Sigurðsson,
Sæmundur Víglundsson,
Hallfreður Vilhjálmsson,
Páll Brynjarsson,
Dagur B. Eggertsson.

Varafulltrúi:

Jóhann Páll Símonarson.
 

Áheyrnarfulltrúi: Sigurður Jónasson.
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar og Auður M. Sigurðardóttir fjármálastjóri.
 
1. Fjárhagsáætlun 2007.

Hafnarstjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2007 ásamt tillögu að framkvæmdum til ársins 2012. hann fór yfir forsendur áætlunarinnar og gerði grein fyrir helstu verkefnum. Hafnarstjórn samþykkir að taka áætlunina til afgreiðslu á fundi þriðjudaginn 24. október n.k.

2. Bréf skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2006 varðandi byggingu bílastæðapalls við Holtaveg 10, ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins. Hafnarstjórn leggur til að afgreiðslu málsins verður frestað þar til ákvörðun liggur fyrir um legu Sundabrautar.

3. Bréf Þróunarfélags Miðborgarinnar dags. 19. september varðandi viðlegukant fyrir skemmtiferðaskip.

Gerð viðlegukants, svonefnds Hallveigarbakka, er þegar á framkvæmdaáætlun Faxaflóahafna sf. og undirbúningur hafinn að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Hafnarstjórn samþykkir að hraða undirbúningi verkefnisins eins og kostur er svo framkvæmdir geti hafist sem fyrst.

4. Erindi Sjóminjasafnsins dags. 5. október 2006 varðandi þátttöku í sýningu safnsins árið 2007 ásamt greinargerð og kostnaðaráætlun.

Í tilefni af 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar samþykkir hafnarstjórn að verja samtals 13,0 mkr. í sýningu Sjóminjasafnsins tengda sögu hafnarinnar. Helmingur fjárhæðarinnar komi til greiðslu á árinu 2006 og eftirstöðvar á árinu 2007.

5. Lóðamál á Klettagörðum 7 og 1 – 3.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Hafnarstjórn samþykkir að úthluta Parketi og gólf ehf. um 6000m2 lóð við Klettagarða 4 í stað lóðarinnar nr. 7, sem samþykkt er að úthluta Hringrás til að reisa á skrifstofuhúsnæði. Hafnarstjóra er falið að taka upp viðræður við Eimskip ehf. um úthlutun til fyrirtækisins á þeim hluta lóðarinnar við Klettagarða 1-3, sem ekki hefur verið ráðstafað.

6. Starfshópur um Örfirisey.

Formaður hafnarstjórnar ræddi um starf nefndar um Örfiriseyjasvæðisins og aðgerðir sem grípa þarf til í tengslum við þá vinnu.

7. Lóðamál á Klettagörðum 23 þar sem óskað er eftir að snúa fyrirhuguðu húsi á lóðinni og byggja undir því bílakjallara.

Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8. Lóðamál á Fiskislóð 16-30. Beiðni um að auka nýtingarhlutfall lóðanna í 0,55 og byggja á milli núverandi húsa.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Drög að samningi milli Faxaflóahafna sf. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um meðferð mengunarvarnarbúnaðar og aðgerðir gegn mengunarslysum.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu og er honum falið að undirrita samkomulagið.

10. Erindi varðandi skipalyftu í Lambhúsasundi ásamt minnisblaði hafnarstjóra.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

11. Tillaga að starfsmannastefnu fyrir Faxaflóahafnir sf.

Hafnarstjórn samþykkir taka tillöguna til afgreiðslu eftir að hún hefur verið kynnt starfsmönnum.

12. Tillaga að nýrri reglugerð fyrir menntunarsjóð Þórarins Kristinssonar.

Hafnarstjórn samþykkir reglugerðina.

13. Minnisblað varðandi viðræður við fulltrúa ríkisins um Katanes.

Hafnarstjórn samþykkir kaupverði landsins og felur formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra að ganga frá undirritun kaupsamnings.

14. Dómur Hæstaréttar Íslands í máli Berglínar ehf. gegn Reykjavíkurborg frá 21. september s.l.

Lagður fram.

15. Forkaupsréttarmál.
a. Bréf Miðborgar fasteignasölu dags. 14. september 2006 þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Fiskislóð 16 Seljandi: Hafrafell ehf,. Kaupandi: Lindberg ehf., og Fiskislóð 18. Seljandi: Gljúfurholt ehf., Kaupandi: Lindberg ehf.
b. Bréf Miðborgar fasteignasölu dags. 19. september 2006 þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Fiskislóð 22. Seljandi: Ú.Gíslason. Kaupandi: Lindberg ehf og Fiskislóð 24. Seljandi: Magnús Haukur Kristjánsson. Kaupandi: Lindberg ehf.
c. Bréf Remax, dags. 3. október 2006 þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Fiskislóð 45,

Fastanúmer 228-4615 Seljandi: Stór ehf. Kaupandi: VASA ehf.
Fastanúmer 228-4614 Seljandi: Stór ehf. Kaupandi: VASA ehf.
Fastanúmer 228-4609 Seljandi: Stór ehf. Kaupandi: 1899 ehf.
Fastanúmer 228-4617 Seljandi: Stór ehf. Kaupandi: Elías Hákonarsson.
Fastanúmer 228-4619 Seljandi: Stór ehf. Kaupandi: Árni Baldursson og Valgerður Baldursdóttir.

Hafnarstjóri hafði afgreitt erindi samkvæmt a og b lið en hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna Fiskislóðar 45.

16. Umsóknir um lóðir:
a. Bréf Smáratorgs ehf., dags 21. september 2006 varðandi ósk um lóð fyrir lager á Sundahafnasvæði.
b. Bréf Iceland Excursions dags 21. september 2006 varðandi umsókn um lóð að Klettagörðum
c. Bréf Sæsteina ehf,. dags 4. október 2006 varðandi beiðni um lóðina við Eyjaslóð 11b.
d. Bréf Arkiteó dags. 4. október 2006 varðandi beiðni um úthlutun lóðarinnar að Eyjarslóð 11B.
e. Bréf Vörubíla- og vinnuvélaverkstæðisins ehf,. dags 25. september 2006 varðandi umsókn um lóð á hafnarsvæði Sundahafnar. (áður tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar þann 11. apríl 2006.
f. Bréf Urtusteins ehf., dags 6. október 2006 varðandi umsókn um lóð fyrir vöruhús.

Umsóknirnar lagðar fram, en afgreiðslu þeirra frestað.

17. Listi yfir fyrirliggjandi umsóknir um atvinnulóðir í Reykjavík og á Grundartanga og fyrirliggjandi verkefni í lóðargerð.

Lagður fram.

18. Bréf Sementsverk
smiðjunnar hf., dag. 5. september 2006 varðandi hafnaraðstöðu Sementsverksmiðjunnar hf í Reykjavík.

Lögð fram. Erindið verður skoðað með öðrum lóðarumsóknum sem borist hafa.

19. Kaupsamningur um skipti á eignarhlutum í fasteigninni Grandagarður 8, 101 Reykjavík.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kaupssamning og heimilar hafnarstjóra að ganga til viðræðna við sameigendur hafnarinnar að húsinu á sölu byggingarréttar þriðju hæðar til þeirra.

20. Bréf Íslenskra Fasteigna ehf,. varðandi nýjan lóðarleigusamning v. Grandagarðs 8.

Hafnarstjóra falið að ganga frá útgáfu á nýjum lóðaleigusamningi. Hafnarstjórn samþykkir að taka til sérstakrar skoðunar forkaupsréttarákvæði á umræddri lóð og aðliggjandi svæðum.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 13:45.

FaxaportsFaxaports linkedin