Ár 2006, þriðjudaginn 14. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 11:00.

Mættir: Björn Ingi Hrafnsson,
Sæmundur Víglundsson,
Hallfreður Vilhjálmsson,
Dagur B. Eggertsson,
Ólafur R. Jónsson,
Páll Brynjarsson.
Varafulltrúi: Margrét Sverrisdóttir,
Kristinn Vilbergsson.

Áheyrnarfulltrúar: Sigurður Jónasson, Sveinn Kristinsson.
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð og Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar.
 
1. Viðræður við fulltrúa fasteignafélagsins Stoða hf. vegna Holtavegs nr. 10, Holtagörðum.

Til viðræðna mættu: Örn Kjartansson, Halldór Guðmundsson f.h. Stoða hf. og gerður þeir grein fyrir fyrirhuguðum byggingaráformum við Holtagarða. Fram kom að fulltrúar Stoða hf. eru fúsir til viðræðna um að færa tengigötu út fyrir lóðarmörk þannig að unnt verði að vinna að vegtengingum svæðinu í samvinnu við Faxaflóahafnir sf.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindi Stoða hf. m.a. með vísan til framangreindrar lausnar um samstarf við höfnina varðandi vegtengingu.

2. Tilkynning um aðalfund Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. föstudaginn 17. nóvember kl. 12:00 í Safnaskálanum á Akranesi.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að fara með umboð hafnarinnar á fundinum og samþykkir að hann verði í stjórnum félaganna.

3.Drög að samningi við OR vegna fráveitumála.

Hafnarstjórn samþykkir efni samningsins og heimilar hafnarstjóra að undirrita samninginn.

4. Tillaga að breytingu á skilmálum vegna úthlutun lóða.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi tillögu að breyttum skilmálum við úthlutun lóða. Hafnarstjórn samþykkir að taka tillögurnar til afgreiðslu á næsta fundi enda hafi verið óskað álits lögfræðisviðs borgarinnar um skilmálana.

5. Forkaupsréttarmál.
a. Bréf Fasteignamarkaðsins ehf., dags. 26.10.2006 þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Eyjarslóð 9. Seljandi: Makron ehf., Kaupandi: Eignarhaldsfélagið Fengur ehf.
b. Bréf Fasteignamarkaðsins ehf., dags. 20.10.2006 þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Eyjarslóð 3. Seljandi: Ingimundur ehf., Kaupandi: Raftíðni ehf.
c. Bréf Akkurat fasteignasölu ehf,. dags. 23.10.2006 þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Fiskislóð 32. Seljandi: HB Grandi ehf., Kaupandi: Lindberg ehf.
d. Bréf Miðborgar fasteignasölu dags. 8. nóvember 2006 þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Fiskislóð 26. Seljandi: Björn ehf., Kaupandi: Lindberg ehf.

Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti fasteignanna með venjulegum fyrirvara um að starfsemin verði áfram í samræmi við skilmála lóðarleigusamninga og skipulags.

6. Dómur dags. 31. október 2006 Héraðsdóms Reykjavíkur. Júlíus Víðir Guðnason gegn Akraneskaupstað og Vátryggingarfélagi Íslands hf.

Lagður fram.

7. Fundargerð starfshóps um framtíðarnotkun og skipulag byggðar á Örfirisey frá 26.10.2006.

Lögð fram.

8. Önnur mál.

Hafnarstjóri lagði fram minnisblað um ýmis verkefni sem farið var yfir og hafnarstjóra heimilað að vinna áfram að þeim málum sem þar koma fram.
Samþykkt tillaga hafnarstjóra varðandi kaup á húsi undir fiskmarkað og varðandi skipalyftu í Lambhúsasundi.
Dagur B. Eggertsson lagði fram fyrirspurn um gerð samnings um verkefnastjórnun við Mýrargötuskipulag og óskaði eftir að verksamningur þar að lútandi verði lagður fyrir hafnarstjórn.
Ólafur R. Jónsson spurðist fyrir um eignarhald á landi í Gufunesi og á Geldinganesi.
Hafnarstjórn samþykkir umboð til handa hafnarstjóra að taka upp viðræður við Skipulagssjóð um eignir í Eiðsvík og Elliðavogi.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 13:00

FaxaportsFaxaports linkedin