Ár 2007, þriðjudaginn 30. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.

Mættir:
     
Björn Ingi Hrafnsson
     Kjartan Magnússon,
     Árni Þór Sigurðsson,
     Hallfreður Vilhjálmsson,
     Ólafur R. Jónsson
     Páll Brynjarsson
Varafulltrúi:
     Þórður Þórðarson
     Stefán Jóhann Stefánsson

Áheyrnarfulltrúar: Sigurður Jónasson og Sveinn Kristinsson.

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi og Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar.

1. Bréf Borgarstjóra Reykjavíkur dags. 16. janúar 2007 varðandi kosningu fulltrúa í hafnarstjórn. Fram kemur að Steinunn Valdís Óskarsdóttir taki sæti Dags B. Eggertssonar og Dofri Hermannsson taki sæti sem varamaður í stað Stefáns Jóhanns Stefánssonar.

Lagt fram.

2. Bréf Þyrpingar hf., dags 17. janúar 2007 varðandi heimild til landfyllingar við Örfirisey.

Hafnarstjórn vísar erindinu til umfjöllunar starfshóps um framtíðar nýtingu í Örfirisey og til umfjöllunar skipulagsráðs.

3. Lóðarumsóknir.

a. Bréf Efniviðar ehf., dags. 16. janúar 2007 varðandi ósk um lóð undir lagerbyggingu með skrifstofum.
b. Bréf Vilbergs Vilbergssonar dags. 10. janúar 2007 varðandi ósk um lóð fyrir bón og þvottastöð.

Umsóknirnar lagðar fram.

4. Forkaupsréttarmál.
a. Kauptilboð dags. 17. janúar 2007 í húseignina Geirsgata 11. Seljandi. Jón Ásbjörnsson hf. Kaupandi. Brim hf. Beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti.
b. Bréf Fasteignasölunnar Miðborgar dags. 11. janúar 2007 varðandi kauptilboð dags. 4. janúar 2007 í Klettagarða 25. Seljandi R.S. fasteignir ehf. Kaupandi. Saxhóll ehf. Beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti.
c. Bréf Fasteignasölunnar Foldar dags. 25. janúar 2007 varðandi forkaupsrétt fasteignarinnar að Eyjarslóð 7. Seljandi: Kukl ehf. Kaupandi: Árni Benediktsson og Eiríkur Óskarsson.

Hafnarstjórn fellur frá forkaupsrétti vegna Geirsgötu 11 með þeim fyrirvara að starfsemi í húsinu verði innan ramma skipulags og lóðarskilmála. Hafnarstjóra falið að ganga til viðræðna við kaupanda eignarinnar um þá starfsemi sem þar er fyrirhuguð. Hafnarstjórn samþykkir að falla einnig frá forkaupsrétti samkvæmt b og c lið með fyrirvara um að starfsemin verði innan ramma deiliskipulags og lóðarskilmála.

5. Bréf Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurbogar dags 15. janúar 2007 varðandi stækkun byggingarreits á lóðinni nr. 2 við Skútuvog

Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Bréf Fiskverkunnar Hafliða Baldvinssonar ehf. dags. 10. janúar 2007 varðandi áform þeirra um framkvæmdir á lóðinni Fiskislóð 36.

Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir og gefa lóðarhafanum eins mánaðar frest til að skila aðaluppdráttum ella verði vilyrði fyrir lóðinni afturkallað.

7. Bréf Straums-Hraðbergs ehf. dags. 10. janúar 2007 varðandi áform þeirra um framkvæmdir á lóðinni Fiskislóð 38.

Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir og gefa lóðarhafanum eins mánaðar frest til að skila aðaluppdráttum ella verði vilyrði fyrir lóðinni afturkallað.

8. Bréf Alþingis dags 17. janúar 2007 varðandi beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim atriðum sem fram koma í drögum að umsögn. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að umsögn.

9. Forsögn að deiliskipulagi D-reits.

Formaður hafnarstjórnar og hafnarstjóri gerðu grein fyrir stöðu málsins. Samþykkt að verkefnisstjóri, Salvör Jónsdóttir, mæti á næsta fund hafnarstjórnar til að gera frekari grein fyrir stöðu verkefnisins.

10. Styrkur vegna starfsmannaferðar.

Hafnarstjórn samþykkir að veita starfsmönum styrk að fjárhæð kr. 700.000 til fræðsluferðar.

11. Matsgerð dags. í janúar vegna lóðar á Gelgjutanga.

Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

12. Önnur mál.

a. Hafnarstjóra falið að skoða hvort möguleiki sé á aðstöðu fyrir gistiskýli og eldhús á hafnarsvæðinu í Örfirisey.
b. Yfirlýsing frá Lindberg ehf. dags. 11. 1. 2007 lögð fram.
c. Hallfreður spurðist fyrir um skipulagsvinnu á Grundartangasvæðinu. Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi fóru yfir stöðu málsins.
d. Þórður Þórðarson spurðist fyrir um líkantilraunir vegna hugmynda að stækkun Akraneshafnar. Hafnarstjóri og forstöðumaður tæknideildar gerðu grein fyrir stöðu málsins.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 13:15

Fundur nr. 35
Ár 2007, þriðjudaginn 30. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.
Mættir:

Björn Ingi Hrafnsson

Kjartan Magnússon,

Árni Þór Sigurðsson,

Hallfreður Vilhjálmsson,

Ólafur R. Jónsson

Páll Brynjarsson

Varafulltrúi:

Þórður Þórðarson

Stefán Jóhann Stefánsson

Áheyrnarfulltrúar:

Sigurður Jónasson og Sveinn Kristinsson.

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Jón Þorvaldsson, forstöðumaður tæknideildar.
1. Bréf Borgarstjóra Reykjavíkur dags. 16. janúar 2007 varðandi kosningu fulltrúa í hafnarstjórn. Fram kemur að Steinunn Valdís Óskarsdóttir taki sæti Dags B. Eggertssonar og Dofri Hermannsson taki sæti sem varamaður í stað Stefáns Jóhanns Stefánssonar.
Lagt fram.
2. Bréf Þyrpingar hf., dags 17. janúar 2007 varðandi heimild til landfyllingar við Örfirisey.
Hafnarstjórn vísar erindinu til umfjöllunar starfshóps um framtíðar nýtingu í Örfirisey og til umfjöllunar skipulagsráðs.
3. Lóðarumsóknir.

a. Bréf Efniviðar ehf., dags. 16. janúar 2007 varðandi ósk um lóð undir lagerbyggingu með skrifstofum.

b. Bréf Vilbergs Vilbergssonar dags. 10. janúar 2007 varðandi ósk um lóð fyrir bón og þvottastöð.

Umsóknirnar lagðar fram.
4. Forkaupsréttarmál.

a. Kauptilboð dags. 17. janúar 2007 í húseignina Geirsgata 11. Seljandi. Jón Ásbjörnsson hf. Kaupandi. Brim hf. Beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti.

b. Bréf Fasteignasölunnar Miðborgar dags. 11. janúar 2007 varðandi kauptilboð dags. 4. janúar 2007 í Klettagarða 25. Seljandi R.S. fasteignir ehf. Kaupandi. Saxhóll ehf. Beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti.

c. Bréf Fasteignasölunnar Foldar dags. 25. janúar 2007 varðandi forkaupsrétt fasteignarinnar að Eyjarslóð 7. Seljandi: Kukl ehf. Kaupandi: Árni Benediktsson og Eiríkur Óskarsson.

Hafnarstjórn fellur frá forkaupsrétti vegna Geirsgötu 11 með þeim fyrirvara að starfsemi í húsinu verði innan ramma skipulags og lóðarskilmála. Hafnarstjóra falið að ganga til viðræðna við kaupanda eignarinnar um þá starfsemi sem þar er fyrirhuguð. Hafnarstjórn samþykkir að falla einnig frá forkaupsrétti samkvæmt b og c lið með fyrirvara um að starfsemin verði innan ramma deiliskipulags og lóðarskilmála.
5. Bréf Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurbogar dags 15. janúar 2007 varðandi stækkun byggingarreits á lóðinni nr. 2 við Skútuvog
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Bréf Fiskverkunar Hafliða Baldvinssonar ehf. dags. 10. janúar 2007 varðandi áform þeirra um framkvæmdir á lóðinni Fiskislóð 36.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir og gefa lóðarhafanum eins mánaðar frest til að skila aðaluppdráttum ella verði vilyrði fyrir lóðinni afturkallað.
7. Bréf Straums-Hraðbergs ehf. dags. 10. janúar 2007 varðandi áform þeirra um framkvæmdir á lóðinni Fiskislóð 38.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir og gefa lóðarhafanum eins mánaðar frest til að skila aðaluppdráttum ella verði vilyrði fyrir lóðinni afturkallað.
8. Bréf Alþingis dags 17. janúar 2007 varðandi beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim atriðum sem fram koma í drögum að umsögn. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að umsögn.
9. Forsögn að deiliskipulagi D-reits.
Formaður hafnarstjórnar og hafnarstjóri gerðu grein fyrir stöðu málsins. Samþykkt að verkefnisstjóri, Salvör Jónsdóttir, mæti á næsta fund hafnarstjórnar til að gera frekari grein fyrir stöðu verkefnisins.
10. Styrkur vegna starfsmannaferðar.
Hafnarstjórn samþykkir að veita starfsmönum styrk að fjárhæð kr. 700.000 til fræðsluferðar.
11. Matsgerð dags. í janúar vegna lóðar á Gelgjutanga.
Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
12. Önnur mál.

a. Hafnarstjóra falið að skoða hvort möguleiki sé á aðstöðu fyrir gistiskýli og eldhús á hafnarsvæðinu í Örfirisey.

b. Yfirlýsing frá Lindberg ehf. dags. 11. 1. 2007 lögð fram.

c. Hallfreður spurðist fyrir um skipulagsvinnu á Grundartanga-svæðinu. Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi fóru yfir stöðu málsins.

d. Þórður Þórðarson spurðist fyrir um líkantilraunir vegna hugmynda að stækkun Akraneshafnar. Hafnarstjóri og forstöðumaður tæknideildar gerðu grein fyrir stöðu málsins.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 13:15

FaxaportsFaxaports linkedin