Ár 2007, þriðjudaginn 27. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.

Mættir:
     
Björn Ingi Hrafnsson
     Kjartan Magnússon,
     Árni Þór Sigurðsson,
     Hallfreður Vilhjálmsson,
     Ólafur R. Jónsson
     Páll Brynjarsson
     Steinunn Valdís Óskarsdóttir
     Varafulltrúi: Þórður Þórðarson

Áheyrnarfulltrúar: Sigurður Jónasson og Sveinn Kristinsson.

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Auður M. Sigurðardóttir, Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi og Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar.

    1. Forsögn að deiliskipulagi D-reits. Viðræður við Salvöru Jónsdóttur, verkefnisstjóra.

    Verkefnisstjóri gerði grein fyrir þeim atriðum sem fram koma i tillögu að forsögn fyrir D-reit og gerði grein fyrir framgangi verkefnisins. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að forsögn við deiliskipulagningu reitsins.

    2. Bréf SHA (sjúkrahús og heilsugæslustöðvar Akraness) dags. 6. febrúar 2007 varðandi framlag til kaupa á tölvusneiðmyndatæki.

    Lagt fram.

    3. Stefna og framhaldsstefna Reykjaprents ehf. gagnvart Reykjavíkurborg, Faxaflóahöfnum sf. og Vegagerðinni vegna ákvörðunar umhverfisráðs Reykjavíkurborgar um hljóðvist á Slippa- og Ellingsensreit.

    Lögð fram.

    4. Bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur dags. 14. febrúar 2007 varðandi makaskipti á Fiskislóð 36 og 38 annars vegar og lóðar austan við Fiskislóð 16-26 hins vegar.

    Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga til samninga við bréfritara um erindið.

    5. Lóðarumsóknir.
    a. Bréf Stálsmiðjunnar dags. 2. febrúar 2007 varðandi umsókn um lóð í jaðri Klafastaða.
    b. Bréf Pennans hf dags. 22, febrúar 2007 varðandi beiðni um viðræður um lóð fyrir vörugeymslur Pennans hf.
    c. Listi yfir óafgreiddar umsóknir.

    Hafnarstjóri lagði fram drög að svari við erindi Stálsmiðjunnar hf. sem hafnarstjórn samþykkir að verði sent fyrirtækinu.
    Hafnarstjóra falið að ræða við Pennann um umsóknina.
    Óafgreiddar umsóknir lagðar fram.

    6. Bréf Smáragarðs ehf. dags. 7. febrúar 2007 þar sem hvatt er til þess að umferð á fyrirhugaðri landfyllingu utan Örfiriseyjar verði sem mest beint í gegnum það verslana- og þjónustuhverfi sem nú þegar er að þróast.

    Hafnarstjórn vísar erindinu til umfjöllunar starfshóps um skipulag Örfiriseyjar og til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.

    7. Bréf Björgunnar ehf og Bygg ehf. dags. 8. febrúar 2007 varðandi hugmynd að Grandabyggð.

    Hafnarstjórn vísar erindinu til umfjöllunar starfshóps um skipulag Örfiriseyjar og til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.

    8. Bréf skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. febrúar 2007 varðandi hugmyndir um landfyllingar utan Örfiriseyjar. Í erindinu kemur fram að framkvæmdin sé háð breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur og mati á umhverfisáhrifum, en erindinu er vísað til frekari skoðunar í stýrihóp vegna endurskoðunar á aðalskipulagi.

    Hafnarstjórn vísar erindinu til starfshóps um skipulag Örfiriseyjar.

    9. Skipulagsmál á Grundartanga.

    Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir undirbúningi vinnu við deiliskipulag svæðisins.

    10. Útboðsverkefni árið 2007.
    a. Tilboð í byggingu þjónustuhúss á Skarfabakka.
    b. Yfirlit úboðsverka árið 2007.

    Gerð var grein fyrir þeim útboðum sem auglýst hafa verið og verða auglýst á næstunni.

    11. Erindi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar þar sem óskað er umsagnar um erindi GP arkitekta dags. 25. október Samntekt Þórarins Hjaltasonar hjá Almennu verkfræðistofunni hf. dags. 29.1.2007 um uppbyggingu við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu og áhrif aukinnar umferðar á gatnakerfi.

    Lögð var fram eftirfarandi tillaga: Hafnarstjórn samþykkir að senda skipulagsráði samantekt Þórarins Hjaltasonar varðandi umferðamál á svæðinu. Ljóst er að hugmyndir GP arkitekta eru ekki í samræmi við núgildandi aðalskipulag á svæðinu, en núverandi skilgreining svæðisins er hafna- og athafnasvæði. Komi til breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem geri ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu telur hafnarstjórn nauðsynlegt að teknar verði upp viðræður milli Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar um eignarhald á svæðinu þar sem heppilegra er að land undir íbúabyggð verði í eigu Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru lóðarleigusamningar útrunnir en í gildi yfirlýsing milli Faxaflóahafna sf. og lóðarhafa um að nýir lóðarleigusamningar verði gerðir þegar skipulag svæðisins liggur fyrir.
    Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn 2 (Með: BIH,KM,ÓRJ,ÞÞ,HV,BP. Móti: ÁÞS,SVÓ)

    Fulltrúar Samfylkingar og VG tilnefndir af Reykjavíkurborg, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson leggja fram eftirfarandi bókun: “Uppbygging þjónustu og skrifstofuhúsnæðis á svonefndum Kassagerðarreit er jákvæð.
    Við leggjumst hins vegar alfarið gegn því að heimiluð verði íbúðabyggð á hafnarsvæðinu norðan Sæbrautar. Með því er hætt við að mikilvægri atvinnustarfsemi verði ýtt út af hafnarsvæðinu á sama tíma og önnur hafnarsvæði, s.s. við Mýrargötu og í Örfirisey, eru að taka breytingum með minni hafnarstarfsemi og meiri áherslu á íbúða- og þjónustustarfsemi. Það teljum við vinna gegn hagsmunum hafnarinnar.”

    12. Bréf skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. 2. 2007 varðandi endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar þar sem óskað er eftir tilnefningu tengiliðs og upplýsingar varðandi ýmis atriði.

    Hafnarstjóra falið að tilnefna tengilið.

    13. Samkomulag um aðstöðu landamærastöðva í Sundahöfn.

    Hafnarstjórn samþykkir afgreiðslu málsins.

    14. Bréf Eimskipafélags Íslands ehf., dags 31. janúar 2007 varðandi samkomulag um rekstur siglingaverndar í farmstöð Eimskip í Vatnagörðum í Sundahöfn.

    Hafnarstjóri og forstöðumaður tæknideildar gerðu grein fyrir efni samningsins.

    15. Nýr lóðsbátur fyrir Faxaflóahafnir sf.

    Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að leita tilboða í nýjan lóðsbát í stað Jötuns og að miðað verði við kaup á nýjum báti með um 25 tonna togkrafti.

    16. Umsóknir um starf forstöðumanns á tæknideild og tæknimanns.

    Hafnarstjóri greindi frá umsóknum í þau störf sem auglýst voru og tillögum að ráðningum.

    17. Fjörusteinninn, umhverfisverðlaun.

    Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi:
    FJÖRUSTEININN eru umhverfisverðlaun sem stjórn Faxaflóahafna sf. veitir þeim fyrirtækjum á starfssvæði hafnanna sem þykja verðskulda viðurkenningu fyrir góðan árangur í umhverfismálum. Ár hvert veitir stjórn Faxaflóahafna einu fyrirtæki þessa viðurkenningu og skal afhendingin fara fram á aðalfundi Faxaflóahafna sf sem haldinn er í maí mánuði.

    Tveir fulltrúar stjórnar Faxaflóahafna sf. auk skipulagsfulltrúa fyrirtækisins og umhverfis- og öryggisfulltrúa skipa starfshóp sem skal leggja fram tillögu til stjórnarinnar um hvaða fyrirtæki skuli hljóta FJÖRUSTEININN hverju sinni.

    Tillögu starfshópsins skal fylgja rökstuðningur. Til grundvallar starfi sínu skal starfshópurinn taka mið af snyrtilegum frágangi lóða, húsa og umgengni um eignir, auk aðgerða viðkomandi fyrirtækis til að draga úr mengun og stuðla að umhverfisvænni starfsemi.

    Hafnarstjórn tilnefnir Kjartan Magnússon, sem formann hópsins og Dofra Hermannsson sem fulltrúa í starfshópinn.

    18. Drög að dagskrá vegna afmælis 90 ára afmælis Reykjavíkurhafnar.

    Lagt fram til kynningar.

    19. Ályktun Útvegsmannafélags Reykjavíkur dags. 27.2.2007 þar sem fagnað er uppbyggingu hafnarmannvirkja í Vesturhöfn ásamt því sem skorða er á stjórn Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborg um að stuðla að eflingu útgerðar í höfuðborginni auk þess sem lýst er yfir vilja til samstarfs um þau mál.

    Ályktunin lögð fram. Hafnarstjórn tekur undir efni ályktunarinnar.

    20. Ársreikningur Faxaflóahafna fyrir árið 2006.

    Ársreikningurinn lagður fram til kynningar en ákveðið að taka hann til afgreiðslu á næsta fundi.

    21. Önnur mál.

    Hafnarstjóri gerði grein fyrir málum varðandi siglingarvernd, rif eignar á Eyjarslóð o.fl. Páll nefndi nokkur atriði varðandi bókanir hafnarstjórnar. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulagi 45 m2 þjónustuhúss á Faxgarði. Hafnarstjórn samþykkir að senda tillöguna til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.

    Fleira ekki gert,

    Fundur nr. 36
    Ár 2007, þriðjudaginn 27. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.
    Mættir:

    Björn Ingi Hrafnsson

    Kjartan Magnússon,

    Árni Þór Sigurðsson,

    Hallfreður Vilhjálmsson,

    Ólafur R. Jónsson

    Páll Brynjarsson

    Steinunn Valdís Óskarsdóttir

    Varafulltrúi:

    Þórður Þórðarson

    Áheyrnarfulltrúar:

    Sigurður Jónasson

    Sveinn Kristinsson.

    Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Auður M. Sigurðardóttir, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Jón Þorvaldsson, forstöðumaður tæknideildar.
    1. Forsögn að deiliskipulagi D-reits. Viðræður við Salvöru Jónsdóttur, verkefnisstjóra.
    Verkefnisstjóri gerði grein fyrir þeim atriðum sem fram koma i tillögu að forsögn fyrir D-reit og gerði grein fyrir framgangi verkefnisins. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að forsögn við deiliskipulagningu reitsins.
    2. Bréf SHA (sjúkrahús og heilsugæslustöðvar Akraness) dags. 6. febrúar 2007 varðandi framlag til kaupa á tölvusneiðmyndatæki.
    Lagt fram.
    3. Stefna og framhaldsstefna Reykjaprents ehf. gagnvart Reykjavíkurborg, Faxaflóahöfnum sf. og Vegagerðinni vegna ákvörðunar umhverfisráðs Reykjavíkurborgar um hljóðvist á Slippa- og Ellingsensreit.
    Lögð fram.
    4. Bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur dags. 14. febrúar 2007 varðandi makaskipti á Fiskislóð 36 og 38 annars vegar og lóðar austan við Fiskislóð 16-26 hins vegar.
    Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga til samninga við bréfritara um erindið.
    5. Lóðarumsóknir.

    a. Bréf Stálsmiðjunnar dags. 2. febrúar 2007 varðandi umsókn um lóð í jaðri Klafastaða.

    b. Bréf Pennans hf. dags. 22, febrúar 2007 varðandi beiðni um viðræður um lóð fyrir vörugeymslur Pennans hf.

    c. Listi yfir óafgreiddar umsóknir.

    Hafnarstjóri lagði fram drög að svari við erindi Stálsmiðjunnar hf. sem hafnarstjórn samþykkir að verði sent fyrirtækinu.
    Hafnarstjóra falið að ræða við Pennann um umsóknina.
    Óafgreiddar umsóknir lagðar fram.
    6. Bréf Smáragarðs ehf. dags. 7. febrúar 2007 þar sem hvatt er til þess að umferð á fyrirhugaðri landfyllingu utan Örfiriseyjar verði sem mest beint í gegnum það verslana- og þjónustuhverfi sem nú þegar er að þróast.
    Hafnarstjórn vísar erindinu til umfjöllunar starfshóps um skipulag Örfiriseyjar og til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 
    7. Bréf Björgunnar ehf. og Bygg ehf. dags. 8. febrúar 2007 varðandi hugmynd að Grandabyggð.
    Hafnarstjórn vísar erindinu til umfjöllunar starfshóps um skipulag Örfiriseyjar og til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
    8. Bréf skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. febrúar 2007 varðandi hugmyndir um landfyllingar utan Örfiriseyjar. Í erindinu kemur fram að framkvæmdin sé háð breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur og mati á umhverfisáhrifum, en erindinu er vísað til frekari skoðunar í stýrihóp vegna endurskoðunar á aðalskipulagi.
    Hafnarstjórn vísar erindinu til starfshóps um skipulag Örfiriseyjar.
    9. Skipulagsmál á Grundartanga.
    Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir undirbúningi vinnu við deiliskipulag svæðisins.
    10. Útboðsverkefni árið 2007.

    a. Tilboð í byggingu þjónustuhúss á Skarfabakka.

    b. Yfirlit útboðsverka árið 2007.

    Gerð var grein fyrir þeim útboðum sem auglýst hafa verið og verða auglýst á næstunni.
    11. Erindi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar þar sem óskað er umsagnar um erindi GP arkitekta dags. 25. október Samantekt Þórarins Hjaltasonar hjá Almennu verkfræðistofunni hf. dags. 29.1.2007 um uppbyggingu við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu og áhrif aukinnar umferðar á gatnakerfi.
    Lögð var fram eftirfarandi tillaga: Hafnarstjórn samþykkir að senda skipulagsráði samantekt Þórarins Hjaltasonar varðandi umferðamál á svæðinu. Ljóst er að hugmyndir GP arkitekta eru ekki í samræmi við núgildandi aðalskipulag á svæðinu, en núverandi skilgreining svæðisins er hafna- og athafnasvæði. Komi til breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem geri ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu telur hafnarstjórn nauðsynlegt að teknar verði upp viðræður milli Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar um eignarhald á svæðinu þar sem heppilegra er að land undir íbúabyggð verði í eigu Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru lóðarleigusamningar útrunnir en í gildi yfirlýsing milli Faxaflóahafna sf. og lóðarhafa um að nýir lóðarleigu¬samningar verði gerðir þegar skipulag svæðisins liggur fyrir.
    Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn 2 (Með: BIH, KM, ÓRJ, ÞÞ, HV, BP. Móti: ÁÞS, SVÓ)
     
    Fulltrúar Samfylkingar og VG tilnefndir af Reykjavíkurborg, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson leggja fram eftirfarandi bókun: “Uppbygging þjónustu og skrifstofuhúsnæðis á svonefndum Kassagerðarreit er jákvæð.
    Við leggjumst hins vegar alfarið gegn því að heimiluð verði íbúða-byggð á hafnarsvæðinu norðan Sæbrautar. Með því er hætt við að mikilvægri atvinnustarfsemi verði ýtt út af hafnarsvæðinu á sama tíma og önnur hafnarsvæði, s.s. við Mýrargötu og í Örfirisey, eru að taka breytingum með minni hafnarstarfsemi og meiri áherslu á íbúða- og þjónustustarfsemi. Það teljum við vinna gegn hagsmunum hafnarinnar.”
    12. Bréf skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 20.2.2007 varðandi endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar þar sem óskað er eftir tilnefningu tengiliðs og upplýsingar varðandi ýmis atriði.
    Hafnarstjóra falið að tilnefna tengilið.
    13. Samkomulag um aðstöðu landamærastöðva í Sundahöfn.
    Hafnarstjórn samþykkir afgreiðslu málsins.
    14. Bréf Eimskipafélags Íslands ehf., dags 31. janúar 2007 varðandi samkomulag um rekstur siglingaverndar í farmstöð Eimskip í Vatnagörðum í Sundahöfn.
    Hafnarstjóri og forstöðumaður tæknideildar gerðu grein fyrir efni samningsins.
    15. Nýr lóðsbátur fyrir Faxaflóahafnir sf.
    Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjórn heimilar hafnar¬stjóra að leita tilboða í nýjan lóðsbát í stað Jötuns og að miðað verði við kaup á nýjum báti með um 25 tonna togkrafti.
    16. Umsóknir um starf forstöðumanns á tæknideild og tæknimanns.
    Hafnarstjóri greindi frá umsóknum í þau störf sem auglýst voru og tillögum að ráðningum.
    17. Fjörusteinninn, umhverfisverðlaun.
    Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi:
    FJÖRUSTEININN eru umhverfisverðlaun sem stjórn Faxaflóahafna sf. veitir þeim fyrirtækjum á starfssvæði hafnanna sem þykja verðskulda viðurkenningu fyrir góðan árangur í umhverfismálum. Ár hvert veitir stjórn Faxaflóahafna sf. einu fyrirtæki þessa viðurkenningu og skal afhendingin fara fram á aðalfundi Faxaflóahafna sf. sem haldinn er í maí mánuði. 
    Tveir fulltrúar stjórnar Faxaflóahafna sf. auk skipulagsfulltrúa fyrirtækisins og umhverfis- og öryggisfulltrúa skipa starfshóp sem skal leggja fram tillögu til stjórnarinnar um hvaða fyrirtæki skuli hljóta FJÖRUSTEININN hverju sinni. 
    Tillögu starfshópsins skal fylgja rökstuðningur. Til grundvallar starfi sínu skal starfshópurinn taka mið af snyrtilegum frágangi lóða, húsa og umgengni um eignir, auk aðgerða viðkomandi fyrirtækis til að draga úr mengun og stuðla að umhverfisvænni starfsemi.
    Hafnarstjórn tilnefnir Kjartan Magnússon, sem formann hópsins og Dofra Hermannsson sem fulltrúa í starfshópinn.
    18. Drög að dagskrá vegna afmælis 90 ára afmælis Reykjavíkurhafnar.
    Lagt fram til kynningar.
    19. Ályktun Útvegsmannafélags Reykjavíkur dags. 27.2.2007 þar sem fagnað er uppbyggingu hafnarmannvirkja í Vesturhöfn ásamt því sem skorða er á stjórn Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborg um að stuðla að eflingu útgerðar í höfuðborginni auk þess sem lýst er yfir vilja til samstarfs um þau mál.
    Ályktunin lögð fram. Hafnarstjórn tekur undir efni ályktunarinnar.
    20. Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2006.
    Ársreikningurinn lagður fram til kynningar en ákveðið að taka hann til afgreiðslu á næsta fundi.
    21. Önnur mál.
    Hafnarstjóri gerði grein fyrir málum varðandi siglingarvernd, rif eignar á Eyjarslóð o.fl. Páll nefndi nokkur atriði varðandi bókanir hafnarstjórnar. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögu að deili¬skipulagi 45 m2 þjónustuhúss á Faxgarði. Hafnarstjórn samþykkir að senda tillöguna til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
    Fleira ekki gert,
    fundi slitið kl. 14:00

    FaxaportsFaxaports linkedin