Ár 2007, miðvikudaginn 21. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:30.

 
Mættir:
     Björn Ingi Hrafnsson
     Kjartan Magnússon,
     Árni Þór Sigurðsson,
     Hallfreður Vilhjálmsson,
     Ólafur R. Jónsson
     Páll Brynjarsson
     Sæmundur Víglundsson
Varafulltrúi:     Dofri Hermannsson
                                     
 
Áheyrnarfulltrúar: Sigurður Jónasson og Sveinn Kristinsson.
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi og Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar.
 
1.      Ársreikningur Faxaflóahafna sf. 2006 ásamt drögum að umhverfisskýrslu hafnarinnar. Viðræður við endurskoðendur.
Endurskoðendur hafnarinnar þeir Theódór S. Sigurbergsson og Böðvar Ástvaldsson auk hafnarstjóra fóru yfir efni ársreikningsins og endurskoðunarskýrslu. Hafnarstjóri fór yfir efni umhverfisskýrslu hafnarinnar. Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn og samþykkir umhverfisskýrsluna.
 
2.      Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristjánssonar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni ársreikningsins og samþykkir stjórninn reikninginn.
 
3.      Aðalfundur Faxaflóahafna sf.  Ákvörðun um tímasetningu.
Hafnarstjórn samþykkir að boða til aðalfundar Faxaflóahafna föstudaginn 1. júní n.k. kl. 15:00. Formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra falið að undirbúa fundinn.
 
4.      Tillaga varðandi framkvæmdir við Sundabraut.
Stjórn Faxaflóahafna sf. lýsir yfir eindregnum áhuga og vilja fyrirtækisins til að koma að framkvæmdum við Sundabraut og leiða þær til lykta, en við stofnun Faxaflóahafna sf. var það m.a. eitt af markmiðum eigenda fyrirtækisins að hraða gerð Sundabrautar. Stjórnin samþykkir að óska eftir viðræðum við forsætisráðherra og samgönguráðherra um að Faxaflóahafnir sf. annist fjármögnun og byggingu Sundabrautar frá Kollafirði að Sæbraut, með öllum þeim mannvirkjum sem nauðsynleg eru, þ.m.t. mögulegum göngum, og ítrekar fyrri samþykktir um málið, enda þolir það ekki frekari bið.
 
Greinargerð:
 
Þann 25. nóvember árið 2005 átti stjórn Faxaflóahafna sf. fund með þáverandi forsætisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni. Þar var m.a. rætt um málefni Sundabrautar og nauðsyn þess að vinna að framgangi verkefnisins í heild og þar með talið að vinna að tvöföldun Hvalfjarðarganga. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. þann 10. janúar 2006 var samþykkt að fela formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra að koma sjónarmiðum Faxaflóahafna sf. á framfæri og óska eftir viðræðum við stjórnavöld um málið. Áttu þessir aðilar í framhaldi fund með Vegagerðinni um málið.
 
Faxaflóhafnir sf. eru eigendur að 23,5% hlutafjár í Eignarhaldsfélaginu Speli hf. sem á Spöl ehf. en það á og rekur Hvalfjarðargöng. Þann 9. janúar s.l. gerðu Vegagerðin og Spölur með sér samkomulag um niðurstöður viðræðna Vegagerðarinnar og Spalar ehf. vegna tvöföldunar Hringvegar á Kjalarnesi og tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Þar er m.a. kveðið á um fjármögnun nauðsynlegra undirbúningsframkvæmda s.s. vegna skipulagsmála, umhverfismats og landakaupa. Aðilar munu í samstarfsnefnd fara yfir framgang einstakra verkþátta og ræða áfram möguleika á áframhaldandi samstarfi þegar nauðsynlegum undirbúningi verður lokið árið 2008.
 
Stjórn Faxaflóahafna sf. telur lagningu Sundabrautar grundvallarframkvæmd vegna flutninga og starfsemi einstakra hafna á starfssvæði fyrirtækisins auk þess sem Sundabraut er lykilframkvæmd í vegakerfi höfuðborgarinnar og nágrennis m.a. með tilliti til öryggismála. Með aukinni byggð sem tengjast mun Vesturlandsvegi er brýnt að tryggja greiðar samgöngur höfuðborgarinnar til vesturs og norðurs auk þess sem mikilvægt er að samgönguæðar til og frá höfuðborginni séu eins tryggar og kostur er. Sundabraut mun skapa það öryggi sem nauðsynlegt er.
 
Stjórn Faxaflóahafna sf. telur tímabært að taka formlega ákvörðun um legu Sundabrautar þannig að framkvæmdir við verkefnið tefjist ekki lengur en raun ber vitni. Við stofnun Faxaflóahafna sf. var lýst yfir þeim vilja eigenda hafnarinnar að stuðla að framkvæmdum við Sundabraut og ítrekaði stjórn félagsins þann vilja sinn með samþykkt þann 10. janúar 2006. Á grundvelli þessa og ákvæða nýrra vegalaga samþykkir því stjórn Faxaflóahafna sf. að óska formlega eftir viðræðum um aðild hafnarinnar einnar eða í samstarfi við Eignarhaldsfélag Spalar hf. að fjármögnun og framkvæmdum við Sundabraut. Í viðræðum við ríkið verði ákveðið hvernig umfangi verkefnisins verði háttað, verkáföngum svo og tímalengd og aðferð við endurgreiðslu kostnaðar.
 
 
 
5.      Samkomulag við ODR um lóðamál á Gelgjutanga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni samkomulagsins og samþykkir hafnarstjórn það og felur hafnarstjóra að ganga frá nauðsynlegum gögnum þar að lútandi.
 
6.      Samkomulag um viðskipti Faxaflóahafna sf. og ODR.
Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið.
 
7.      Drög að samkomulagi við Fóðurblönduna hf. um lóðamál.
Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið og felur hafnarstjóra að undirrita samkomulagið.
 
8.      Samkomulag um viðskipti við Samskip.
Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið.
 
9.      Bréf Hafnasambands sveitafélaga dags. 22. febrúar 2007 varðandi ársreikning 2006, gildistíma löggiltra vigtarréttinda og samgönguáætlun.
Lagt fram.
 
10.     Málefni Fiskkaupa.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins og hugmyndum fyrirtækisins um byggingu fiskverkunar við Fiskislóð. Hafnarstjóra er falið að ganga frá gerð lóðagjaldasamningi við Fiskkaup fyrir lóðirnar nr. 36 og 38 við Fiskislóð.
 
11.     Önnur mál
Ákveðið að næsti fundur hafnarstjórnar verði þriðjudaginn 17. apríl 2007 kl. 11:00.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 14:00
 

Fundur nr. 37
Ár 2007, miðvikudaginn 21. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:30.
Mættir:

Björn Ingi Hrafnsson

Kjartan Magnússon

Árni Þór Sigurðsson

Hallfreður Vilhjálmsson

Ólafur R. Jónsson

Páll Brynjarsson

Sæmundur Víglundsson

Varafulltrúi:

Dofri Hermannsson

Áheyrnarfulltrúar:

Sigurður Jónasson og Sveinn Kristinsson.

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Jón Þorvaldsson, forstöðumaður tæknideildar.
1. Ársreikningur Faxaflóahafna sf. 2006 ásamt drögum að umhverfisskýrslu hafnarinnar. Viðræður við endurskoðendur.
Endurskoðendur hafnarinnar þeir Theódór S. Sigurbergsson og Böðvar Ástvaldsson auk hafnarstjóra fóru yfir efni ársreikningsins og endurskoðunarskýrslu. Hafnarstjóri fór yfir efni umhverfisskýrslu hafnarinnar. Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn og samþykkir umhverfisskýrsluna.
2. Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristjánssonar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni ársreikningsins og samþykkir stjórninn reikninginn.
3. Aðalfundur Faxaflóahafna sf. Ákvörðun um tímasetningu.
Hafnarstjórn samþykkir að boða til aðalfundar Faxaflóahafna sf. föstudaginn 1. júní n.k. kl. 15:00. Formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra falið að undirbúa fundinn.
4. Tillaga varðandi framkvæmdir við Sundabraut.
Stjórn Faxaflóahafna sf. lýsir yfir eindregnum áhuga og vilja fyrirtækisins til að koma að framkvæmdum við Sundabraut og leiða þær til lykta, en við stofnun Faxaflóahafna sf. var það m.a. eitt af markmiðum eigenda fyrirtækisins að hraða gerð Sundabrautar. Stjórnin samþykkir að óska eftir viðræðum við forsætisráðherra og samgönguráðherra um að Faxaflóahafnir sf. annist fjármögnun og byggingu Sundabrautar frá Kollafirði að Sæbraut, með öllum þeim mannvirkjum sem nauðsynleg eru, þ.m.t. mögulegum göngum, og ítrekar fyrri samþykktir um málið, enda þolir það ekki frekari bið.
Greinargerð:
Þann 25. nóvember árið 2005 átti stjórn Faxaflóahafna sf. fund með þáverandi forsætisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni. Þar var m.a. rætt um málefni Sundabrautar og nauðsyn þess að vinna að framgangi verkefnisins í heild og þar með talið að vinna að tvöföldun Hvalfjarðarganga. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. þann 10. janúar 2006 var samþykkt að fela formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra að koma sjónarmiðum Faxaflóahafna sf. á framfæri og óska eftir viðræðum við stjórnavöld um málið. Áttu þessir aðilar í framhaldi fund með Vegagerðinni um málið.
Faxaflóhafnir sf. eru eigendur að 23,5% hlutafjár í Eignarhaldsfélaginu Speli hf. sem á Spöl ehf. en það á og rekur Hvalfjarðargöng. Þann 9. janúar s.l. gerðu Vegagerðin og Spölur með sér samkomulag um niðurstöður viðræðna Vegagerðarinnar og Spalar ehf. vegna tvöföldunar Hringvegar á Kjalarnesi og tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Þar er m.a. kveðið á um fjármögnun nauðsynlegra undirbúningsframkvæmda s.s. vegna skipulagsmála, umhverfismats og landakaupa. Aðilar munu í samstarfsnefnd fara yfir framgang einstakra verkþátta og ræða áfram möguleika á áframhaldandi samstarfi þegar nauðsynlegum undirbúningi verður lokið árið 2008.
Stjórn Faxaflóahafna sf. telur lagningu Sundabrautar grundvallarframkvæmd vegna flutninga og starfsemi einstakra hafna á starfssvæði fyrirtækisins auk þess sem Sundabraut er lykilframkvæmd í vegakerfi höfuðborgarinnar og nágrennis m.a. með tilliti til öryggismála. Með aukinni byggð sem tengjast mun Vesturlandsvegi er brýnt að tryggja greiðar samgöngur höfuðborgarinnar til vesturs og norðurs auk þess sem mikilvægt er að samgönguæðar til og frá höfuðborginni séu eins tryggar og kostur er. Sundabraut mun skapa það öryggi sem nauðsynlegt er.
Stjórn Faxaflóahafna sf. telur tímabært að taka formlega ákvörðun um legu Sundabrautar þannig að framkvæmdir við verkefnið tefjist ekki lengur en raun ber vitni. Við stofnun Faxaflóahafna sf. var lýst yfir þeim vilja eigenda hafnarinnar að stuðla að framkvæmdum við Sundabraut og ítrekaði stjórn félagsins þann vilja sinn með samþykkt þann 10. janúar 2006. Á grundvelli þessa og ákvæða nýrra vegalaga samþykkir því stjórn Faxaflóahafna sf. að óska formlega eftir viðræðum um aðild hafnarinnar einnar eða í samstarfi við Eignarhaldsfélag Spalar hf. að fjármögnun og framkvæmdum við Sundabraut. Í viðræðum við ríkið verði ákveðið hvernig umfangi verkefnisins verði háttað, verkáföngum svo og tímalengd og aðferð við endurgreiðslu kostnaðar.
5. Samkomulag við ODR um lóðamál á Gelgjutanga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni samkomulagsins og samþykkir hafnarstjórn það og felur hafnarstjóra að ganga frá nauðsynlegum gögnum þar að lútandi.
6. Drög að samkomulagi við Fóðurblönduna hf. um lóðamál.
Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið og felur hafnarstjóra að undirrita samkomulagið.
7. Bréf Hafnasambands sveitafélaga dags. 22. febrúar 2007 varðandi ársreikning 2006, gildistíma löggiltra vigtarréttinda og samgönguáætlun.
Lagt fram.
8. Málefni Fiskkaupa.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins og hugmyndum fyrirtækisins um byggingu fiskverkunar við Fiskislóð. Hafnarstjóra er falið að ganga frá gerð lóðagjaldasamningi við Fiskkaup fyrir lóðirnar nr. 36 og 38 við Fiskislóð.
9. Önnur mál
Ákveðið að næsti fundur hafnarstjórnar verði þriðjudaginn 17. apríl 2007 kl. 11:00. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 14:00

FaxaportsFaxaports linkedin