Ár 2007, þriðjudaginn 17. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 11:00.

Mættir:
     Björn Ingi Hrafnsson
     Kjartan Magnússon,
     Árni Þór Sigurðsson,
     Ólafur R. Jónsson
     Sæmundur Víglundsson
     Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Varafulltrúi: Stefán G. Ármannsson.

Áheyrnarfulltrúar: Sigurður Jónasson og Sveinn Kristinsson.

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi og Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar.

Skýrsla endurskoðenda með ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2006.

Lögð fram.

Bréf Samgönguráðuneytis dags. 27. mars 2007 varðandi skipun starfshóps vegna Sundabrautar.
  Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að taka sæti í starfshópnum.

Bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 23. mars. 2007 varðandi lagningu Sundabrautar.

  Lagt fram.

Bréf Akraneskaupstaðar dags. 23. mars 2007 varðandi framkvæmdir við Sundabraut.

  Lagt fram.

Lóðamál HB Granda hf. á Norðurgarði.

  Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa fyrirtækisins og hugmyndum þeirra um uppbyggingu á Norðurgarði. Samþykkt að boða fulltrúa fyrirtækisins á næsta fund hafnarstjórnar.

Lóðarmál vegna Brúartorgs 1 – 3.

  Forstöðumaður tæknideildar gerði grein fyrir því að nú væri ofangreind lóð orðin byggingarhæf. Þann 27.6. 1996 samþykkti stjórn Reykjavíkurhafnar að úthluta lóðinni í sameiningu til Dreifingar ehf. og Gripið og Greitt hf. Þann 13.5. 2005 var Faxaflóahöfnum sf. tilkynnt af stjórnarformanni Gripið og Greitt hf. að fyrirtækið hygðist ekki fara í framkvæmdir á lóðinni heldur yrðu framkvæmdir á hendi Dreifingar ehf. Í samræmi við þá tilkynningu samþykkti stjórn Faxaflóahafna sf. þann 15. nóvember 2005 úthlutun lóðarinnar til Dreifingar ehf. Á árinu 2006 var fyrirtækið Gripið og Greitt hf. tekið til gjaldþrotaskipta og því endanlega ljóst að ekki gæti orðið af úthlutun lóðar til þess fyrirtækis. Á grundvelli framangreind samþykkir hafnarstjórn að fela hafnarstjóra að ganga frá lóðagjaldasamningi við Dreifingu ehf. á grundvelli fyrri ákvörðunar um úthlutun lóðarinnar til fyrirtækisins.

Lóðamál við Klettagarða og Korngarða.

  Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögum að lóðum fyrir Parket og Gólf hf. og Hringrás og hugmyndum þess fyrirtækis að uppbyggingu að Klettagörðum 7.

Tillaga að deiliskipulagi á Grundartanga.

  Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulagi lóða. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að taka upp viðræður við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar um framhald málsins.

Upplýsingar varðandi framkvæmdir í Vesturhöfn.

  Lagt fram.

90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar.

  Lagt fram.

Umsókn Köfunarskólanns / Maramynda ehf um húsnæði dags. 11. apríl 2007.

  Formaður hafnarstjórnar gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.

Bréf Dr. Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings dags. 26. mars 2007 varðandi beiðni um styrk.

  Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að kaupa eintök af bókinni.

Lóðarumsókn.

  Bréf Formaco ehf dags. 31. mars 2007 varðandi umsókn um lóð fyrir vöruhús við Sundahöfn.
  Bréf Íslenska eignafélagsins ehf dags. 10. apríl 2007 varðandi umsókn um lóð fyrir lager og skrifstofur.
  Umsóknirnar lagðar fram.

Forkaupsréttarmál.
  Beiðni Grandagarðs ehf um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Grandagarðs 9. fastanr. 200-0173. Seljandi Radíómiðlun- Ísmar ehf.
  Beiðni Grandagarðs ehf um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Grandagarðs 7. fastanr. 200-0172. Seljandi Radíómiðlun- Ísmar ehf.
  Erindi Lindbergs ehf dags. 13. apríl 2007 varðandi eignir að Hólmaslóð og Eyjaslóð.
  Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna ofangreindra mála. Varðandi staflið c er áskilið að yfirlýsing Lindbergs ehf. frá 16. febrúar 2007 um forkaups- og kauprétt Faxaflóahafna sf. haldi gildi sínu.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl.12:00