Ár 2007, þriðjudaginn 25. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.
 
Mættir:
     Björn Ingi Hrafnsson
     Kjartan Magnússon,
     Ólafur R. Jónsson
     Sæmundur Víglundsson
     Árni Þór Sigurðsson
     Hallfreður Vilhjálmsson
                                     
                                     
Áheyrnarfulltrúar: Þórdís Sigurgestsdóttir og Sveinn Kristinsson.
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð og Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála.
 
 
1.      Opnun nýrrar heimasíðu Faxaflóahafna sf.
Formaður hafnarstjórnar opnaði nýja heimasíðu Faxaflóahafna sf. þar sem m.a. er lögð aukin áhersla á ýmsar upplýsingar um verkefni fyrirtækisins.
 
2.      Málefni HB Granda hf. Bréf formanns stjórnar HB Granda hf. dags. 12. september 2007 varðandi flutning fyrirtækisins. Bréf bæjarráðs Akraness dags. 19. september 2007.
Bréfin lögð fram. Hafnarstjórn áréttar að fyrirtækið var reiðubúið til að fara í nauðsynlegar aðgerðir vegna hugmynda um flutning HB Granda hf. á Akranes. Hafnarstjórn mun áfram vinna að líkantilraunum, rannsóknum og gerð deiliskipulags hafnarinnar á Akranesi þannig að unnt verði að fara í þær framkvæmdir sem nauðsynlegar kunna að verða með hliðsjón af umsvifum í höfninni. Varðandi erindi HB Granda hf. þá er hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa fyrirtækisins um lóðamál þess.
 
3.      Lóðarumsóknir.
    1. Bréf Guðmundar Jónassonar ehf. dags. 21. september 2007 varðandi umsókn um lóð á Sundahafnasvæði.
Lagt fram.
 
4.      Forkaupsréttmál.
    1. Erindi Þingholts fasteignasölu dags. 25. september 2007 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 228-4610 og 228-4617. Seljandi Stór ehf. Kaupandi Pípumeistarinn – Býr ehf.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara.
 
5.      Fjárhagsáætlun 2008 og framkvæmdaáætlun 2008-2013 ásamt greinargerð hafnarstjóra.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi gögnum og greinargerð með fjárhagsáætlun. Hafnarstjórn samþykkir áætlunina.
 
6.      Málefni Mjólkurfélags Reykjavíkur.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Samþykkt að heimila honum að vinna áfram að málinu á þeim grundvelli sem gerð var grein fyrir.
 
7.      Útboð ríkisins á eignum NATO í Hvalfirði.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu málsins. Samþykkt að leggja fram tilboð í eignirnar á þeim grundvelli sem hafnarstjóri kynnti.
 
8.      Önnur mál.
Hafnarstjóri gerð grein fyrir tilboði í eignarhluta í Hitaveitu Hvalfjarðar. Hafnarstjóra falið að ganga til samninga um málið.
 
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 13:00
FaxaportsFaxaports linkedin