Ár 2007, þriðjudaginn 30. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.

 
Mættir:
     Björn Ingi Hrafnsson
     Árni Þór Sigurðsson
     Hanna Birna Kristjánsdóttir
Varafulltrúar:
     Ólafur R. Jónsson
     Þórður Þórðarson
     Sveinbjörn Eyjólfsson
     Stefán Benediktsson
 
Áheyrnarfulltrúar:
     Sveinn Kristinsson
     Þórdís Sigurgestsdóttir.
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð og Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar
 
1.    Kosning varaformanns.
Gerð var tillaga um að Árni Þór Sigurðsson verði varaformaður stjórnar og var það samþykkt með 5 atkvæðum en tveir sátu hjá.
 
2.    Áskorun íbúa Bryggjuhverfis dags. í ágúst s.l. varðandi starfsemi Björgunar hf. að Sævarhöfða 33.
Á vettvangi Faxaflóahafna sf. í samvinnu við Reykjavíkurborg er unnið að því að fyrirtækið geti flutt á nýtt athafnasvæði. Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og viðræðum við fulltrúa íbúa Bryggjuhverfisins og Reykjavíkurborgar um framgang málsins.

3.    Lóðaumsóknir:

    1. Bréf Járn & Glers ehf. og ÞOK ehf. dags. 12. október 2007 varðandi lóð undir atvinnuhúsnæði
    2. Bréf L 94 ehf. dags. 24. október 2007 varðandi umsókn um lóð undir verslunarmiðstöð.
Ekki er unnt að verða við úthlutun lóðar á því svæði sem óskað er eftir.
 
4.    Forkaupsréttarmál.
a.    Erindi Þingholts fasteignasölu dags. 27. september 2007 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 228-4616 og 228-4619. Seljandi Stór ehf. Kaupandi G3 fasteignafélag ehf.
b.    Erindi Eignamiðlunar ehf. dags. 23. október 2007 um að fallið verði frá forkaupsrétti að Skútuvogi 3 fastanr. 202-0926. Seljandi Gullinbursti ehf. Kaupandi Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara.
 
5.    Minnisblað hafnarstjóra dags 10. þ.m. varðandi starf nefndar um lagningu Sundabrautar.
Lagt fram.
 
6.    Rekstrar- og framkvæmdayfirlit m.v. janúar-september 2007.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu tekna, rekstrar og einstakra verkefna.
           
7.    Endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Samantekt um atriði varðandi aðalskipulag á hafnasvæði Faxaflóahafna sf.
Lagt fram. Hafnarstóra falið að kynna málið fyrir Skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
 
8.    Minnisblað markaðsstjóra Faxaflóahafna sf. dags. 10.10.2007 um 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar.
Lagt fram.
 
9.    Reglugerð fyrir Faxaflóahafnir sf.
Lögð fram tillaga að nýrri reglurgerð fyrir Faxaflóahafnir sf. Samþykkt að kynna ákvæði reglugerðarinnar varðandi afmörkun hafnarsvæða fyrir viðkomandi sveitarstjórnum og að taka reglugerðina til afgreiðslu á næsta fundi.
 
10.     Drög að breytingu á lóðarleigusamningum fyrir Faxaflóahafnir sf.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
 
11.     Umsögn skipulagsfulltrúa um erindi Snarfara um stækkun á hafnaraðstöðu félagsins. Bréf skipulagsstjóra dags. 13. f.m., 3. og 22. þ.m.
Hafnarstjórn mælir ekki með fyrirliggjandi hugmyndum um stækkun og samþykkir að fela hafnarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
 
12.     Bréf Hvalalífs ehf. dags. 15. október 2007 um staðsetningu Mb. Árness í Reykjavíkurhöfn.
Vísað er til fyrri afgreiðslu hafnarstjórnar um að núverandi staðsetningu skipsins sé til bráðabirgða og ekki unnt að veita vilyrði á þeim stað fyrir varanlegri legu. Við skipulagningu og nánari útfærslu fyrirliggjandi hugmynda verður skoðað með hvaða hætti megi koma til móts við aðila sem hyggast stunda ferðaþjónustu og veitingastarfsemi í höfninni.
 
13.     Yfirlýsing stjórnar Hitaveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. dags. 22.10. 2007 um að félagið hyggist neyta forkaupsréttar við sölu á 2,38% hlut í Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf.
Lagt fram.
 
14.     Bréf forstöðukonu V
íkurinnar-Sjóminjasafnsins í Reykjavík dags. 17.10.2007 um tilnefningu hafnarstjórnar í fulltrúaráð safnsins og aðalfund þess þann 30. nóvember 2007.
Samþykkt að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.
 
15.     Bréf Faxaflóahafna sf. til Hafrannsóknastofnunarinnar dags. 15. október 2007 varðandi húsnæðismál.
Lagt fram.
 
16.     Bréf formanns verkefnisstjórnar sorpsamlaganna á Suðvesturlandi dags. 17. október 2007 um staðsetningu aðalstöðva úrgangslausna.
Hafnarstjórn getur fallist á að staðsetningu á Grundartanga megi nota sem valkost við gerð umhverfismats, en komi slíkt til að verða áhugavert af hálfu Sorpu b.s. er gerður fyrirvari um samþykki Hvalfjarðarsveitar varðandi þá starfsemi.
 
17.     Önnur mál.
a.    Samþykkt að skýrsla um framtíð olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey verði send stjórnarfólki.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 13:00