Ár 2007, þriðjudaginn 11. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 11:00.

 
Mættir:
     Björn Ingi Hrafnsson
     Sæmundur Víglundsson
     Páll Snær Brynjarsson
     Hallfreður Vilhjálmsson
     Gísli Marteinn Baldursson
     Hanna Birna Kristjánsdóttir
     Árni Þór Sigurðsson
 
Varafulltrúi:
     Stefán Benediktsson
                         
Áheyrnarfulltrúar:
     Sveinn Kristinsson
     Þórdís Sigurgestsdóttir.
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar.
 
 
1.    Lóðaumsóknir.
a.    Bréf Heklu hf. dags. 19. 11.2007 varðandi umsókn um lóð undir Bílasvið og skrifstofur félagsins. Einnig ósk um afnot af lóð aftan við núverandi lóð félagsins að Klettagörðum.
b.    Bréf Siglingarfélags Reykjavíkur, Brokeyjar, dags. 22.11.2007 þar sem umsókn um lóð á Ingólfsgarði er ítrekuð.
c.    Ítrekuð umsókn Björgunarfélagsins Ársæls dags. 14. 11. 2007 um lóðina nr.1 á Grandagarði undir starfsemi félagsins.
Bréf Heklu lagt fram. Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara varðandi bráðabirgðaafnot baklóðar. Hafnarstjóra falið að kynna Portus ehf. hugmyndir Brokeyjar um byggingu á Ingólfsgarði. Erindi Björgunarsveitarinnar Ársæls frestað til næsta fundar.
 
2.    Forkaupsréttarmál.
a.    Bréf G3 fasteignafélags ehf. dags. 19.11.2007 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 228-4613 og 228-4619. Seljandi G3 fasteignafélag ehf. Kaupandi Mini Max ehf.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti eignarinnar með venjulegum fyrirvara um nýtingu lóðar og starfsemi á lóðinni.
 
 
3.    Bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar dags. 14.11.2007 um samninga við B-hluta félög.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
 
4.    Drög að samningi VÍS og Faxaflóahafna sf. um tryggingar hafnarinnar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu og honum falið að ljúka gerð samningsins.
 
5.    Gjaldskrá Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu breytingartillögum við gjaldskránna. Hafnarstjórn samþykkir gjaldskránna samhljóða.
 
6.    Rekstrar- og framkvæmdayfirlit m.v. janúar – október 2007.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
 
7.    Samantekt um lóðir og lóðarleigusamninga Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi lista.
 
8.    Boð um aðalfund Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. þann 29. 11. s.l. ásamt ársreikningi félagsins á skýrslu stjórnar.
Lagt fram.
 
9.    Starfshópur um Sundabraut.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi starfshóp um Sundabraut og voru ýmsir þættir málsins ræddir.
 
10.Skipulagsmál.
 
a.    Tillaga að breytingum á deiliskipulagi á Hólmaslóð og Fiskislóð í Reykjavík.
b.    Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Klettagarða 27, Reykjavík
c.    Bréf borgarlögmanns dags. 12.11.2007 þar sem óskað er eftir umsögn um lyfsöluleyfi í Holtagörðum (Holtavegi 10, Reykjavík). Svarbréf hafnarstjóra dags. 19.11.2007.
d.    Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Korngarða 1-3, Reykjavík.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögur að breytingum á deiliskipulagi samkvæmt liðum a, b og d. Liður c lagður fram.
 
11.Bréf formanns Starfsmannafélags Reykjavíkur dags. 19.11.2007 þar sem tilkynnt er um Þórdísi Björk Sigurgestsdóttir sem trúnaðarmann starfsmanna hjá Faxaflóahöfnum sf.
Lagt fram.
 
12.Bréf bæjarráðs Akraneskaupstaðar dags. 9.11.2007 og Hvalfjarðarsveitar dags. 19.11.2007 um staðfestingu á reglugerð fyrir Faxaflóahafnir sf.
Lagt fram.
 
13.Yfirlit forstöðumanns þróunarmála dags. 27.11.2007 varðandi útboð á árinu 2007.
Lagt fram.
 
14.Bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 2.11.2007, bréf bæjarráðs Akraneskaupstaðar dags. 05.11.2007 og bréf sveitarstjórnar Borgarbyggðar dags. 8.11.2007 þar sem tilkynnt er um samþykkir fyrir breytingum á sameignarfélagssamningi eigenda fyrirtækisins. Bréf Hvalfjarðarsveitar dags. 19.11.2007 varðandi breytingar á sameignarfélagssamningi fyrirtækisins.
Bréfin lögð fram.
 
 
15.Bréf Sigurðar A. Þóroddssonar hdl. f.h. R. S. fasteignafélags ehf., dags. 28.11.2007 um ósk eftir leiðréttingu á uppgjöri vegna galla á lóðinni nr. 25 við Klettagarða. Svarbréf forstöðumanns þróunar- og gæðamála dags. 05.12.2007.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara og leita leiða til lausnar málsins.
 
16.Bréf Þyrpingar hf., Bygg hf. og Björgunar hf. dags. 03.12.2007 um heimild til landfyllingar við Örfirisey.
Lagt fram.
 
17.Önnur mál.
a.    Örfiriseyjarnefnd. 
Formaður og hafnarstjóri fóru yfir stöðu mála en unnið er að skýrslu um stöðu málsins.
 
 
 
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 12:30
FaxaportsFaxaports linkedin