Ár 2008, þriðjudaginn 15. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 11:00.

 
Mættir:
Björn Ingi Hrafnsson
Páll Snær Brynjarsson
Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Árni Þór Sigurðsson
Sigrún Elsa Smáradóttir
 
Varafulltrúi:
Stefán Ármannsson
Þórður Þórðarson
 
Áheyrnarfulltrúar:
Sveinn Kristinsson
Þórdís Sigurgestsdóttir.
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Gunbjörn Marinósson, forstöðumaður tölvumála og Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar.
 
1.    Bréf Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. dags. 6.12.2007 um sölu Búa Grétars Vífilssonar á eignarhlut sínum og nýtingu forkaupsréttar að eignarhlut hans í félaginu.
Lagt fram.
 
2.    Bréf forstöðukonu Bókasafns Dagsbrúnar dags. 11.12.2007 um beiðni um endurnýjun styrksamnings til reksturs Bókasafni Dagsbrúnar.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
 
3.    Skýrsla starfshóps um Sundabraut dags. 14.01.2008.
Stjórn Faxaflóahafna sf. ítrekar fyrri ályktanir um mikilvægi Sundabrautar og nauðsyn þess að verkefnið komist sem allra fyrst á framkvæmdastig. Stjórn Faxaflóahafna sf. skorar á samgönguráðherra og Alþingi að setja verkefnið í forgang og tryggja með markvissum aðgerðum greiðan framgang þess þannig að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem allra fyrst. Ályktanir samtaka og sveitarstjórna á Vesturlandi og borgarstjórnar Reykjavíkur eru samhljóma og á þann veg að frekari tafir á lagningu Sundabrautar séu óásættanlegar.  
Skýrsla starfshópsins ber með sér það álit fulltrúa ríkisins að ekki geti orðið af því að semja án útboðs við Faxaflóahafnir sf. um aðkomu og umsjón með verkefninu. Fulltrúi Faxaflóahafna sf. í starfshópnum er ekki sammála þeirri niðurstöðu fulltrúa ríkisins m.a. með vísan til samsvarandi verkefna í Noregi. Stjórn Faxaflóahafna sf. lýsir sig enn sem fyrr reiðubúna að koma að þessu verkefni ef það má verða til þess að hraða framkvæmdum og tryggja framgang þess.
 
4.    Bréf Hvalaskoðunar Reykjavíkur ehf. dags. 12.12.2007 um framtíðarstaðsetningu hvalaskoðunarbáta í gömlu höfninni í Reykjavík.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
 
5.     Þakkarbréf framkvæmdastjóra Félags einstakra barna ódags. vegna
jólakortastyrks Faxaflóahafna sf. til félagsins.
 Lagt fram.
 
6.     Erindi Björgunarsveitarinnar Ársæls og slysavarnardeildar kvenna um stækkun húsnæðis þeirra að Grandagarði 1. Minnisblað skipulagsfulltrúa Vignis Albertssonar dags. 8.1. 2008.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að ganga til samninga við Björgunarfélagið Ársæl og slysavarnardeild kvenna um úthlutun lóðar á Grandagarði 1 og byggingu tveggja hæða húss vegna starfsemi aðila. Hafnarstjórn samþykkir einnig að fela hafnarstjóra að undirbúa breytingar á deiliskipulagi lóða við Grandagarð í samræmi við fyrirliggjandi tillögur þar um og leggja fyrir hafnarstjórn.
 
7.    Drög að samningi við Mjólkurfélag Reykjavíkur og Kornax ehf. dags. 18.01.2008 um
kaup á hluta eigna þeirra og úthlutun lóðar á Grundartanga.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning.
 
8.    Endurnýjun lóðarleigusamninga.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að endurnýja þá lóðarleigusamninga sem tillaga er gerð um.
 
9.    Framkvæmdir á árinu 2008.
a.    Mýrargötusvæði.
b.    Vogabakki.
c.    Grundartangi.
Hafnarstjóri, forstöðumaður þróunarmála og forstöðumaður tæknideildar gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda við ofangreind verkefni.
 
10.Tilboð í húseignina Grandagarð
14.
Lögð fram 16 tilboð í eignina. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við hæstbjóðanda Heimiliskaup ehf. um eignina, en tilboð fyrirtækisins nam 215,0 mkr.
 
11.Aðgerðir vegna óreiðuskipa og báta.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir aðgerðum vegna óreiðubáta í Gömlu höfninni.
 
12.Hugmyndir að skipulagi Akraneshafnar.
Hafnarstjóri og forstöðumaður þróunarmála gerðu grein fyrir hugmyndum að megin skipulagi Akraneshafnar. Hafnarstjórn samþykkir að fela þeim að kynna fyrirliggjandi hugmyndir fyrir bæjaryfirvöldum á Akranesi.
 
13.Bréf Dreifingar ehf. dags. 8.12.2007 og 10.1.2008 þar sem óskað er staðfestingar á Skúlagötu ehf. sem meðlóðarhafa að Brúarvogi 1-3.
Hafnarstjórn samþykkir erindið.
 
14.Reglugerð fyrir Faxaflóahafnir sf. Bréf lögfræðings borgarlögmanns dags. 3.01.2008 um yfirferð draga að nýrri reglugerð fyrir Faxaflóahafnir sf.
Hafnarstjórn samþykkir reglugerðina.
 
15.Starfsmannamál.
Hafnarstjórn samþykkir að hver fastráðinn starfsmaður Faxaflóahafna sf. eigi rétt á endurgreiðslu kostnaðar vegna heilsuræktar, sem nemur allt að kr. 20.000 á ári. Skilyrt er að um viðurkennda heilsurækt sé að ræða og skal starfsmaður leggja fram reikning í frumriti sem staðfestir kostnað viðkomandi af heilsuræktinni.
 
16.Bréf Eignarhaldsfélagsins Portusar hf. dags. 9.1.2008 um umsókn Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar um lóð á Ingólfsgarði.
Hafnarstjóra falið að kynna Brokey afstöðu Portusar hf. til málsins.
 
17. Bréf Hringrásar ehf. dags. 11.01.2008 um sameiningu lóðanna Klettagarðar 7 og Klettagarða 9.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
18.Önnur mál.
a.    Hafnarstjóri lagði fram drög að áætlun um fundi hafnarstjórnar á árinu 2008.
 
 
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 13:00

Fundur nr. 47
Ár 2008, þriðjudaginn 15. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 11:00.
Mættir:

Björn Ingi Hrafnsson

Páll Snær Brynjarsson

Gísli Marteinn Baldursson

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Árni Þór Sigurðsson

Sigrún Elsa Smáradóttir

Varafulltrúi:

Stefán Ármannsson

Þórður Þórðarson

Áheyrnarfulltrúar:

Sveinn Kristinsson

Þórdís Sigurgestsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Gunnbjörn Marinósson, forstöðumaður tölvumála og Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar.
1. Bréf Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. dags. 6.12.2007 um sölu Búa Grétars Vífilssonar á eignarhlut sínum og nýtingu forkaupsréttar að eignarhlut hans í félaginu.
Lagt fram.
2. Bréf forstöðukonu Bókasafns Dagsbrúnar dags. 11.12.2007 um beiðni um endurnýjun styrksamnings til reksturs Bókasafni Dagsbrúnar.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara. 
3. Skýrsla starfshóps um Sundabraut dags. 14.01.2008.
Stjórn Faxaflóahafna sf. ítrekar fyrri ályktanir um mikilvægi Sundabrautar og nauðsyn þess að verkefnið komist sem allra fyrst á framkvæmdastig. Stjórn Faxaflóahafna sf. skorar á samgönguráðherra og Alþingi að setja verkefnið í forgang og tryggja með markvissum aðgerðum greiðan framgang þess þannig að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem allra fyrst. Ályktanir samtaka og sveitarstjórna á Vesturlandi og borgarstjórnar Reykjavíkur eru samhljóma og á þann veg að frekari tafir á lagningu Sundabrautar séu óásættanlegar.
Skýrsla starfshópsins ber með sér það álit fulltrúa ríkisins að ekki geti orðið af því að semja án útboðs við Faxaflóahafnir sf. um aðkomu og umsjón með verkefninu. Fulltrúi Faxaflóahafna sf. í starfshópnum er ekki sammála þeirri niðurstöðu fulltrúa ríkisins m.a. með vísan til samsvarandi verkefna í Noregi. Stjórn Faxaflóahafna sf. lýsir sig enn sem fyrr reiðubúna að koma að þessu verkefni ef það má verða til þess að hraða framkvæmdum og tryggja framgang þess. 
4. Bréf Hvalaskoðunar Reykjavíkur ehf. dags. 12.12.2007 um framtíðarstaðsetningu hvalaskoðunarbáta í gömlu höfninni í Reykjavík.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
5. Þakkarbréf framkvæmdastjóra Félags einstakra barna ódags. vegna jólakortastyrks Faxaflóahafna sf. til félagsins.
Lagt fram.
6. Erindi Björgunarsveitarinnar Ársæls og slysavarnardeildar kvenna um stækkun húsnæðis þeirra að Grandagarði 1. Minnisblað skipulagsfulltrúa Vignis Albertssonar dags. 8.1. 2008.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að ganga til samninga við Björgunarfélagið Ársæl og slysavarnardeild kvenna um úthlutun lóðar á Grandagarði 1 og bygg-ingu tveggja hæða húss vegna starfsemi aðila. Hafnarstjórn samþykkir einnig að fela hafnarstjóra að undirbúa breytingar á deiliskipulagi lóða við Granda¬garð í samræmi við fyrirliggjandi tillögur þar um og leggja fyrir hafnarstjórn. 
7. Drög að samningi við Mjólkurfélag Reykjavíkur og Kornax ehf. dags. 18.01.2008 um kaup á hluta eigna þeirra og úthlutun lóðar á Grundartanga.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning. 
8. Endurnýjun lóðarleigusamninga.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að endurnýja þá lóðarleigu¬samninga sem tillaga er gerð um. 
9. Framkvæmdir á árinu 2008.

a. Mýrargötusvæði.

b. Vogabakki.

c. Grundartangi.

Hafnarstjóri, forstöðumaður þróunarmála og forstöðumaður tæknideildar gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda við ofangreind verkefni. 
10. Tilboð í húseignina Grandagarð 14.
Lögð fram 16 tilboð í eignina. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við hæstbjóðanda Heimiliskaup ehf. um eignina, en tilboð fyrirtækisins nam 215,0 mkr. 
11. Aðgerðir vegna óreiðuskipa og báta.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir aðgerðum vegna óreiðubáta í Gömlu höfninni. 
12. Hugmyndir að skipulagi Akraneshafnar.
Hafnarstjóri og forstöðumaður þróunarmála gerðu grein fyrir hugmyndum að megin skipulagi Akraneshafnar. Hafnarstjórn samþykkir að fela þeim að kynna fyrirliggjandi hugmyndir fyrir bæjaryfirvöldum á Akranesi. 
13. Bréf Dreifingar ehf. dags. 8.12.2007 og 10.1.2008 þar sem óskað er staðfestingar á Skúlagötu ehf. sem meðlóðarhafa að Brúarvogi 1-3.
Hafnarstjórn samþykkir erindið. 
14. Reglugerð fyrir Faxaflóahafnir sf. Bréf lögfræðings borgarlögmanns dags. 3.01.2008 um yfirferð draga að nýrri reglugerð fyrir Faxaflóahafnir sf.
Hafnarstjórn samþykkir reglugerðina. 
15. Starfsmannamál.
Hafnarstjórn samþykkir að hver fastráðinn starfsmaður Faxaflóahafna sf. eigi rétt á endurgreiðslu kostnaðar vegna heilsuræktar, sem nemur allt að kr. 20.000 á ári. Skilyrt er að um viðurkennda heilsurækt sé að ræða og skal starfsmaður leggja fram reikning í frumriti sem staðfestir kostnað viðkomandi af heilsuræktinni. 
16. Bréf Eignarhaldsfélagsins Portusar hf. dags. 9.1.2008 um umsókn Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar um lóð á Ingólfsgarði.
Hafnarstjóra falið að kynna Brokey afstöðu Portusar hf. til málsins.
17. Bréf Hringrásar ehf. dags. 11.01.2008 um sameiningu lóðanna Klettagarðar 7 og Klettagarða 9.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
18. Önnur mál.

a. Hafnarstjóri lagði fram drög að áætlun um fundi hafnarstjórnar á árinu 2008.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 13:00