Ár 2008, mánudaginn 10. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 11:00.

 
Mættir:
     Júlíus Vífill Ingvarsson
     Jórunn Frímannsdóttir
     Ásta Þorleifsdóttir
     Páll Snær Brynjarsson
     Hallfreður Vilhjálmsson
     Óskar Bergsson
     Björk Vilhelmsdóttir
     Sæmundur Víglundsson
 
Áheyrnarfulltrúar:
     Sveinn Kristinsson
     Þórdís Sigurgestsdóttir.
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
 
1.    Bréf Siglingastofnunar dags. 31.01.2008 um fjögurra ára samgönguáætlun 2009-2012.
Erindið lagt fram. Hafnarstjóra falið að sækja um framlag til framkvæmda við brimgarð á Akranesi.
 
2.    Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2007.
Theódór S. Sigurbergsson, lögg. endurskoðandi mætti á fundinn og gerði grein fyrir helstu niðurstöðutölum reikningsins. Hafnarstjórn samþykkir reikninginn.
 
3.    Tilboð í eignina Héðinsgötu 10, Reykjavík.
Hafnarstjórn samþykkir að selja eignina til P. Stefánssonar ehf. í samræmi við tilboð fyrirtækisins.
 
4.    Afrit af bréfi Tvítinda ehf. til formanns borgarráðs dags. 11.2.2008 vegna uppbyggingar á D-reit við Ingólfsgarð. Minnisblað hafnarstjóra dags. 6.3.2008.
Lagt fram.
 
5.    Bréf Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar dags. 22.2.2008 um ósk um þátttöku í kaupum á slökkvibíl fyrir slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
 
6.    Drög að sameignarfélagssamningi vatnsveitufélags, ódags.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi lagningu vatnsveitu á iðnaðarsvæðið á Grundartanga í samvinnu við Hvalfjarðarsveit. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að vinna áfram að stofnun sameignarfélags um verkefnið á grundvelli fyrirliggjandi draga að sameignarsamningi, sem verður lagður formlega fyrir hafnarstjórn til samþykktar.
 
7.    Bréf Parkets og Gólfs ehf. dags. 22.02.2008 um aðilabreytingu að lóðinni Klettagarðar 4. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna dags. 5.3.2008.
Afgreiðslu frestað.
 
8.    Bréf Deloitte hf. f.h. Eignarhaldsfélagsins Barðans ehf. dags. 29.2.2008 um aðilabreytingu að lóðinni Fiskislóð 23-25. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna dags. 3.3.2008.
Fyrir liggur að framkvæmdir eru hafnar á lóðinni og búið að reisa stálgrind á grunni húss í samræmi við fyrirliggjandi teikningar. Því fellst hafnarstjórn á að lóðarleigusamningur verði gefinn út í samræmi við óska eiganda hússins.
 
9.    Tillaga um að bjóða út rekstur þjónustumiðstöðvar á Skarfabakka.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að bjóða út leigu þjónustumiðstöðvar á Skarfabakka þar sem m.a. er gert ráð fyrir þjónustu við farþega og áhafnir skemmtiferðaskipa.
 
10.Önnur mál.
a.    Rætt um fyrirhugaða skoðunarferð hafnarstjórnar. Hafnarstjóri mun gera tillögu að dagsetningu.
 
 
 
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.  12:05

Fundur nr. 49
Ár 2008, mánudaginn 10. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 11:00.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Jórunn Frímannsdóttir

Ásta Þorleifsdóttir

Páll Snær Brynjarsson

Hallfreður Vilhjálmsson

Óskar Bergsson

Björk Vilhelmsdóttir

Sæmundur Víglundsson

Áheyrnarfulltrúar:

Sveinn Kristinsson

Þórdís Sigurgestsdóttir.

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
1. Bréf Siglingastofnunar dags. 31.01.2008 um fjögurra ára samgönguáætlun 2009-2012.
Erindið lagt fram. Hafnarstjóra falið að sækja um framlag til framkvæmda við brimgarð á Akranesi. 
2. Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2007.
Theódór S. Sigurbergsson, lögg. endurskoðandi mætti á fundinn og gerði grein fyrir helstu niðurstöðutölum reikningsins. Hafnarstjórn samþykkir reikninginn. 
3. Tilboð í eignina Héðinsgötu 10, Reykjavík.
Hafnarstjórn samþykkir að selja eignina til P. Stefánssonar ehf. í samræmi við tilboð fyrirtækisins. 
4. Afrit af bréfi Tvítinda ehf. til formanns borgarráðs dags. 11.2.2008 vegna uppbygg-ingar á D-reit við Ingólfsgarð. Minnisblað hafnarstjóra dags. 6.3.2008.
Lagt fram. 
5. Bréf Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar dags. 22.2.2008 um ósk um þátttöku í kaupum á slökkvibíl fyrir slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu. 
6. Drög að sameignarfélagssamningi vatnsveitufélags, ódags.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi lagningu vatnsveitu á iðnaðarsvæðið á Grundartanga í samvinnu við Hvalfjarðarsveit. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að vinna áfram að stofnun sameignarfélags um verkefnið á grundvelli fyrirliggjandi draga að sameignarsamningi, sem verður lagður formlega fyrir hafnarstjórn til samþykktar. 
7. Bréf Parkets og Gólfs ehf. dags. 22.02.2008 um aðilabreytingu að lóðinni Klettagarðar 4. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna dags. 5.3.2008.
Afgreiðslu frestað. 
8. Bréf Deloitte hf. f.h. Eignarhaldsfélagsins Barðans ehf. dags. 29.2.2008 um aðilabreytingu að lóðinni Fiskislóð 23-25. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna dags. 3.3.2008.
Fyrir liggur að framkvæmdir eru hafnar á lóðinni og búið að reisa stálgrind á grunni húss í samræmi við fyrirliggjandi teikningar. Því fellst hafnarstjórn á að lóðarleigusamningur verði gefinn út í samræmi við óska eiganda hússins. 
9. Tillaga um að bjóða út rekstur þjónustumiðstöðvar á Skarfabakka.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að bjóða út leigu þjónustu-miðstöðvar á Skarfabakka þar sem m.a. er gert ráð fyrir þjónustu við farþega og áhafnir skemmtiferðaskipa. 
10. Önnur mál.

a. Rætt um fyrirhugaða skoðunarferð hafnarstjórnar. Hafnarstjóri mun geta tillögu að dagsetningu.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 12:05