Ár 2008, föstudaginn 12. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

 
Mættir:
         Júlíus Vífill Ingvarsson
         Hallfreður Vilhjálmsson
         Dagur B. Eggertsson
         Guðmundur Gíslason
         Páll Snævar Brynjarsson
         Þorleifur Gunnlaugssoon
 
Varafulltrúi:
      Ólafur R. Jónsson
      Þórður Þórðarson 
                                  
Áheyrnarfulltrúar: 
         Sigríður Sigurbjörnsdóttir
         Guðni R. Tryggvason.
                       
  

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
 
 
1.     Bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 25.8. 2008 um niðurfellingu umboðs fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Faxaflóahafna sf. og tilnefning nýrra aðal- og varamanna.
Lagt fram.
 
2.    Kosning varaformanns.
Gerð var tillaga um Guðmund Gíslason og var hann kjörinn varaformaður.
 
3.    Bréf Eignarhaldsfélagsins Portus hf. dags. 20.6.2008 um hugmyndasamkeppni um svæði Gömlu hafnarinnar í Reykjavík.
Vísað til starfshóps um undirbúning hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina.
 
4.    Bréf skipulagsráðs Reykjavíkurborgar dags. 10.7.2008 um Geirsgötustokk og umferðarskipulag við Tónlistar- og ráðstefnuhús.
Lagt fram.
 
5.    Bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 5.6.2008 um drög að tillögu að breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi legu 1. áfanga Sundabrautar.
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti.
Stjórn Faxaflóahafna sf. ítrekar fyrri ályktanir um nauðsyn þess að hafist verði sem fyrst handa við gerð Sundabrautar í göngum. Um þessar mundir er unnið að umhverfismati framkvæmdarinnar og er áætlað að þeirri vinnu ljúki á árinu. Brýnt er að ákvörðun verði sem fyrst tekin um legu Sundabrautar þannig að hönnun verkefnisins geti hafist. Lagning Sundabrautar er mikilvægasta verkefnið í samgöngumálum höfuðborgarinnar og nærliggjandi byggða og því er frekari töf á framgangi verkefnisins óásættanleg.
 
 
6.    Lóðamál.
a.    Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 14.8.2008 vegna beiðni um viðbyggingu á lóðinni Fiskislóð 45.
b.    Bréf THG Arkitekta f.h. húseigenda vegna breytinga á húseigninni Skútuvogur 3. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 14.8.2008.
c.    Bréf Hvalaskoðunar Reykjavíkur ehf. og Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 1.9.2008 þar sem óskað er eftir viðræðum vegna lóðar fyrir þjónustuhús.
Hafnarstjóra falið að ræða við aðila varðandi lið c. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að kortleggja þróun verslunar á svæðinu frá Kleppsmýrarvegi að Kleppi og leggja fyrir stjórn tillögu að stefnumörkun varðandi landnotkun. Afgreiðslu erindis THG Arkitekta frestað til næsta fundar. Hafnarsjórn tekur jákvætt í erindi um viðbyggingu á lóðinni Fiskislóð 45.
 
7.    Forkaupsréttarmál.
a.    Erindi Zuma ehf. dags. 22.8.2008 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 231-2209. Seljandi VASA ehf. Kaupandi Zuma ehf.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna sölu eignarinnar með venjulegum fyrirvara.
 
8.    Bréf formanns Hafnasambands Íslands dags. 30.6.2008 um boðun á hafnasambandsþing dagana 25. og 26. september 2008 á Akureyri.
Lagt fram.
 
9.    Fundargerð aðalfundar Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. 2008.
Lögð fram.
 
10.Bréf Guðmundar Péturssonar hrl. f.h. Formprents ehf. dags. 1.8.2008 um framsal lóðarréttinda vegna Fiskislóðar 39 til Fiskislóðar 39 ehf.
Hafnarstjórn samþykkir erindið.
 
11.Bréf Tvítinda ehf. dags. 12.8.2008 þar sem óskað er áframhaldandi samstarfs vegna uppbyggingar á D-reit við Ingólfsgarð. Minnisblað hafnarstjóra dags. 6.3.2008
Hafnarstjóra falið að svara erindinu.
 
12.Sex mánaða uppgjör Faxaflóahafna sf. ásamt greinargerð hafnarstjóra.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum uppgjörsins. Uppgjörið lagt fram.
 
13.Sundahöfn, dýpkun – 3. áfangi. Minnisblað forstöðumanns þróunarmála dags. 24.8.2008 og 3.9.2008.
Forstöðumaður þróunarmála gerði grein fyrir fyrirhuguðum verkáföngum framkvæmda við Sundahöfn og tilboðum í dýpkun. Hafnarstjóra falið að ganga frá samningi við verktaka á grundvelli lægsta tilboðs.
 
14.Staða framkvæmda á vegum Faxaflóahafna sf. Minnisblað forstöðumanns tæknideildar dags. 14.8.2008. Minnisblað forstöðumanns þróunarmála dags. 22.8.2008 varðandi framkvæmdir við Mýrargötu- og Slippasvæði. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 1.9.2008 um stöðu framkvæmda á úthlutuðum lóðum.
Forstöðumaður tæknideildar gerði grein fyrir stöðu helstu verkefna m.a. í Vesturhöfn, á Grundartanga og við Vogabakka. Minnisblöðin lögð fram. 
 
15.Nýting verbúða við Grandagarð og Geirsgötu.
Hafnarstjóra falið að leggja fram tillögu að möguleikum á breyttri og víðtækari nýtingu verbúðanna við Geirsgötu og hluta verbúða við Grandagarð þar sem m.a. verði heimiluð þjónusta og verslun.
 
16.Málefni Sjóminjasafns Reykjavíkur. Fundargerð stjórnar Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík dags. 26.8.2008
Fundargerðin lögð fram. Hafnarstjórn samþykkir að leggja fram kr. 10.0 mkr. vegna framkvæmda við lagningu Óðins við safnabryggju og merkingu Sjóminjasafnsins. Gerð var grein fyrir framgangi endurbóta á fasteigninni Grandagarður 8.
 
17.Aðalfundur AIVP og ráðstefna um borgir og hafnir 18. og 19. júní 2009 í Reykjavík.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi fundarins.
 
18.Önnur mál.
a.    Hafnarstjóri gerði grein fyrir undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
b.    Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að láta gera stutt kynningarmyndband um starfsemi Faxaflóahafna sf.
c.    Næsti fundur verði haldinn föstudaginn 10. október kl. 09:00.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30.
 
 

Fundur nr. 53
Ár 2008, föstudaginn 12. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Hallfreður Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson

Guðmundur Gíslason

Páll Snævar Brynjarsson

Þorleifur Gunnlaugsson

Varafulltrúar:

Ólafur R. Jónsson

Þórður Þórðarson

Áheyrnarfulltrúar:

Sigríður Sigurbjörnsdóttir

Guðni R. Tryggvason.

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
1. Bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 25.8. 2008 um niðurfellingu umboðs fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Faxaflóahafna sf. og tilnefning nýrra aðal- og varamanna.
Lagt fram. 
2. Kosning varaformanns.
Gerð var tillaga um Guðmund Gíslason og var hann kjörinn varaformaður. 
3. Bréf Eignarhaldsfélagsins Portus hf. dags. 20.6.2008 um hugmyndasamkeppni um svæði Gömlu hafnarinnar í Reykjavík.
Vísað til starfshóps um undirbúning hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina. 
4. Bréf skipulagsráðs Reykjavíkurborgar dags. 10.7.2008 um Geirsgötustokk og umferðarskipulag við Tónlistar- og ráðstefnuhús.
Lagt fram. 
5. Bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 5.6.2008 um drög að tillögu að breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi legu 1. áfanga Sundabrautar.
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti.
Stjórn Faxaflóahafna sf. ítrekar fyrri ályktanir um nauðsyn þess að hafist verði sem fyrst handa við gerð Sundabrautar í göngum. Um þessar mundir er unnið að umhverfismati framkvæmdarinnar og er áætlað að þeirri vinnu ljúki á árinu. Brýnt er að ákvörðun verði sem fyrst tekin um legu Sundabrautar þannig að hönnun verkefnisins geti hafist. Lagning Sundabrautar er mikilvægasta verkefnið í samgöngumálum höfuðborgarinnar og nærliggjandi byggða og því er frekari töf á framgangi verkefnisins óásættanleg. 
6. Lóðamál.

a. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 14.8.2008 vegna beiðni um viðbyggingu á lóðinni Fiskislóð 45.

b. Bréf THG Arkitekta f.h. húseigenda vegna breytinga á húseigninni Skútuvogur 3. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 14.8.2008.

c. Bréf Hvalaskoðunar Reykjavíkur ehf. og Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 1.9.2008 þar sem óskað er eftir viðræðum vegna lóðar fyrir þjónustuhús.

Hafnarstjóra falið að ræða við aðila varðandi lið c. Hafnarstjórn felur hafnar-stjóra að kortleggja þróun verslunar á svæðinu frá Kleppsmýrarvegi að Kleppi og leggja fyrir stjórn tillögu að stefnumörkun varðandi landnotkun. Afgreiðslu erindis THG Arkitekta frestað til næsta fundar. Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindi um viðbyggingu á lóðinni Fiskislóð 45. 
7. Forkaupsréttarmál.

a. Erindi Zuma ehf. dags. 22.8.2008 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 231-2209. Seljandi VASA ehf. Kaupandi Zuma ehf.

Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna sölu eignarinnar með venjulegum fyrirvara. 
8. Bréf formanns Hafnasambands Íslands dags. 30.6.2008 um boðun á hafna-sambandsþing dagana 25. og 26. september 2008 á Akureyri.
Lagt fram. 
9. Fundargerð aðalfundar Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. 2008.
Lögð fram. 
10. Bréf Guðmundar Péturssonar hrl. f.h. Formprents ehf. dags. 1.8.2008 um framsal lóðarréttinda vegna Fiskislóðar 39 til Fiskislóðar 39 ehf.
Hafnarstjórn samþykkir erindið. 
11. Bréf Tvítinda ehf. dags. 12.8.2008 þar sem óskað er áframhaldandi samstarfs vegna uppbyggingar á D-reit við Ingólfsgarð. Minnisblað hafnarstjóra dags. 6.3.2008
Hafnarstjóra falið að svara erindinu. 
12. Sex mánaða uppgjör Faxaflóahafna sf. ásamt greinargerð hafnarstjóra.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum uppgjörsins. Uppgjörið lagt fram. 
13. Sundahöfn, dýpkun – 3. áfangi. Minnisblað forstöðumanns þróunarmála dags. 24.8.2008 og 3.9.2008.
Forstöðumaður þróunarmála gerði grein fyrir fyrirhuguðum verkáföngum framkvæmda við Sundahöfn og tilboðum í dýpkun. Hafnarstjóra falið að ganga frá samningi við verktaka á grundvelli lægsta tilboðs. 
14. Staða framkvæmda á vegum Faxaflóahafna sf. Minnisblað forstöðumanns tæknideildar dags. 14.8.2008. Minnisblað forstöðumanns þróunarmála dags. 22.8.2008 varðandi framkvæmdir við Mýrargötu- og Slippasvæði. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 1.9.2008 um stöðu framkvæmda á úthlutuðum lóðum.
Forstöðumaður tæknideildar gerði grein fyrir stöðu helstu verkefna m.a. í Vesturhöfn, á Grundartanga og við Vogabakka. Minnisblöðin lögð fram. 
15. Nýting verbúða við Grandagarð og Geirsgötu.
Hafnarstjóra falið að leggja fram tillögu að möguleikum á breyttri og víðtækari nýtingu verbúðanna við Geirsgötu og hluta verbúða við Grandagarð þar sem m.a. verði heimiluð þjónusta og verslun. 
16. Málefni Sjóminjasafns Reykjavíkur. Fundargerð stjórnar Víkurinnar – Sjóminja-safnsins í Reykjavík dags. 26.8.2008
Fundargerðin lögð fram. Hafnarstjórn samþykkir að leggja fram kr. 10.0 mkr. vegna framkvæmda við lagningu Óðins við safnabryggju og merkingu Sjóminjasafnsins. Gerð var grein fyrir framgangi endurbóta á fasteigninni Grandagarður 8. 
17. Aðalfundur AIVP og ráðstefna um borgir og hafnir 18. og 19. júní 2009 í Reykjavík.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi fundarins. 
18. Önnur mál.

a. Hafnarstjóri gerði grein fyrir undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.

b. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að láta gera stutt kynningarmyndband um starfsemi Faxaflóahafna sf.

c. Næsti fundur verði haldinn föstudaginn 10. október kl. 09:00.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30.