Ár 2009 , föstudaginn 13. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:           
               Júlíus Vífill Ingvarsson
               Guðmundur Gíslason
               Hallfreður Vilhjálmsson
               Páll Snær Brynjarsson
               Dagur B. Eggertsson
               Þorleifur Gunnlaugsson
 
Varafulltr.     
               Ólafur R. Jónsson
               Þórður Þórðarson
                                     
Áheyrnarfulltrúar: 
               Guðni R. Tryggvason.
                       
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.   
 
1. Hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina – drög að framtíðarsýn.
    Formaður gerði grein fyrir helstu atriðum hugmyndasamkeppninnar um Gömlu höfnina og stöðu mála.
    Hafnarstjórn gerir ekki ahugasemdir við tillögu að framtíðarsýn Gömlu hafnarinnar.
 
2. Erindi Íbúasamtaka Vesturbæjar og Íbúasamtaka Miðborgar dags. í janúar um endurskoðun skipulags á Slippareit.
Lagt fram. Hafnarstjórn vísar til vinnu við hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina og þess að þátttakendum verði heimilt að koma með hugmyndir og tillögur um svæðið.
Þorleifur Gunnlaugsson leggur fram eftirfarandi bókun: “Fagna ber þeirri opnu hugmyndasamkeppni sem Faxaflóahafnir standa nú fyrir um framtíðarskipulag Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Miklar væntingar eru til þess að frjóar og fjölbreyttar hugmyndir komi fram um þetta gríðarlega mikilvæga svæði fyrir þróun miðborgarinnar til lengri framtíðar bæði frá fagfólki og almenningi. Ábendingar íbúasamtaka Miðborgar og Vesturbæjar eru afar mikilvægt framlag í þá umræðu á þessu stigi og ber að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem þar koma fram eins og nokkurs er kostur. Sérstaklega er brýnt að freista þess að tengja Gömlu höfnina eftir megni við fíngerða byggð gamla Vesturbæjarins.” 
 
3. Lóða- og skipulagsmál.
a. Innlausn lóða.
                                       I.   Erindi Nordic Partners dags. 20.1.2009 um innlausn lóðarinnar nr. 41 við Fiskislóð.
                                     II.   Innlausn á lóð Eimskipa við Korngarða.
                                    III.   Umsókn Harðar Harðarsonar dags. 30.5.2008 um stækkun lóðar og viðbyggingu við Mýrargötu 14.
Hafnarstjóra heimilað að ganga frá innlausn lóðarinnar við Fiskislóð 41. Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga frá nýjum lóðarmörkum Mýrargötu 14 í samræmi við gildandi deiliskipulag. Hafnarstjóri gerði grein fyrir innlausn lóðar Eimskipa hf. við Korngarða.
 
b.    Deiliskipulag á Skarfabakka.
Skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir að breytingu á lóðaskipulagi á Skarfabakka.
 
c.    Deiliskipulag hafnarsvæðisins utan Klepps.
Hafnarstjóri greindi frá fyrirhugaðri vinnu við deiliskipulag utan Klepps og ýmsum atriðum sem tengjast þeirri vinnu.
 
d.    Deiliskipulag hafnarsvæðisins á Akranesi.
Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir fyrirhugaðri deiliskipulagsvinnu á Akranesi.
 
e.    Rannsóknir vegna landfyllinga við Akranes.
Forstöðumaður þróunarmála gerði grein fyrir undirbúningi að mögulegri landfyllingu við Akraneshöfn.
 
f.     Deiliskipulag á Ingólfsgarði vegna Brokeyjar.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála við breytingu á deiliskipulagi á Ingólfsgarði. Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til umfjöllunar skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
 
4. Forkaupsréttarmál:
          a.    Erindi Eignamiðlunar dags. 13.1.2009 varðandi beiðni um fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 9 fastanr. 221-7920. Seljandi Minjavernd hf.
               Kaupandi Ísar ehf.
    Hafnarstjórn fellur frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um nýtingu lóðar og deiliskipulag.
 
5. Yfirlýsing Samtaka verslunar og þjónustu dags. 29.1.2009 varðandi gjaldskrá
    Faxaflóahafna sf.
    Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.
 
 
6. Meðferð óverðtryggðra verksamninga. Minnisblað aðstoðar hafnarstjóra, forstöðumanns rekstrardeildar og forstöðumanns tæknideildar dags. 5. febrúar 2009.
    Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim verkefnum sem málið varðar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
7.  Kynntar niðurstöður útboðs á hafnargæslu á Grundartanga. Minnisblað
     forstöðumanns þróunar- og gæðamála dags. 29.1.2009.
     Lagt fram.
 
8.   Minnisblað varðandi lóðarleigusamninga sem renna út á árinu 2009.
      Lagt fram. Samþykkt að taka málið að nýju fyrir á næsta fundi.
 
9.   Skýrsla varðandi atvinnuþróun og atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni og í  
      Örfirisey. 
      Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum skýrslunnar. Hafnarstjórn færir skýrsluhöfundi Sigríði K. Kristþórsdóttur þakkir fyrir vel unna skýrslu.
   
10. Kynning á skýrslu um Norðurhafssiglingar.
      Forstöðumaður þróunarmála gerði grein fyrir helstu niðurstöðum skýrslu sem unnin var fyrir nokkrar hafnir um
      norðurhafssiglingar.
 
Starfsmenn hafnarinnar véku af fundi.
 
11. Bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra dags. 20.1.2009 þar sem óskað er
      upplýsinga um laun og kjör helstu stjórnenda B-hluta fyrirtækja borgarinnar.
      Umræður um laun stjórnenda. Hafnarstjóra falið að svara fyrirliggjandi  
      bréfi.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45
 
 
 

Fundur nr. 58
Ár 2009, föstudaginn 13. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Guðmundur Gíslason

Hallfreður Vilhjálmsson

Páll Snær Brynjarsson

Dagur B. Eggertsson

Þorleifur Gunnlaugsson

Varafulltr.

Ólafur R. Jónsson

Þórður Þórðarson

Áheyrnarfulltrúar:

Guðni R. Tryggvason.

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
1. Hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina – drög að framtíðarsýn.
Formaður gerði grein fyrir helstu atriðum hugmyndasamkeppninnar um Gömlu höfnina og stöðu mála. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu að framtíðarsýn Gömlu hafnarinnar.
2. Erindi Íbúasamtaka Vesturbæjar og Íbúasamtaka Miðborgar dags. í janúar um endurskoðun skipulags á Slippareit.
Lagt fram. Hafnarstjórn vísar til vinnu við hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina og þess að þátttakendum verði heimilt að koma með hugmyndir og tillögur um svæðið.
Þorleifur Gunnlaugsson leggur fram eftirfarandi bókun: “Fagna ber þeirri opnu hugmyndasamkeppni sem Faxaflóahafnir standa nú fyrir um framtíðar¬skipulag Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Miklar væntingar eru til þess að frjóar og fjölbreyttar hugmyndir komi fram um þetta gríðarlega mikilvæga svæði fyrir þróun miðborgarinnar til lengri framtíðar bæði frá fagfólki og almenningi. Ábendingar íbúasamtaka Miðborgar og Vesturbæjar eru afar mikilvægt framlag í þá umræðu á þessu stigi og ber að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem þar koma fram eins og nokkurs er kostur. Sérstaklega er brýnt að freista þess að tengja Gömlu höfnina eftir megni við fíngerða byggð gamla Vesturbæjarins.”
3. Lóða- og skipulagsmál.

a. Innlausn lóða.

I. Erindi Nordic Partners dags. 20.1.2009 um innlausn lóðarinnar nr. 41 við Fiskislóð.

II. Innlausn á lóð Eimskipa við Korngarða.

III. Umsókn Harðar Harðarsonar dags. 30.5.2008 um stækkun lóðar og viðbyggingu við Mýrargötu 14.

Hafnarstjóra heimilað að ganga frá innlausn lóðarinnar við Fiskislóð 41. Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga frá nýjum lóðar-mörkum Mýrargötu 14 í samræmi við gildandi deiliskipulag. Hafnarstjóri gerði grein fyrir innlausn lóðar Eimskipa hf. við Korngarða.

b. Deiliskipulag á Skarfabakka.

Skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir að breytingu á lóðaskipulagi á Skarfabakka.

c. Deiliskipulag hafnarsvæðisins utan Klepps.

Hafnarstjóri greindi frá fyrirhugaðri vinnu við deiliskipulag utan Klepps og ýmsum atriðum sem tengjast þeirri vinnu.

d. Deiliskipulag hafnarsvæðisins á Akranesi.

Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir fyrirhugaðri deiliskipulags-vinnu á Akranesi.

e. Rannsóknir vegna landfyllinga við Akranes.

Forstöðumaður þróunarmála gerði grein fyrir undirbúningi að mögulegri landfyllingu við Akraneshöfn.

f. Deiliskipulag á Ingólfsgarði vegna Brokeyjar.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála við breytingu á deiliskipulagi á Ingólfsgarði. Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til umfjöllunar skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
4. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi Eignamiðlunar dags. 13.1.2009 varðandi beiðni um fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 9 fastanr. 221-7920. Seljandi Minjavernd hf. Kaupandi Ísar ehf.

Hafnarstjórn fellur frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um nýtingu lóðar og deiliskipulag.
5. Yfirlýsing Samtaka verslunar og þjónustu dags. 29.1.2009 varðandi gjaldskrá Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.
6. Meðferð óverðtryggðra verksamninga. Minnisblað aðstoðar hafnarstjóra, forstöðu-manns rekstrardeildar og forstöðumanns tæknideildar dags. 5. febrúar 2009.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim verkefnum sem málið varðar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
7. Kynntar niðurstöður útboðs á hafnargæslu á Grundartanga. Minnisblað fostöðu-manns þróunar- og gæðamála dags. 29.1.2009.
Lagt fram.
8. Minnisblað varðandi lóðarleigusamninga sem renna út á árinu 2009.
Lagt fram. Samþykkt að taka málið að nýju fyrir á næsta fundi. 
9. Skýrsla varðandi atvinnuþróun og atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni og í Örfirisey.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum skýrslunnar. Hafnarstjórn færir skýrsluhöfundi Sigríði K. Kristþórsdóttur þakkir fyrir vel unna skýrslu. 
10. Kynning á skýrslu um Norðurhafssiglingar.
Forstöðumaður þróunarmála gerði grein fyrir helstu niðurstöðum skýrslu sem unnin var fyrir nokkrar hafnir um norðurhafssiglingar. 
Starfsmenn hafnarinnar véku af fundi.
11. Bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra dags. 20.1.2009 þar sem óskað er upplýsinga um laun og kjör helstu stjórnenda B-hluta fyrirtækja borgarinnar.
Umræður um laun stjórnenda. Hafnarstjóra falið að svara fyrirliggjandi bréfi. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45