Ár 2009, miðvikudaginn 11. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 16:00.

Mættir:   

               Júlíus Vífill Ingvarsson

               Guðmundur Gíslason

               Hallfreður Vilhjálmsson

               Páll Snær Brynjarsson

               Þorleifur Gunnlaugsson

               Jórunn Frímannsdóttir

 

Varafulltrúar:         

               Þórður Þórðarson

               Björk Vilhelmsdóttir

               Ólafur R. Jónsson tók sæti Jórunnar Frímannsdóttur kl. 17:00.

 

Áheyrnarfulltrúar: 

               Guðni R. Tryggvason

               Gils Friðriksson

                              

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.   

 

1.    Ársreikningur Faxaflóahafna sf. Skýrsla endurskoðenda og greinargerð hafnarstjóra.

Auður M. Sigurðardóttir fjármálastjóri Faxaflóahafna sf. mætti á fundinn.  Theodór S. Sigurbergsson, lögg. endurskoðandi hjá Grant Thornton og Halldór Ó. Úlriksson, viðskiptafræðingur hjá sama fyrirtæki mættu á fundinn og fóru yfir ársreikninginn og endurskoðunarskýrslu.

Greinargerð hafnarstjóra lögð fram.

Helstu niðurstöður ársreikningsins eru eftirfarandi:

Rekstrartekjur

kr.   2.595.762.706

Rekstrargjöld

kr.   2.200.245.987

Hagnaður eftir fjármagnsliði

kr.      230.891.987

Eignir samtals

kr. 12.785.406.540

Skuldir samtals

kr.   2.338.145.095

Óráðstafað eigið fé

kr. 10.447.261.445

Handbært fé frá rekstri

kr.   1.210.028.376

Fjárfestingar

kr.   2.255.265.373

Handbært fé í árslok

kr.      610.529.956

 

Hafnarsjórn samþykkir reikninginn.

 

 

2.    Samkomulag við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Eflingu, Smiðn, Félag skipstjórnarmanna, VM félag vélstjóra og málmtæknimanna og Verkstjórasamband Íslands um frestun á ákveðnum ákvæðum gildandi kjarasamninga dags. 26.2.2009.

Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið.

        

3.    Fundargerðir starfshóps um undirbúning hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina.

Lagðar fram.  Hafnarstjórn samþykkir að fundarþóknun kjörinna fulltrúa skuli vera í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar um greiðslur fyrir hvern fund í almennum nefndum.


 

4.    Skipan dómnefndar vegna hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina.

Hafnarstjórn samþykkir að skipa eftirfarandi aðila í dómnefnd hugmyndasamkeppninnar um Gömlu höfnina:

Frá stjórn Faxaflóahafna sf.

Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður

Dagur B. Eggertsson

Lena Helgadóttir

Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri

Gísli Gíslason, hafnarstjóri

Frá Arkitektafélagi Íslands

Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt

Valdís Bjarnadóttir, arkitekt,

Harpa Stefánsdóttir, arkitekt

 

5.    Meðferð óverðtryggðra verksamninga.  Minnisblað aðstoðar hafnarstjóra, forstöðumanns rekstrardeildar og forstöðumanns tæknideildar dags. 5. febrúar 2009.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga til samninga um greiðslu skertra verðbóta vegna þriggja verkefna á vegum Faxaflóahafna sf. á grundvelli samkomulags Reykjavíkurborgar við Samtök iðnaðarins.  Tryggt verði að aðalverktaki skili gögnum um hlutdeild undirverktaka í verðbótunum.

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn 2.

Með: JVI, GG, JF, HV, PSB.

Á móti:  BV og ÞG.

Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í stjórn Faxaflóahafna hafna því að gera samkomulag við nokkra  verktaka um verðbætur á óverðtryggða verksamninga á grundvelli samkomulags  sem Reykjavíkurborg gerði við Samtök iðnaðarins.  Samkomulag Reykjavíkurborgar átti ek
ki að vera fordæmisgefandi fyrir fyrirtæki í eigu borgarinnar  en er greinilega orðið það með miklum fjárútlátum á kostnað borgarbúa.

Samkomulag sem þetta á einungis að vera gert á grundvelli  sérstakra málefnalegra ástæðna, en á ekki  að fylgja eftir ákvörðun núverandi meirihluta borgarstjórnar sem jafnframt er bæði umdeild lagalega og vegna mikils kostnaðarauka sem fenginn er með hæpnum útreikningum.

 

Bókun þeirra sem standa að samþykktinni:

Á undanförnum mánuðum hafa stórir opinberir verkkaupar eins og Vegagerðin, Siglingastofnun, Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg tekið ákvarðanir um að verðbæta samninga í ljósi breyttra forsendna.  Færa verður fyrir því sterk rök og unnt að sýna fram á að forsendur séu ólíkar hvað varðar Faxaflóahafnir sf., sem eru í eigu opinberra aðila.  Koma þar m.a. til sjónarmið um jafnræði.

 

6.    Minnisblað varðandi lóðarleigusamninga sem renna út á árinu 2009.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.

 

7.    Erindi Mjólkurfélags Reykjavíkur um breytingu á samningi vegna flutnings á Grundartanga og kaup á hluta fasteigna félagsins.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga til viðræðna við fulltrúa MR um breytingar á ákvæðum samkomulags aðila.  Niðurstaða viðræðna verði lögð fyrir hafnarstjórn til stafestingar.

 

8.    Skipulagsmál.

a.Breyting á aðalskipulagi á Grandagarði og við Geirsgötu.

b.    Samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar varðandi Álfsnes.

Umsókn nr. 80399

Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði.

Lagt fram að nýju minnisblað skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008 varðandi höfn og iðnaðar- og athafnasvæði á norðvestanverðu Álfsnesi vestan Sundabrautar.  Einnig lagt fram kynningarefni skipulags- og byggingarsviðs dags. 27. febrúar 2009.

Uppdráttur af því svæði sem lagt er til að verði breytt í aðalskipulagi vegna verbúða á Grandagarði lagður fram.  Gerð var grein fyrir breytingu á orðalagi deiliskipulagsskilmála vegna verbúðanna við Geirsgötu. Samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar  varðandi Álfsnes lögð fram. 

9.       Önnur mál.

a.     Þátttaka í sýningum.

b.     Starfsemi Sjóminjasafnsins 2008.

Hafnarstjóri greindi frá því að af hálfu Faxaflóahafna sf. verði ásamt nokkrum öðrum íslenskum höfnum, tekið þátt í kaupstefnu vegna skemmtiferðaskipa á svonefndri Seatrade sýningu og ráðstefnu á Miami í marsmánuði og sjávarútvegssýningu í Þórshöfn í Færeyjum í maímánuði.

Lagt fram yfirlit yfir starfsemi Sjóminjasafnsins árið 2008.

Hafnarstjóri greindi frá heimsókn 15 bæjarfulltúa og starfsmanna Þórshafnar í Færeyjum til Faxaflóahafna sf.

 

 

 

Fleira ekki gert,

fundi slitið kl. 18:00

Fundur nr. 59
Ár 2009, miðvikudaginn 11. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 16:00.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Guðmundur Gíslason

Hallfreður Vilhjálmsson

Páll Snær Brynjarsson

Þorleifur Gunnlaugsson

Jórunn Frímannsdóttir

Varafulltrúar:

Þórður Þórðarson

Björk Vilhelmsdóttir

Ólafur R. Jónsson tók sæti Jórunnar Frímannsdóttur kl. 17:00.

Áheyrnarfulltrúar:

Guðni R. Tryggvason

Gils Friðriksson

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
1. Ársreikningur Faxaflóahafna sf. Skýrsla endurskoðenda og greinargerð hafnarstjóra.
Auður M. Sigurðardóttir fjármálastjóri Faxaflóahafna sf. mætti á fundinn. Theodór S. Sigurbergsson, lögg. endurskoðandi hjá Grant Thornton og Halldór Ó. Úlriksson, viðskiptafræðingur hjá sama fyrirtæki mættu á fundinn og fóru yfir ársreikninginn og endurskoðunarskýrslu.
Greinargerð hafnarstjóra lögð fram.
Helstu niðurstöður ársreikningsins eru eftirfarandi:
Rekstrartekjur kr. 2.595.762.706
Rekstrargjöld kr. 2.200.245.987
Hagnaður eftir fjármagnsliði kr. 230.891.987
Eignir samtals kr. 12.785.406.540
Skuldir samtals kr. 2.338.145.095
Óráðstafað eigið fé kr. 10.447.261.445
Handbært fé frá rekstri kr. 1.210.028.376
Fjárfestingar kr. 2.255.265.373
Handbært fé í árslok kr. 610.529.956
Hafnarstjórn samþykkir reikninginn.
2. Samkomulag við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Eflingu, Samiðn, Félag skipstjórnarmanna, VM félag vélstjóra og málmtæknimanna og Verkstjórasamband Íslands um frestun á ákveðnum ákvæðum gildandi kjarasamninga dags. 26.2.2009.
Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið.
3. Fundargerðir starfshóps um undirbúning hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina.
Lagðar fram. Hafnarstjórn samþykkir að fundarþóknun kjörinna fulltrúa skuli vera í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar um greiðslur fyrir hvern fund í almennum nefndum.
4. Skipan dómnefndar vegna hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina.
Hafnarstjórn samþykkir að skipa eftirfarandi aðila í dómnefnd hugmynda-samkeppninnar um Gömlu höfnina:
Frá stjórn Faxaflóahafna sf.
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður
Dagur B. Eggertsson
Lena Helgadóttir
Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri
Gísli Gíslason, hafnarstjóri
Frá Arkitektafélagi Íslands
Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt
Valdís Bjarnadóttir, arkitekt,
Harpa Stefánsdóttir, arkitekt
5. Meðferð óverðtryggðra verksamninga. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra, forstöðumanns rekstrardeildar og forstöðumanns tæknideildar dags. 5. febrúar 2009.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga til samninga um greiðslu skertra verðbóta vegna þriggja verkefna á vegum Faxaflóahafna sf. á grundvelli samkomulags Reykjavíkurborgar við Samtök iðnaðarins. Tryggt verði að aðalverktaki skili gögnum um hlutdeild undirverktaka í verð¬bótunum.
Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn 2.
Með: JVI, GG, JF, HV, PSB.
Á móti: BV og ÞG.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í stjórn Faxaflóahafna hafna því að gera samkomulag við nokkra verktaka um verðbætur á óverðtryggða verksamninga á grundvelli samkomulags sem Reykjavíkurborg gerði við Samtök iðnaðarins. Samkomulag Reykjavíkurborgar átti ekki að vera fordæmisgefandi fyrir fyrirtæki í eigu borgarinnar en er greinilega orðið það með miklum fjárútlátum á kostnað borgarbúa.
Samkomulag sem þetta á einungis að vera gert á grundvelli sérstakra málefnalegra ástæðna, en á ekki að fylgja eftir ákvörðun núverandi meirihluta borgarstjórnar sem jafnframt er bæði umdeild lagalega og vegna mikils kostnaðarauka sem fenginn er með hæpnum útreikningum.
Bókun þeirra sem standa að samþykktinni:
Á undanförnum mánuðum hafa stórir opinberir verkkaupar eins og Vegagerðin, Siglingastofnun, Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg tekið ákvarðanir um að verðbæta samninga í ljósi breyttra forsendna. Færa verður fyrir því sterk rök og unnt að sýna fram á að forsendur séu ólíkar hvað varðar Faxaflóahafnir sf., sem eru í eigu opinberra aðila. Koma þar m.a. til sjónarmið um jafnræði.
6. Minnisblað varðandi lóðarleigusamninga sem renna út á árinu 2009.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.
7. Erindi Mjólkurfélags Reykjavíkur um breytingu á samningi vegna flutnings á Grundartanga og kaup á hluta fasteigna félagsins.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga til viðræðna við fulltrúa MR um breytingar á ákvæðum samkomulags aðila. Niðurstaða viðræðna verði lögð fyrir hafnarstjórn til stafestingar.
8. Skipulagsmál.

a. Breyting á aðalskipulagi á Grandagarði og við Geirsgötu.

b. Samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar varðandi Álfsnes.

Umsókn nr. 80399
Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði.
Lagt fram að nýju minnisblað skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008 varðandi höfn og iðnaðar- og athafnasvæði á norðvestanverðu Álfsnesi vestan Sundabrautar. Einnig lagt fram kynningarefni skipulags- og byggingarsviðs dags. 27. febrúar 2009.
Uppdráttur af því svæði sem lagt er til að verði breytt í aðalskipulagi vegna verbúða á Grandagarði lagður fram. Gerð var grein fyrir breytingu á orðalagi deiliskipulagsskilmála vegna verbúðanna við Geirsgötu. Samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar varðandi Álfsnes lögð fram.
9. Önnur mál.

a. Þátttaka í sýningum.

b. Starfsemi Sjóminjasafnsins 2008.

Hafnarstjóri greindi frá því að af hálfu Faxaflóahafna sf. verði ásamt nokkrum öðrum íslenskum höfnum, tekið þátt í kaupstefnu vegna skemmtiferðaskipa á svonefndri Seatrade sýningu og ráðstefnu á Miami í marsmánuði og sjávarútvegssýningu í Þórshöfn í Færeyjum í maímánuði.
Lagt fram yfirlit yfir starfsemi Sjóminjasafnsins árið 2008.
Hafnarstjóri greindi frá heimsókn 15 bæjarfulltrúa og starfsmanna Þórshafnar í Færeyjum til Faxaflóahafna sf.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 18:00